Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 1
RÍKISÁBYRGÐ Frestur almennings til að skila athugasemdum til Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) vegna 200 milljón dollara ríkisábyrgðar til handa Íslenskri erfðagreiningu rennur út á morgun. Amund Utne, sem sér um málið fyrir hönd ESA, sagði í gær að ekki hefði enn borist athugasemd vegna málsins. Í stjórnartíðindum Evrópu- sambandsins, sem komu út 18. desember, auglýsti Eftirlitsstofn- un EFTA eftir athugasemdum. Utne sagði að ef athugasemdir bærust í dag eða á morgun hefðu íslensk stjórnvöld mánuð til að svara þeim. Eins og staðan er í dag er hins vegar líklegt að stjórnvöld þurfi ekki að gera það og þar með getur Eftirlitsstofnun EFTA strax hafið vinnu við að komast að niðurstöðu um lög- mæti ríkisábyrgðarinnar. ESA getur hafnað ábyrgðinni eða sett ákveðin skilyrði fyrir henni. Þann 3. maí árið 2002 samþykkti Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um að veita Íslenskri erfða- greiningu ríkisábyrgð vegna upp- byggingar lyfjaþróunar fyrirtæk- isins. Málið var mjög umdeilt. Einn þingmaður ríkisstjórnarinnar greiddi atkvæði gegn tillögunni, þrír sátu hjá og sjö voru fjarstadd- ir. Frumvarpið var samt sem áður samþykkt með 27 atkvæðum gegn 13. Samkvæmt gengi Bandaríkja- dollara í gær nemur ríkisábyrgðin nú um 14 milljörðum króna, sem jafngildir því að hver einasti Ís- lendingur er í ábyrgð fyrir um 50 þúsund krónum. Í júlí síðastliðnum tók ESA ákvörðun um að rannsaka málið vegna efasemda um að ríkis- ábyrgðin uppfyllti reglur Evr- ópska efnahagssvæðisins. Rann- sóknin beindist aðallega að því að verið væri að veita ríkisábyrgð til rannsóknar- og þróunarverkefna sem ekki væru nægilega vel skil- greind. Því væri hætta á því að ábyrgðin yrði nýtt til almenns reksturs Íslenskrar erfðagrein- ingar, sem gæti skekkt samkeppni á lyfjaþróunarmarkaðnum. Utne sagðist ekki geta svarað því nákvæmlega hvenær Eftirlits- stofnun EFTA myndi komast að niðurstöðu í málinu. Formlega hefði ESA frest allt fram í janúar á næsta ári, en líklega kæmist stofnunin að niðurstöðu í vor. trausti@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR ● 45 ára í dag ▲ SÍÐA 22 Alltaf að týna húfunni Guðjón Rúdolf: um börn og hreyfingu ● leikir ▲ SÍÐUR 30–31 börn o.fl. Börn fái daglega hreyfingu Arngrímur Viðar Ásgeirsson: til hnífs og skeiðar ● steinasteik ▲ SÍÐUR 26–29 matur o.fl. Því súrara – því betra Smári Pálsson: FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld. Fylkir mætir Fjölni klukkan 19 og Víkingar etja kappi við Framara klukkan 21. Báðir leikirnir fara fram í Egilshöll. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 16. janúar 2004 – 15. tölublað – 4. árgangur LÉST Í SNJÓFLÓÐI Karlmaður á fimm- tugsaldri lést þegar snjóflóð féll á bæ hans, innarlega á Ólafsfirði. Björgunarsveitarmenn börðust í gegnum óveður til að komast á staðinn en fundu manninn látinn. Sjá síðu 8 HÆRRA UPPLAUSNARVERÐ Fram- kvæmdastjóri ÚA segir upplausnarverð ÚA vera 18 til 19 milljarða króna. Það er tvö- falt hærri upphæð en kaupverðið sem bæjarstjórinn á Akureyri segir vera upp- lausnarverð. Sjá síðu 2 VILDU HÁLFAN MIÐNESKVÓTA Sandgerðingar gerðu tilraun til þess að ná aftur til sín hluta þess kvóta sem þeir misstu þegar HB flutti eignir Miðness á Akranes. Þeir óskuðu eftir viðræðum við Eimskip um kaup á kvótanum en var hafnað. Sjá síðu 6 GÓÐ SALA Hagnaður Landsbankans og Eimskipa af sölu sjávarútvegshluta Eim- skipa er meiri en flestir höfðu gert ráð fyrir. Hann mun þó vera í samræmi við vænting- ar Björgólfs og félaga. Sjá síðu 16 HEILBRIGÐISMÁL „Það er mikill kvíði í starfsfólki og mikill óróleiki,“ sagði Einar Oddsson, formaður starfsmannaráðs Landspítala-há- skólasjúkrahúss, eftir fund full- trúa launþegasamtaka og stéttar- félaga með trúnaðarmönnum starfsfólks í gær. Mikil samstaða var á fundinum að sögn Einars. „Það er þekkt vandamál á sjúkradeildum að þegar starfs- fólki fækkar og álagið verður of mikið geta deildirnar sprungið, sem kallað er. Í því felst að flótti brestur í starfsfólkið. Fólk óttast að það geti gerst nú.“ Einar bætti við að þótt farið væri að lögum varðandi uppsagn- irnar væri gjörðin sú sama. „Það er ástæða til að benda á að starf- semi Landspítalans snertir hverja einustu fjölskyldu í landinu,“ sagði hann. „Þetta er ekki einka- mál eins eða neins, ekki einu sinni þingmanna og ríkisstjórnar.“ Fundurinn í gær samþykkti hörð mótmæli vegna niðurskurð- ar á þjónustu og uppsögnum inn- an heilbrigðisþjónustunnar, þar sem segir að fjöldauppsagnir á stærsta sjúkrahúsi landsins muni óhjákvæmilega bitna illilega á sjúklingum. Þá var þeim eindregnu tilmæl- um beint til ríkisstjórnarinnar að „taka þegar í stað til endurskoðun- ar fyrri ákvörðun um fjárveiting- ar til LSH þannig að sjúkrahúsið geti sinnt þeirri þjónustu sem það hefur gert hingað til. Núverandi ákvörðun mun valda þjóðinni óbætanlegum skaða.“ ■ Fjölmennur fundur á Landspítala: Óttast að deildir springi 16. JANÚAR TIL 22. JANÚAR 2004birta Viltu koma á stefnumót? - stefnumótamenning á Íslandi Bla bla bla í Íslensku óperunni Hvaða lögun hefur þú? Persónuleikapróf Stjörnuspá Verðlaunagáta Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Frískleg og jarðbundin fyrirsæta vikulegt tímarit um fólkið í landinu Kristín Guðmundsdóttir ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 96 .000 E INTÖK NR . 2 . 2004 Kristín Guðmundsdóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Frískleg, flott og jarðbundin birta ● stefnumótamenning á Íslandi MUNKAR DANSA Íslamskir farandmunkar ferðast um með söng og dansi og er ætlað að iðka undirgefni, fátækt og sjálfsafneitun. Hér sjást þeir dansa á opnunarathöfn mikillar verslunarhátíðar sem var sett í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Könnunarfarið á Mars: Lagt upp í ferðalag KALIFORNÍA, AP Bandaríska könnun- arfarið Spirit er lagt af stað í leið- angur um yfirborð reikistjörn- unnar Mars. Verkfræðingum bandarísku geimferðastofnunar- innar, NASA, tókst að koma Spirit heilu og höldnu niður af lend- ingarpallinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðstöðvum NASA þegar stað- fest var að farið væri lagt af stað. „Mars er nú sandkassinn okkar og við erum tilbúin til að leika okkur og læra,“ sagði Charles Elachi, einn af stjórnendum leiðangursins. Áformað er að stýra Spirit í átt að gíg í um 250 metra fjarlægð frá lendingarstaðnum. Á leiðinni mun farið safna sýnum og leita eftir vísbendingum um það hvort ein- hvern tíma hafi verið skilyrði til lífs á Mars. ■ BÆTIR Í VIND SUÐVESTANTIL Í KVÖLD Já, og því samfara er vaxandi snjókoma á landinu öllu, fyrst þó í höfuð- borginni. Það er ískalt á landinu en hlýnar líklega á sunnudagskvöld. Sjá síðu 6. SAMSTAÐA Mikil samstaða var á fundi sem launþega- samtök og stéttarfélög efndu til með trún- aðarmönnum starfsfólks á Landspítala- háskólasjúkrahúsi í gær. Engar athugasemdir vegna ríkisábyrgðar Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki fengið neina athugasemd vegna fyrirhugaðrar 14 milljarða króna ríkisábyrgðar Íslenskrar erfðagreiningar. Málið var gríðarlega umdeilt á sínum tíma. Frestur til að skila athugasemdum rennur út á morgun. Stal veskjum: Hálft ár í fangelsi HÆSTIRÉTTUR Maður á sextugsaldri var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að stela tveimur seðlaveskjum í mars á síðasta ári. Maðurinn játaði þjófnaðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur en við refsiákvörðun var tekið tillit til þess að um „vanaafbrotamann“ er að ræða. Maðurinn hafði verið dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi skömmu áður en hann framdi brotin og hefur hlotið rúmlega 40 refsidóma fyrir margvísleg brot frá árinu 1969, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, og er samanlögð refsivist hans frá þeim tíma orðin 17 ár, eða helmingur þess tímabils. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.