Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 2
2 ' TIMINN FÖSTUÐAGUR 20. ágúst 1971 Myndln v«r tekin þegar veriS var aS ná bílnum upp úr ánni, en viS þaS verk var notaSur trukkur og jarSýta. (Tímamynd SG) MJÚLKURBÍLL LENTI í SKÁLM Okumaður í kappakstri olli alvarlegu slysi SG—Vik, miðvikudag. Það óhapp vildi til í dag austur við Skálm í Álftaveri, að mjólk- urbíll frá KS í Vík, sem var á leið austur á Síðu og fleiri staða ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag. í gær lauk fundi norskra og íslenzkra haf- og fiskifræðinga á Akureyri, um rannsóknir á Hverskonar ísland eiginlega? Það ísland, sem birtist í bókum Halldórs Laxness, stendur Ijóslifandi fyrir hugarsjónum okkar, hvort sem verkið er frá tíma Arna Magnússon- ar og þeirra sem misstu glæpi sína og héldu höfðinu, eða á sér rætur í einhverju Brekkukotinu í Reykja- vík aldamótaáranna. Þarna finnast engin skil við samtímann, vegna þess að hið innra lif þjóðar breytist ekki, röksemdir hennar fyrir lífi sínu og rétti, né þau viðhorf sem auðvelda henni sjálfstæða baráttu hér úti í hafinu. Þess vegna vekur það nokkra furðu, að velviljaður þýzkur maður, sem hingað er kominn til að kvik- mynda Brekkukotsannál, lýsir því yfir að hér sé ekki lengur því landi að kynnast, sem blasti við honum af síðum skáldverksins. Þetta er mjög samhljóma álit og það, sem aðrir erlendir menn láta í ijós þessar stundir út af baráttu- málum dagsins. Þeir koma hingað og draga sínar ályktanir, en gallinn er sá, að ályktanir þeirra eru byggð- ar á því íslandi, sem þeir hafa sjálfir smíðað í hugskoti sínu, Þeir hafa sjálfir ákveðið hver skuli vera við- brögð manna við einstökum málum, og þeyta síðan svart raus sitt gegn ákvörðunum okkar, komi þær ekki heim við hugmyndir þeirra. að sækja mjólk, lenti út af brúnni á Skálm og valt ofan í ána. Bif- reiðarstjórinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki, en blotnaði heldur betur við að vaða til lands. útbreiðslu og magni ungfisks í hafinu umhverfis ísland, og milli fslands og Grænlands. Að auki tóku þátt í rannsóknunum Auðvitað erum við enn land Brekkuikots, og sikiljum ekiki hvernig það getur farið fram hjá glöggum listamönnum. Samtímis því erum við land nútímans, vélvæðingar hans, hinna hátimbruðu halla, sem honum fylgja, og farartækja sem metin eru á vog spyrnu og vélarafls. En þegar kemur að innri manni þjóðarinnar, þá hitta útlendingar fyrir hina sömu eiginleika, og gerðu snillinginn í Brekkukoti að því sem hann er, eða björguðu höfði Jóns Hreggviðssonar. Yfirborðsleg kynni heimshomahlaup- ara, sem leita sér umræðuefnis í dálka sína, komast aldrei í snertingu við þennan innri mann, og skilja þvi síður nokkuð í baráttu þeirri sem hann heyr fyrir tilvist sinni í sam- félagi þjóðanna. Dæguþras breytir engu um þessar staðreyndir. Það getur aðeins skaðað okkur um stundarsakir, einkum þeg- ar því er haldið að okkur að lotning fyrir ofurvaldinu, hvort sem það birtist nú í austri eða vestri, færi okkur betur. En það er ekki von að andróöursmenn okkar viti betur, fyrst vinsamlegur þýzkur listamaður finnur ekki Brekkukotið okkar. En það væri gaman að fá því svarað hverskonar ísland andstæðingar okk- ar eiginlega vilja — hundflatt eða svoMtið bratt í hnjúkana. Svarthöfði. Ofan af brúnni er um 4ra imetra fall, og er bíllinn mikið skemmd ur. Tildrög slyssins eru ókunn, en talið er sennilegt að bilun hafi orðið í stýrisbúnaði. Bretar og Þjóðverjar. Ungfisksrannsóknir af þessu tagi hófust við landið á s.l. ári og er ætlunin að halda þeim áfram í framtíðinni. Megintil- gangurinn með þeim, ep að kanna hvernig klak hinna ýmsu fisktegunda hefur heppn azt pg sjá hvaða afrakstur megi vænta. Rannsóknir þessar byggja að mestu á notkun fiski leitartækja. Ennfremur eru notaðar mjög smáriðnar flot- vörpur á þeim lóðningum, sem finnast. Er hép um að ræða seiði á fyrsta ári, 30—150 m. á lengd. Þær niðurstöður, sem Framhald á bls. 10. 642 laxar á 2. veiðisvæði Langár á Mýrum Einar Jóhannesson á Jarðlangs- stöðum á Mýrum, sagði okkur í gær, að búið hefði verið að veiða 642 laxa á 2. veiðisvæði Langár á Mýrum í fyrrakvöld. Á sama tíma í fyrra var búið að veiða 613 laxa á þessu svæði árinnar. Meðalþyngd laxanna er 4 — 5 pund, en stærstu laxarnir eru frá 8 — 11 pund, að sögn Einars Jóhannessonar. Á miðvikudaginn sögðum við, að búið væri að veiða um 650 laxa á þcssu svæði. Sú tala var að sjálf- sögðu ekki nákvæm, eins og fram hefur komið nú, en var þó mjög nærri því að vera það. Eins og þá var skýrt frá, er veitt með tveimur stöngum á þessu svæði og mcðal- veiðin þv£ 5 laxar á hvora stöng. OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Wolksvagenbíll, sem ók á mikl- um hraða niður Flókagötu í gær- kvöldi lenti harkalega á hlið fólks- bíls, sem ók eftir Rauðarárstígn- um, sem er aðalbraut. Var sá bíll á leið suður Rauðarárstíginn. öku- maður þess bíls, sem náttúrlega vissi ekki hvernig á sig stóð veðrið, missti stjórn á bílnum, sem lenti uppi á gangstétt og lenti beint á garðvegg úr steinsteypu. Lenti maðurinn á framrúðunni og skarst mjög illa í andliti og á höfði. Liggur hann á Borgarspít- alanum. Bílstjórinn á hinum bílnum rotað ist og lenti bíll hans á umferðar- merki við Rauðarárstíginn. Ránk- aði hann bráðlega úr rotinu og var fluttur heim eftir aðgerð á slysa- deild Borgarspítalans. Sjónarvottur að slysinu sá Wolks vagenbílinn og annan bfl í kapp- akstri á Flókagötunni rétt áður en áreksturinn varð. Hinn bfllinn var rétt á eftir og stakk ökumað- ur hans af, þótt ekki færi hjá því að hann hafi orðið var við árekst- urinn. Rannsóknarlögreglan hefur næg ar upplýsingar til að finna þenn- an síðarnefnda ökuþór, en hann mun gera sjálfum sér greiða og Fólksfjölgunar- vandamálið og starf SÞ Félag Sameinuðu þjóðanna heldur almennan fund í dag, föstu dag, kl. 17,30. Fundurinn verður haldinn í Tjamarbúð, uppi. Á fundinum mun fvar Guð- mundsson flytja erindi, sem hann nefnir: Fólksfjölgunarvandamálið og starf Sameinuðu þjóðanna. — ívar hefur, sem kunnugt er, ný- lega tekið við mjög ábyrgðar- miklu starfi í þeirri deild Sam- einuðu þjóðanna, sem fjallar um fólksfjölgunarvandamálið. Ep því ekki að efa, að marga muni fýsa að heyra mál hans, en allir eru velkomnir á fundinn. 6—8 laxar á dag þegar mest hefur veiðzt Samkvæmt upplýsingum Sveins hafa fengizt 6—8 laxar á dag í Svartá, þegar mest hefur veiðzt í sumar. Veitt hefur verið jöfnum höndum á maðk og flugu. Á fyrri hluta veiðitímans fékkst eðlilega þyngri lax í Svartá, en nú veiðist. Sveinn Jensson sagði, að þyngstu laxarnir sem komið hefðu úr ánni væru 15 og 14 punda og nú veiddust 7 — 8 punda íiskar. Sagði Sveinn, að laxinn væri nú þyngri heldur en hann hafði verið í fyrra. Leigutakar Svartár eru Veiði- vötn h.f. og Freysteinn Þorbergs- son. Meiri eftirspurn mun hafa spara lögreglunni svolítið um- stang ef hann gefur sig fram af sjálfsdáðum. 70 HLJOTA VIÐURKENN- INGU FYRIR ÖRUGGAN AKSTUR Þrír aðalfundir Klúbbanna ör- ugur akstur á Vestfjörðum voru nýlega haldnir. Sá fyrri á Pat- reksfirði 13. ágúst, annar að Núpi í Dýrafirði 14. ágúst, og hinn þriðji í Hnífsdal 16. ágúst. Á þessum fundum voru afhent 50 viðurkenningarmerki Sam- vinnutrygginga fyrir 5 ára örugg- an akstur og 18 verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur. Auk þess hlutu tveir menn verðlaun fyrir 20 ára öruggan akstur, þeir Ólafur Halldórsson á ísafirði og Drengur Guðjónsson, Fremstuhúsum, Dýra firði. Sýnd var ný, sænsk umferðar- litkvikmynd: „Innan tjunda hluta úr sekúndu" og fjallar eingöngu um hotkun öryggisbelta í bifreið- um. Stjórnir allra klúbbanna voru endurkjörnar, og eru formenn þessir: Guðmundur Sveinsson, netagerðarmeistari fyrir fsafjörð og Norður-ísafjarðarsýslu, — í Vestur-ísafjarðarsýslu Páll Páls- son, fulltrúi á Þingeyri, — og Vestur-Barðastrandarsýslu Frið- geir Guðmundsson, verkstjóri Patreksfirði. Umræður voru góðar, einkum á Hnífsdalsfundinum, þar sem 10 tóku til máls auk framsögumanns, Baldvins Þ. Kristjánssonar. Að vanda var allt áhugafólk um umferðaröryggismál boðið vel komið á fundina, og öllum bornar kaffiveitingar. verið eftir veiðileyfum í Svartá í sumar heldur en í fyrra. Svartá í SkagafirSi — Veiðin hér í Svartá í sumar hefur farið mjög eftir því hvaða menn veiða í henni, þennan og hinn daginn, sagði Sveinn Jensson, hótelstjóri í Varmahlíð, þegar við símuðum til hans í gærkvöldi, og forvitnuðumst um veiðiárangur ) sumar í Svartá í Skagafirði. Samkvæmt upplýsingum Sveins hafa 60—70 laxar veiðzt í Svartá í sumar, og mun það vera betr' veiði heldur en í fyrra, en þá komu alls um 130 laxar á land úr ánni. Veiðin í Svartá hófst 20. júlí, a? sögn Sveins og rennur veiðitíminr út 20. september. ----EB Engin síld en líiikið af loðnu og karfa (Frá Félagi S.Þ.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.