Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 11
arðSTUDAGUR 20. ágúst 1971 TÍMINN n Rætt við Jón Laxdal Halldórsson Fraœhald af bls. 6. vitaskuld í að ná því að vera tekinn aivarlega sem þýzkur leikarL Ég er mjög ánægður að starfa nú við svo gott leikhús sem Zuricher Schauspielhaus. — Hvemig leikhús er það? — Mjög lifandi að mínum dómi. Þar eru leikin jafnt sí- gild verk og nútímaleikrit. Þegar ég kem út núna 19. ágúst fer ég strax að æfa fyrsta hlutverk mitt á næsta leikári en það verður hlutverk Thomasar Melville í Réttar- höldunum yfir þeim níu frá Ceytonsville. En það fjallar um mótmælaaðgerðir niu ka- þólskra manna og kvenna í Bandaríkjunum gegn Vietnam- stríðinu, sem kunnar eru úr fréttum. Thomas þessi var munkur en rauf munkaheit sín og kvæntist konu, sem hafði sjálf verið nunna. Hún, Marj- orie Melville er einnig eitt af hlutverkum leiksins. Þá verður í vetur leikið nýtt leikrit eftir Diirrenmatt, sem hann er að skrifa, María Stuart Schillers, austurrískt verk, sem nefnist Veizlan fyrir Bor- is, tvö gömul leikrit austur- rískra höfunda og svo mætti lengi telja. — Hvernig eru gömlu leik- ritin sett upp? — Það er reynt að sjá þau frá okkar tíma og finna hlið- stæður úr okkar lífi. Leitazt er við að finna það sígilda í þeim. — Þú leikur einnig fyrir sjóflvarp? — Já, talsvert. Það var ein- mitt gegnum sjónvarpsmynd að upphafið varð að hugmynd inni um að kvikmynda Brekku kotsannál. Ég lék ævisögurit- arann, eða Pétur eins og hann nefndist í sjónvarpsmynd eftir skáldsögunni „Die Biographie“ eftir Max Frich, sem Rolf Hadrich stjórnaði. Fyrsta sem Hadrich sagði við mig þegar við hittumst, og hann frétti að ég væri íslend- ingur var: „Þekkirðu Halldór Laxness?" Hann er mikill að- dáandi bóka Laxness og hafði lengi langað til að kvikmynda verk eftir hann. Honum hafði dottið í hug að gera kvikmynd eftir Atómstöðinni, en síðan hittust þeir Halldór Laxness í Þýzkalandi og þá kom þeim saman um að BrekkukotsVin- áll væri heppilegri vegna þess hve stað- og tímabundin Atómstöðin væri. Halldór Laxness hefur verið okkur afar hjálplegur við undirbúning kvikmyndarinnar, en gefur Hadrich um leið mjög frjálsar hendur. Aðalfundur Kaupfélags Króksfjarðar HEELDARVÖRUSALA NAM 25 MELLJÓNUM KJ—Reykjavík, miðvikudag. Aðalfundur Kaupfélags Króks- fjarðar, Króksfjarðaranesi fyrir árið 1970 var haldinn í Króksfjarð araesi fyrir nokkru. Heildarsala á vörum varð um 25 milljónir króna, en bændum greitt fýrir framleiðsluvörur tæp- ar 26 milljónir. Rekstrarhagnaður varð nokkur á árinu og ákvað fundurinn að endvtrgreiða til félagsmanna 6% af ágóðaskyldri úttekt. Kaupfélagið annaðist flutning á mjólk tíl Mjólkurbúsins í Búðar- dal á árinu sem undanfarin ár. Aukning varð á fraimleiðslunni um 62 tonn og voru alls flutt 437 tonn úr tveimur austustu hrepp- um sýslunnar, Reykhólahreppi og Geiradalshreppi, og frá einum bæ í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Kaupfélag Króksfjarðar var stofnað árið 1911 og á því 60 ára starfsafmæli í ár. Var þess minnzt á fundinum og ákveðið að kaup- félagið gæfi til stofnbúnaðar Bama- og unglingaskólans á Reyk hólum í tilefni þess, — eitt hundr að þúsund krónur —, en skólinn er nú í bygging og var skólahúsið fokhelt fyrir sl. áramót. Á aðalfundinum var einn af stofnendum félagsins, Júlíus Björnsson í Garpsdal. Hann hefur í áratugi unnið mörg trúnaðar- störf í þágu félagsins. Fundur- inn þakkaði Júlíusi fyrir störf hans og samþykkti einróma að kjósa hann sem heiðursfélaga Kaupfélags Króksfjarðar. Stjórn félagsins skipa nú: Grirn ur Arnórsson, Tindum form., Jens Guðmundsson, Reykhólum, Harald ur Sæmundsson, Kletti, Karl Árna son, Kambi og Júlíus Björnsson, Garpsdal. Dalkvist Gunarsson, Króksfjarðar- nesi og Játvarður Jökulí Júlíus- son, Miðjanesi. Kaupfélagsstjóri er Ólafur E. Ólafsson. Félagið rekur útibú á tveim stöðum, á Skálanesi í Gufudals- sveit, og að Reykhólum. Mjög margir ferðamenn koma við í aðal- verzluninni í Króksfjarðarnesi, enda er verzlunarhúsið í Þjóð- braut, og þar er á boðstólum margt ■>'v‘V'■• •••»•■• v/w■■■sys- § ■ tmmam, • ■'í 4 illllllpiilillil * ;</■ & ' Mvja verzlunarhúsið í Króksfjarðar nesi. Rolf Hádrich leikstjóri ásamt kvikmyndatökumanni við töku sjónvarps- myndar eftir Ævisögu (Biographie) Max Frisch. Bíð með svarið — Ertu nokkuð að hugsa um að koma heim til langdvalar? —Ég held ég bíði með svar- ið þangað til ég er búinn að koma heim og leika hér. Ég hef mikla löngun til að ná tengslum við íslenzkt leikhús- líf og láta ekki líða aftur 11 ár þangað tíl ég kem heim næst. —Tlefði heimkoma ekki lak, arií'fjárhagslegri, afkomu í för með' sér fyrir þig? —Jú, það væri ekki neitt gróðafyrirtæki. Það er mjög góð afkoma hjá leikurum £ Þýzkalandi, sem hafa náð því að verða viðurkenndir. En pen ingar eru ekki aðalatriðið í líf inu. S.J. JOHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nú sem fyrr vinsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Sendum hvert á land sem er. M U N : D JOHNS-MANVILLE í alla einangrun. JÓN LOFTSSON H.F. HRINGBRAUT 121 SÍMI 10600 GLERÁRGÖTU 26, Akureyri. — Simi 96-21344. ENSKIR LONDON BATTERY KOMIN AFTUR í allar gerðir bfla og dráttarvéla. Lárus Ingimarsson, heildverzlun, Vitastig 8 a. Sími 16205. Æ %V Prentmyndastofa Laugavegi 24 Sími 25775 [Á Gerum allar tegundir myndamóta fyrir yður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.