Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.01.2004, Qupperneq 2
2 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR „Nei – ég trúi ekki á tilviljanir í þeim geira.“ Þuríður Hjartardóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Verðið hjá stóru olíufélög- unum hækkaði þegar bensínbirgðir Atlantsolíu kláruðust en félögin neita því að þetta tengist. Spurningdagsins Þuríður, trúirðu á tilviljanir á bensín- markaðnum? ■ Dómsmál MENNTAMÁL „Það verður að velja nemendur inn í skólann á mál- efnalegum forsendum,“ segir Þórður Kristinsson, fram- kvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu við HÍ. „Aðferðin gæti verið inntökupróf eða einhvers konar samkeppnispróf, en það er ekki búið að ákveða neitt í þeim efnum enn. Það er svo hverrar deildar fyrir sig að athuga hvort takmarka þurfi nemendafjöldann í haust. Ég geri ráð fyrir að það liggi fyrir með vorinu.“ Fjárveiting til HÍ fyrir kennslu samkvæmt fjárlögum gerir ráð fyrir að fjöldi virkra nemenda á árinu 2004 verði 5.200, en áætlað- ur fjöldi þeirra á yfirstandandi skólaári er 5.750, miðað við reynslu fyrri ára. Þórður segir að menn velti því nú fyrir sér hvort setja eigi ein- hverjar hömlur á innritun nemenda nú á vormisseri. Sumar deildir taka ekki inn nemendur á þeim tíma vegna námsskipulags. Síðan er í skoðun hvað eða hvort til frekari aðgerða þurfi að koma til að halda skólanum innan ramma fjárlaga. Hann kveðst ekki geta sagt til um hvaða deildir komi til greina ef gripið verður til slíkra takmarkana. Þá segir Þórður að forráðamenn skólans standi jafnvel frammi fyrir því að þurfa að takmarka tiltekna starfsþjálfun nemenda. „Þessar takmarkanir myndu þá stafa beint af fjárskorti,“ segir Þórður. „Við þurfum að meta hvernig ýmsar innri aðgerðir skila sér. Það er ekki vilji til að takmarka, það munum við forðast í lengstu lög.“ Háskólaráð hefur þegar sam- þykkt að öll stjórnsýsla, rekstur fasteigna og framkvæmdir fái sömu fjárveitingu og á árinu 2003, þ.e. 2,5% raunlækkun. Þá hefur verið samþykkt að gæta ítrasta aðhalds í ráðningum. Varðandi skráningu nemenda samþykkti háskólaráð að ekki verði veittar neinar undanþágur frá skráningartímabili og greiðslu skrásetningargjalds. Þá verða ekki veittar neinar undanþágur til nýskráninga og greiðslu skrásetn- ingargjalds eftir 4. júní 2004. Leit- að verður leiða til að koma í veg fyrir að nemendur skrái sig í nám- skeið sem þeir mæta svo ekki í. Hömlur verða settar á breytingar á skráningum eftir að kennsla er hafin. Skrásetningargjald verður ekki endurkræft. jss@frettabladid.is Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims: Upplausnarverð ÚA rúmir 18 milljarðar VIÐSKIPTI „Ég upplifði þetta þannig að titringur vegna sölunn- ar á ÚA var mestur fyrir utan fyrirtækið. Kaupendurnir eru harðduglegir menn sem hafa byggt upp stórt og öflugt fyrir- tæki og ég er sannfærður um að þeir eru komnir til Akureyrar til þess að gera þar góða hluti,“ seg- ir Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Brims. Guðbrandur vísar á bug gagn- rýni bæjarstjórans á Akureyri þess efnis að rekstur ÚA standi ekki undir níu milljarða kaup- verði. Kaupendur verði því að ganga á eignir. „Bæjarstjórinn hefur eitthvað misskilið þetta. Upplausnarverð ÚA er á bilinu 18 til 19 milljarðar króna.“ Nýir eigendur ÚA fóru norður í gær og þinguðu með starfsfólki ÚA. Þeir sögðu áherslubreytingar koma með nýjum eigendum en ætlunin væri að hafa áfram þá festu í starfsmannahaldi sem ein- kennt hefði ÚA undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Brims seg- ir að þrátt fyrir að fjórum sinnum á síðustu sjö árum hafi breytingar orðið á eignarhaldi ÚA hafi fyrir- tækið dafnað vel. „Í heildarveltu hefur ÚA stækkað að meðaltali um 20% á hverju ári síðan Akureyrarbær seldi sinn hlut í félaginu. Ég tel að leitun sé að sjávarútvegsfélögum sem hafa náð viðlíka árangri. Þetta félag er ekki bara kvóti, skip og hús. Við höfum hér yfir að ráða mjög góðu starfsfólki og það er fyrst og fremst þekking þess sem hefur lagt grunninn að því að ÚA er nú að mínu mati með öflug- ustu landvinnslu við Norður-Atl- antshaf,“ segir Guðbrandur. ■ Nýjar áherslur: Nýtt merki Símans VIÐSKIPTI Síminn hefur tekið í notk- un nýtt fyrirtækja- merki. Ráðist var í breytinguna eftir að Síminn ákvað að skerpa á áherslum f y r i r t æ k i s i n s vegna aukinnar samkeppni á fjar- skiptamarkmiði. Tæplega ellefu hundruð viðskipta- vinir Símans voru fengnir til álitsgjaf- ar og niðurstöður notaðar til viðmið- unar á stefnumótun. Allar verslanir Símans verða endurnýjaðar á þessu ári. Brynjólf- ur segir það gert til að mæta kröf- um viðskiptavina um að geta nálg- ast á einum stað alla vöru og þjón- ustu á sviði fjarskipta. Síminn lét gera markaðskönnun þar sem þar sem aðaláherslan var lögð á lífsstíl og gildismat viðskipta- vina. Brynjólfur segir Símann fyrsta fjarskiptafyrirtækið í heim- inum sem noti slíkar viðmiðanir í markaðsstarfi sínu. ■ Hugo Þórisson sálfræðingur Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16 og um helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. www.samskipti.org ÞÚSUND TONN AF EITURLYFJUM Tollayfirvöld í Bandaríkjunum lögðu á síðasta ári hald á yfir þúsund tonn af ólöglegum eitur- lyfjum sem reynt var að smygla inni í landið. Einnig var lagt hald á tugi milljóna Bandaríkjadala sem flytja átti út úr landinu en tollayfirvöld segja að aðallega sé um að ræða gróða af eiturlyfja- sölu. ENGIN KONA Í FRAMBOÐI Carol Moseley Braun, eina konan sem gefið hefur kost á sér í prófkjöri demókrata fyrir forseta- kosningarn- ar í nóvem- ber, ætlar að draga sig út úr slagnum og styðja þess í stað Howard Dean. Braun varð fyrst blökku- kvenna til að taka sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings. Bensínbirgðir Atlantsolíu á þrotum: Bensín hækkar í verði NEYTENDUR Stóru olíufélögin þrjú, Olís, Esso og Skeljungur, hafa öll hækkað verð á 95 oktana bensíni á sjálfsafgreiðslustöðvum á höfuð- borgarsvæðinu, skömmu eftir að bensínið kláraðist hjá Atlantsolíu. Olís reið á vaðið og hækkaði verð- ið á miðvikudag. Félögin hækkuðu bensínverðið öll um þrjár krónur og er það komið í 96,90 krónur í sjálfs- afgreiðslu. Að auki hækkaði verð- ið á sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB um rúmar þrjár krónur og fór í 95,70 krónur. ÓB er í eigu Olís. Verð hélst óbreytt á sjálfs- afgreiðslustöðvum Esso Express og Orkunni. Sem fyrr er lægsta bensínverð hjá því síðarnefnda og kostaði lítrinn þar 92,40 krónur. Atlantsolía hóf að selja 95 okt- ana bensín í síðustu viku. Sama dag lækkuðu öll olíufélögin bensínlítrann í sjálfsafgreiðslu. Hækkunin í gær kom í beinu framhaldi þess að Atlantsolíu- menn tilkynntu að bensín félags- ins væri á þrotum. Hugi Hreiðars- son, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir nýjar birgðir væntanlegar síðar í vikunni. Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri áhættustýringar- sviðs Olís, var spurður hvort ástæða hækkunarinnar væri bensínskortur Atlantsolíu. „Ég get ekki svarað þessu nema með þeim hætti að við höfum litið svo á að verðið undanfarna daga hafi verið óeðlilega lágt miðað við heimsmarkaðsverð. Hins vegar bjóðum við viðskiptavinum okkar alltaf samkeppnishæf kjör.“ ■ BENSÍNVERÐ Á SJÁLFS- AFGREIÐSLUSTÖÐUM BENSÍN- STÖÐVA Í GÆR Bensín Díselolía Atlantsolía Uppselt 35,00 Esso Express 92,50 34,90 Orkan 92,40 34,80 ÓB 95,70 40,60 Esso 96,90 41,00 Olís 96,90 40,80 Shell 96,90 41,80 BENSÍNVERÐ HÆKKAR Á NÝ Verð hjá Esso Express og Orkunni hélst óbreytt í gær. Lítrinn af 95 oktana bensíni er lægstur hjá Orkunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SÍMINN KYNNIR NÝJAR ÁHERSLUR Síminn heldur óbreyttu nafni eftir að neyslukönnun Gallups leiddi í ljós að Sím- inn er fjórða þekktasta nafn á Íslandi. NÝTT MERKI Merkið myndar bókstaðinn S og minnir einnig á þrívíddarteikn- ingu af hnetti. SPARNAÐARAÐGERÐIR Forsvarsmenn Háskóla Íslands útiloka ekki einhvers konar samkeppnispróf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TJALDURINN KOMINN TIL AKUREYRAR Það vakti athygli vegfarenda á Akureyri í gær að sjá Tjald SH 270 liggja við bryggju skammt frá Útgerðarfélagi Akureyringa. Töldu menn það táknrænt fyrir breytingar á eignarhaldi Útgerðarfélagsins en útgerð- in Tjaldur á Rifi keypti ÚA í fyrradag. M YN D /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N ■ Bandaríkin Útiloka ekki inntökupróf Forsvarsmenn Háskóla Íslands útiloka ekki inntökupróf í einstakar deildir ef til fjöldatakmarkana kemur í fleiri greinum en verið hefur. Stúdentspróf eru ekki samræmd milli skóla og því ekki nothæf til þessa. ÁKÆRA ÞINGFEST Ákæra á hend- ur karlmanni sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn drengj- um og að hafa undir höndum mikið magn barnakláms var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Þinghaldið var lokað og ekki fengust upplýsingar um hvernig maðurinn hefði svarað ákæruliðum. Kynferðisbrot: Fimmtán ára dæmdur HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykja- víkur yfir 15 ára dreng sem fund- inn var sekur um að koma fram vilja sínum gegn jafn gamalli stúlku með nauðung. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn væri ekki sekur um nauðgun. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði viljug tekið þátt í kynlífsathöfn með honum og öðrum pilti. Stúlk- an bar að hún hefði verið drukkin og full vanlíðunar og því ekki komið vörnum við gegn piltinum. Drengurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, og til þess að greiða fórnarlambinu hálfa millj- ón í bætur auk málskostnaðar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.