Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi: Sameinast guð- dómnum í sjósundi Jóhann Páll Valdimarsson, eigandiJPV bókaútgáfunnar, er nýfarinn í vetrarfrí til Mexíkó. „Ég sting alltaf af á þessum árstíma. Í janúar förum við hjónin undantekningar- laust út til að jafna okkur eftir jóla- vertíðina,“ segir Jóhann. „Ég skipulegg mínar ferðir oft- ast á Netinu. Í þessi tilviki fann ég hótel í Cancún og byrjaði að tékka á því hvort þar sé góð líkamsræktar- aðstaða. Í dag nota ég ferðalög bæði til líkamlegrar og andlegrar upp- byggingar. Í stað þess að koma dauðþreyttur úr ferðalögum nota ég þau til endurnæringar,“ segir hann. Helsta líkamsrækt Jóhanns hef- ur verið sjósund og það ætlar hann að stunda í Mexíkó. „Í fyrra vorum við á Antigua á Kúbu og ég hef aldrei synt eins og þá. Ég rétt náði að synda yfir flóa þar sem við vor- um og var gjörsamlega búinn eftir það. Þegar ég fór þremur vikum seinna var ég farinn að synda þrjár ferðir á dag, þannig að árangurinn leyndi sér ekki.“ Jóhann segist finna mikinn sam- hljóm með náttúrunni þegar hann syndir. „Það er ekki amalegt að vera með hoppandi fiska í kringum sig og líka þegar maður er í baksundinu og horfir upp í himininn. Þarna sameinast maður guðdómnum.“ Jóhann segist þó ekki hafa lent í hættu í sjónum en var einu sinni ná- lægt því. „Einhvern tímann þegar ég var að snorkla voru fiskar sem vöktu athygli mína og ég fór að synda til þeirra með útréttar hend- ur. Síðar kom í ljós að þetta voru pyrena-fiskar. Sem betur fer vissi ég það ekki og þeir átu mig ekki. Ég hefði eflaust drukknað hefði ég vit- að það,“ segir hann og hlær. Áður en Jóhann fór til Mexíkó var hann í nokkra daga í London, uppáhaldsborginni sinni. Þar stund- ar hann leikhús og bókabúðir. Í Cancún dvelja þau hjónin í hálfan mánuð. Því næst verða þau í viku til viðbótar í fríi, líklega í Suður Ameríku. Að sögn Jóhanns eru tvær ástæð- ur fyrir vetrarfríunum. „Mér finnst janúar vera erfiðasti mánuður árs- ins. Annars vegar út af myrkrinu og svo er veðrið iðulega leiðinlegt. Svo er þetta algjört lykilatriði fyrir mig því ég er mikið vinnudýr. Til að detta ekki niður dauður eða draga úr líkunum á heilablóðfalli, hjarta- áfalli og taugaáfalli fer ég í ferðalög og safna þrekinu til að hafa afl og heilsu í vinnubrjálæðið. Þetta virð- ist ganga upp hjá mér.“ freyr@frettabladid.is Tryggðu þér 500 fyrstu sætin á ótrúlegu verði Heimsferðir kynna nú stórkostlega verðlækkun til Alicante fyrir sumarið 2004, og lægstu verð sem sést hafa nokkru sinni í sólina. Nú getur þú tryggt þér sæti á ótrúlegu verði ef þú bókar strax og tryggt þér lága verðið, því einungist takmarkað sætaframboð er á lægstu gjöldunum. Hjá Heims- ferðum fá allir toppþjónustu um borð með heitri máltíð og drykkjum. Bókaðu á vefnum og tryggðu þér lægsta verðið Lægsta verðið til Alicante með Heimsferðum sumarið 2004 30% verðlækkun til Alicante í sumar • Fyrstu 500 sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 25.790 Fargjald fyrir fullorðinn með sköttum, án VR ávísunar. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is. Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 14.470 Flug aðra leiðina, 25. apríl, með sköttum, og með VR ávísun að verðmæti 7.500. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is. Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 18.290 Fargjald fyrir fullorðinn með sköttum, að frádreginni VR ávísun að verðmæti kr. 7.500. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is. Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Ferðaþjónusta bænda – utanlandsdeild Síðumúla 13 • sími 570 2790 • fax 570 2799 8 daga ferð til Suður-Þýskalands Hér gefst einstakt tækifæri til að upplifa Suður-Þýskaland og er ferðin þægileg þar sem einungis er gist á tveimur stöðum. Upplifum Alpana, förum með kláfi upp á fjallið Nebelhorn, í dagsferð til München þar sem boðið er upp á kvöldverð og skemmtun í Hofbräuhaus, og skoðum ævintýrakastalann Neuschwanstein. Höldum áfram til Mósel þar sem farið er í siglingu og vínsmökkun. Glæsilegur kveðjukvöldverður. Fararstjóri er Inga Ragnarsdóttir. Verð: 98.000 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting með baði og morgunverði. Skoðunarferðir alla daga samkvæmt leiðarlýsingu. 5 kvöldverðir. www.sveit.is 25. mars - 1. apríl 2004 Ingólfur Guðbrandsson ferða-frömuður er ugglaust einhver víðförlasti Íslendingur allra tíma og fáir hafa jafn mikilli reynslu að miðla í sambandi við ferðalög. Enda mun hann á næstu vikum halda námskeið um það efni á Grand hóteli í Reykjavík. „Ég vil opna augu og huga fólks fyrir því undri sem heimurinn er og fræða það um fegurstu og áhugaverðustu staðina,“ segir hann. Bæði kveðst hann ætla að lýsa upplifun sinni á einstökum stöðum í öllum heims- álfum, sýna myndir þaðan og bæta við nýjustu haldbærum upplýsing- um um menningu og lífshætti. Auk þess ætlar hann að fræða fólk um undirbúning ferða og hvernig best sé að haga þeim, hvað borgi sig best og hverju beri að sleppa. Hann kveðst líta svo á að uppbyggilegar ferðir sé einn af toppum lífsgæð- anna. Nokkur misbrestur sé hins vegar á að möguleikarnir sem í ferðalögum felist séu nýttir. „Ferðalög hafa aukist en ekki að sama skapi batnað því fólk ferðast of oft óundirbúið og hugsunar- laust,“ segir hann og bætir við. „Mig langar að stuðla að því að fólk kynnist heiminum á varanlegan og áhrifamikinn hátt. Þess vegna held ég þetta námskeið.“ ■ Hvalfjarðargangan hefst á sunnudag Hvalfjarðargangan er raðganga Útivistar semhefst á Kjalarnesi á sunnudaginn, 18. janúar. Þetta er sex áfanga ganga þar sem gengið er annan hvern sunnudag. Göngunni lýkur við Þyril í Hval- firði 28. mars. Auk útivistar og hreyfingar verða rifjuð upp brot úr sögu þeirra staða sem farið er hjá. Á sunnudag verður gengið með ströndinni frá Leiðhömrum við norðanverðan Kollafjörð að Braut- arholtsborg á Kjalarnesi. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 og verðið er 1.800/2.100 kr. ■ BIBLÍUSÖGUR Á ANTIGUA Jóhann Páll á ströndinni á Antigua fyrir ári. Innfædd kona les úr biblíunni fyrir hann á milli sundspretta. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON Finnst margir ferðast hugsunarlaust um heiminn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ferðanámskeið Ingólfs: Um fegurstu og áhrifa- mestu staði heims

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.