Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 15. janúar 2004 Morten Harket, söngvarinorsku hljómsveitarinnar A-ha, er staddur á Íslandi þessa dagana. Hann á íslenska vini í Osló og kemur hingað af og til til þess að slappa af. Heimildir Fréttablaðsins herma að Morten hafi þó ákveðið að nota þessa heimsókn til þess að kynna sér ís- lenska tónlistarlandslagið og ræða við íslenska tónlistarmenn um hugsanlegt samstarf. Harket sást á götum Reykja- víkur í fyrradag en dreif sig síðan út úr bænum, enda hefur hann engan áhuga á því að spjalla við fjölmiðla. Hann stefndi þó að því að vera kominn aftur til Reykja- víkur í gærkvöld til þess að kíkja á Íslensku tónlistarverðlaunin, enda varla hægt að hugsa sér betra tækifæri til að hitta rjóm- ann í íslensku tónlistarlífi. ■ Skoðar tónlistar- landslagið MORTEN HARKET Kemur reglulega til Íslands að slappa af en hyggst þó ræða möguleika á samstarfi við íslenska poppara að þessu sinni. Það er á svona dögum sem mann langar bara til að fara út á leigu og ná sér í einhverja heilalausa mynd... og búa sér til smá heitt kakó... og sprengja sig í loft upp... Rocky

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.