Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 20
Útgerðarfélag Akureyringahefur í langan tíma verið ein styrkasta stoðin í atvinnulífi Akureyringa og eitt helsta stolt bæjarbúa. Útgerðarfélagið er heimamönnum nánast heilagt. Mörgum er brugðið að félagið sé komið í eigu feðga af Snæfells- nesi. Þó atvinnulíf á Akureyri sé ágætlega fjölbreytt munar um ÚA og þess vegna er órói meðal margra. Akureyringar hafa farið fremst allra í kvótakerfinu og til þeirra hefur komið meiri kvóti en annarra. Þeir hafa spilað mest með, eða mest á, kerfið og bætt hag sinn mikið. Þeir hafa ekki deilt áhyggjum með þeim sem hafa misst frá sér kvóta, sem er skiljanlegt þar sem þeir hafa ekki fundið þann sársauka á sjálfum sér. Forstjóri ÚA varaði meira að segja starfsmenn sína við fyrir kosningar, sagði að atkvæði greidd öðrum en stjórnarflokkun- um gætu sett atvinnu þeirra í hættu. Stjórnarflokkarnir héldu meirihluta en ÚA er í óvissu samt sem áður. En er ástæða til? Hræða spor- in? Guðmundur Kristjánsson, sem fer fyrir feðgunum frá Rifi, keypti meirihluta í Básafelli, sam- einuðu sjávarútvegsfyrirtæki Vestfirðinga. Hann hefur leyst það upp, kvótinn sem það átti hef- ur verið seldur og Vestfirðingar sitja eftir ósáttir við Guðmund. Það er ekki síst vegna þeirrar reynslu sem mörgum Akureyr- ingum er brugðið. Þeir treysta því ekki að Guðmundur haldi rekstri ÚA í þeirri mynd sem hann er nú. Óttast að félagið verði ekki samt. Þegar Útgerðarfélagið var selt til Eimskips árið 1999 vöruðu margir við því, töldu ekki ráðlegt að leika sér með fjöreggið. Varn- aðarorð þeirra sem vildu fara var- lega hafa gengið eftir. Framtíð Út- gerðarfélagsins er í hættu. Akureyringar hafa fengið til sín mikinn kvóta og einn mestan þegar Samherji keypti Guðbjörgu ÍS og þá var sagt að skipið yrði áfram gert út frá Ísafirði. Það gekk ekki eftir. Guggan fór frá Ísafirði og margir þeirra sem ótt- ast núna um framtíð ÚA fundu þá ekki til með Vestfirðingum. Svo getur farið að þeir finni sársauk- an á eigin skinni. Sú var tíðin að Útgerðarfélag- ið var á barmi gjaldþrots. Þá stóðu bæjarbúar saman og söfn- uðu hlutafé og endurreistu félag- ið sem síðan er þeim ákaflega kært, er þeirra óskabarn. For- stjóri félagsins og aðrir hafa, eins og áður segir, ekki tekið undir áhyggjur annarra sem misst hafa kvóta eða skip. Þess vegna verða viðbrögð þeirra eft- irtektarverð nú, nú þegar kerfið sem þeir hafa lofað hvað mest hittir þá sjálfa fyrir. ■ Árið 2004 er merkilegt í söguhjúkrunar á Íslandi. Í haust verða liðin 85 ár frá því að sex hjúkrunarkonur komu saman til að mynda félag, Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Áttatíu og fimm ár eru ekki langur tími í sögu stétt- ar sem hefur verið til frá örófi alda en þær breytingar sem átt hafa sér stað á menntun, sjálfstæði og störf- um hjúkrunarfræðinga á þessum tíma eru gríðarlegar. Störf hjúkrunarfræðinga Með aukinni menntun hjúkrun- arfræðinga hafa störf þeirra orðið fjölbreyttari en jafnframt sér- hæfðari. Hjúkrunarfræðingar stýra heilsuvernd á heilsugæslu- stöðvum, hjúkra mikið veikum einstaklingum í heimahúsum, sinna afar sérhæfðri hjúkrun á sjúkrahúsum svo fátt eitt sé nefnt. Nú starfar t.d. um helming- ur hjúkrunarfræðinga hér á landi á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hjúkrunarfræðingar fræða sjúk- linga og aðstandendur þeirra um heilbrigðisástand, einkenni, með- ferð og horfur. Þeir meta ástand sjúklinga og bregðast við með við- eigandi hætti oft til bjargar mannslífum. Hjúkrunarfræðing- ar kenna sjúklingum og aðstand- endum leiðir til að auka sjálfstæði þeirra og bæta líðan. Einnig kenna þeir hjúkrunarfræði- nemum bæði bókleg fræði og leið- beina í starfsnámi á vettvangi hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar rannsaka árangur hjúkrunarmeð- ferða o.fl. í þeim tilgangi að auka enn frekar gæði hjúkrunar. Fjöldi erlendra rannsókna hafa sýnt að hjúkrun getur skipt sköp- um. Sem dæmi má nefna að því meiri hjúkrun sem sjúklingur fær eftir skurðaðgerðir, þeim mun minni líkur eru á fylgikvillum, þeim mun styttri verður legutím- inn og þeim mun minni líkur eru á ótímabæru andláti. Hjúkrunar- fræðingar á öldrunarstofnunum fyrirbyggja legusár, þvagfæra- sýkingar og fleiri vandamál sem upp geta komið hjá öldruðum ein- staklingum. Þannig sparar hjúkr- un fjármuni fyrir samfélagið svo ekki sé talað um gildi hjúkrunar fyrir þann einstakling er hennar nýtur. Full ástæða er því til að hvetja ráðamenn, stjórnendur og almenning til að standa vörð um hjúkrun á tímum samdráttar og mikilla breytinga í heilbrigðis- þjónustunni hér á landi. Hjúkrunarfræðingar eru sjálf- stæð fagstétt sem skipuleggur, stjórnar, framkvæmir og ber ábyrgð á sínum störfum, án tilskip- ana eða eftirlits annarra stétta. Sjálfstæði hjúkrunarfræðinga hef- ur verið skýrt í lögum um heil- brigðisþjónustu allt frá árinu 1978. Sjálfstæði er hverri fagstétt nauð- synlegt til þróunar og framfara. Afmælisár hjúkrunarfræðinga Í dag eru tíu ár liðin frá því Hjúkrunarfélag Íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga sameinuðust í eitt félag, Félag háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga. Hjúkrunarfræðingar um allt land munu fagna deginum á sínum vinnustöðum og bera í dag og út árið sérstaka af- mælisnælu „Hjúkrun - 85 ár“. Á þann hátt vilja hjúkrunarfræðing- ar minna á störf sín og hvetja landsmenn til umræðu um stöðu og gildi hjúkrunar í íslensku heil- brigðiskerfi. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um breytingar vegna sölu Brims. 20 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Skáldskapur þjónar margþætt-um tilgangi og höfðar eftir því til lesenda á ýmsum forsendum. Sumir sækjast í fyrsta lagi eftir fegurð í skáldskap og skipa þá rómantík, tilfinningum og ímynd- unarafli í öndvegi. Af þessum anga heimsbókmenntanna frá síð- ari hluta 18. aldar og fyrri hluta hinnar 19. dregur skáldsagan nafn sitt á Norðurlandamálum og frönsku: þar heitir hún ,,roman“. Aðrir sækjast eftir annars konar reynslu af lestri skáldverka og annarra bóka, þeir sækjast eftir lýsingu á lífinu eins og það er frekar en eins og það ætti að vera, eftir fróðleik og jafnvel fréttum, og skipa þá raunsæi og vitsmun- um í öndvegi: þetta er kjarni raun- sæisstefnunnar, sem fylgdi í kjöl- far rómantísku stefnunnar um miðja 19. öld. Balzac og Dickens Aldamótaskáldin íslenzku, þar á meðal Hannes Hafstein og Einar Benediktsson, má kalla rómantísk raunsæisskáld. Þeim dugði ekki að yrkja um tilfinningar og ímyndir: nei, þeir ortu einnig um landsins gagn og nauðsynjar, enda var þörfin brýn, því að Ísland var að vakna af löngum svefni og vantaði allt til alls. Raun- sæisskáldskapur þeirra og annarra aldamótaskálda var eigi að síður þrung- inn djúpri tilfinn- ingu og föðurlands- ást. Sem raunsæisboðskapur eða ádeila náðu kvæði skáldanna þó ekki ýkja langt. Þau eru a.m.k. ekki mjög gagnleg heimild um þjóðfélagsþróunina í þá daga af sjónarhóli nútímans, enda var varla við því að búast af ljóðskáld- um, hvorki á Íslandi né annars staðar. Það verður ekki heldur sagt um sagnaskáldin í þá daga, að þau hafi hreyft mjög við lesendum eða skerpt skilning þeirra á þjóð- félaginu, enda þótt Reykjavíkur- sögur Einars H. Kvaran eftir alda- mótin 1900 lýsi lífinu í höfuðstaðn- um vel og aðrir hafi gert sveitalífi allgóð skil. Öðru máli gegnir um ýmis höf- uðskáld Breta, Frakka og Rússa. Charles Dickens var iðnbyltingar- skáld í stóru broti: hann kortlagði brezkt þjóðfélag á tímum iðnbylt- ingarinnar með þvílíkum ágæt- um, að lýsingar hans eru góðar heimildir um þjóðfélagsástandið eins og það var. Lesendur Dickens fundu margir hjá sér ríka þörf til þess að rísa upp gegn ríkjandi skipan: upp úr þessu andrúmslofti spratt brezki Verkamannaflokk- urinn. Líku máli gegnir um Honoré de Balzac. Hann skrifaði reiðinnar býsn af skáldsögum um Frakkland og fólkið þar, stétt fyrir stétt, svo að verk hans eru heilsteypt lýsing á frönsku sam- félagi um hans daga – svo heil- steypt, að þau eru ein helzta heim- ild nútímans um Frakkland á fyrri hluta 19. aldar. Og ekki bara um Frakkland: þegar hann fór til út- landa, skrifaði hann sögur um það, sem fyrir augu hans og eyru bar, t.d. um Feneyjar. Sagnfræð- ingar og mannvísindamenn þessa tíma komast varla með tærnar, þar sem Balzac hafði hælana. Segi menn svo, að skáld og bókmenntir geti ekki gert gagn. En Halldór? Íslendingar eignuðust ekki raunsæisbókmenntir af því tagi, sem Dickens, Balzac og einnig rússnesku höfundarnir, einkum Tolstoy og Dostojevskí, skrifuðu handa heiminum. Lesendur þess- ara höfunda verða margs vísari um löndin og lífið, sem þeir lýsa, svo sem marka má af samanburði við aðrar heimildir. Þennan þykka þráð vantar í íslenzkar bókmennt- ir, og þessi skortur hefur staðið þjóðinni fyrir þrifum: við hlupum yfir þennan kafla þróunarsögunn- ar eins og járnbrautirnar o.fl. Sagnaskáldskapur Íslendinga náði ekki aftur fullri reisn eftir fornöldina fyrr en í verkum Hall- dórs Kiljans Laxness, og þá var raunsæisstefnan í þann veginn að víkja fyrir annars konar bók- menntum. Nokkrar fyrstu bækur Halldórs eru að vísu allgóðar heimildir um lífið í landinu, en þær eru ekki tæmandi, langt frá því, enda var það ekki ætlan hans. Salka Valka er öðrum þræði skýrsla um sjávarútveg og út- vegsmenn, sem þekkja ekki mun- inn á eignum og skuldum, þurfa ekki á því að halda. Sjálfstætt fólk er greinargerð um landbúnað og brjálsemi búverndarstefnunnar. En þessar bækur Halldórs höfðu ekki þau áhrif á lesendur, að þeir fylltust löngun til þess að rísa upp gegn ríkjandi ástandi í útvegs- og búnaðarmálum, eins og ástand beggja vitnar um enn í dag, eink- um ástandið í landbúnaði. Á hinn bóginn blés Íslandsklukkan nýj- um þrótti í þjóðarvitundina: það tókst. Meðfram skáldasagnagerðinni skrifaði Halldór mikinn fjölda rit- gerða, sem vitna glöggt um ástand þjóðlífsins í ýmsum greinum. Þær eru fullar af fróðleik og bjóða upp á frumlega og lifandi greiningu á þjóðfélagslegu samhengi hlut- anna. Ritgerðirnar eru ekki minni að vöxtum en skáldsögurnar og verðskulda athygli ekki síður en þær, og svo fannst honum sjálf- um. ■ Ævisögubók Hannesar Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi, skrifar: Ég sagði í lok greinar: Hrafninnflýgur og Hannes ýkir fannst mér Hannes H. hafi farið á flug á blaðamannafundi í sl. viku. Nú hef ég lesið bókina (alltof margir hafa tjáð sig en ekki lesið bókina) og nú kemur mitt álit: Bókin er vel skrifuð og ljóst að skrifarinn er penni. Hann hefur hæfilegt bland af sagnfræð- ingi og rithöfundi í blekinu. Stíllinn truflar mig ekki, miklu frekar að aðferðarfræðin í tilvitnunum sé hægt að viðurkenna. Bókin er skrif- uð þannig að gert er ráð fyrir að fólk hafi lesið Laxness „í forvejen“. Samt er hún þannig uppsett að hún er jafnvel nýtanleg sem lesning fyrir skólafólk allt frá 15 ára aldri. Þannig gæti hún verið lesning í ís- lenskunámi. Þetta segi ég sem kenn- ari í 30 ár. Bókin er þannig kveikja fyrir „úngt fólk“ til að lesa nóbelskáldið. Mér sýnist félagi Gísli Guðmundsson vera sama sinnis svo aðdáendahópurinn er „stabíll“. Mig langar til að biðja fólk að lesa bókina án glerja, a.m.k. ekki póli- tískra, Sumt sem Hannes Hólm- steinn hefur skrifað er ekki mér eða fleirum að geði, en ég er reiðubúinn að fórna lífi mínu fyrir að hann fái að hafa skoðun. Bíð spenntur eftir Kiljan og Lax- ness. ■ ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um fróðleik og skáldskap. Umræðan ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR ■ formaður Félag ís- lenskra hjúkrunarfræð- inga skrifar um sögu hjúkrunar á Íslandi. ■ Bréf til blaðsins Hjúkrun í 85 ár Útgerðarfélag í uppnámi ■ Íslendingar eignuðust ekki raunsæisbók- menntir af því tagi, sem Dick- ens, Balzac og einnig rúss- nesku höfund- arnir, einkum Tolstoy og Dostojevskí, skrifuðu handa heiminum. Aðsendar greinar Fréttablaðið tekur við aðsendumgreinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 3000 til 3.500 slög með bilu í word count sem má finna undir liðnum tools í word-skjali. Senda skal greinarnar á netfangið rb@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskil- ur sér rétt til að velja og hafna – og stytta greinar. ■ Um daginnog veginn Fróðleikur í skáldskap

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.