Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 4
4 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Verður ÚA rekið áfram á Akureyri? Spurning dagsins í dag: Munu menn ná til Mars og ganga þar um? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 27,4% 25,4% Nei 14,2%Veit ekki 33,0%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is RÍKISÁBYRGÐ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sem gagnrýnt hefur ríkisá- byrgð Íslenskrar erfða- greiningar harðlega, segir að vissulega hafi það komið á óvart að þau samtök og bankar sem hafa mótmælt ríkis- ábyrgðinni skuli ekki vera búin að senda Eftir- litsstofnun EFTA at- hugasemdir. „Ég held að almennt hafi menn ekki gert sér grein fyrir því hvaða frest þeir hafa til að skila athugasemdum,“ segir Ögmundur. „Ég held reyndar líka að fólk kjósi sér annað lestrarefni en stjórnar- tíðindi Evrópusam- bandsins. Auðvitað væri eðlilegt í tilvikum eins og þessum að Eftir- litsstofnunin auglýsti betur eftir athugasemd- um því hún ætlar vænt- anlega að úrskurða á grundvelli upplýsinga frá öllum aðilum. Ég trúi reyndar ekki öðru en að stofnunin hafi afl- að sér gagna um málið úr opinberri umræðu um það á Íslandi.“ ■ Áreksturinn hátíð miðað við siglinguna Norræna skemmdist þegar hún rakst á hafnargarð í Þórshöfn í Færeyjum. Farþegi um borð segir siglinguna frá Seyðisfirði til Þórshafnar hafa verið mjög erfiða. Verið er að rannsaka skipið og ekki víst hvenær það verður haffært. FARÞEGASKIP Unnið er að rannsókn á skemmdum sem urðu á farþega- skipinu Norrænu þegar hún lagðist að höfn í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Að sögn Kari Durhus, kynn- ingarfulltrúa Smyril Line, eru fær- eyskir sérfræðingar að skoða skip- ið til þess að meta hvort hægt sé að sigla því í slipp, en enginn fær- eyskur slippur eru nógu stór til að sinna viðgerðum á Norrænu. Norræna rakst á hafnargarð í Þórshöfn og kom rifa á skrokk skipsins. Ekki er vitað um ástæður óhappsins en Norræna var að koma í höfn eftir siglingu frá Seyðisfirði til Þórshafnar. Herdís Hjörleifsdóttir, félags- málastjóri á héraðssvæði Austur- lands, var meðal farþega í Nor- rænu og sagði hún að atvikið í inn- siglingunni hefði verið hátíð miðað við siglinguna sjálfa frá Seyðis- firði. „Við lentum í kolvitlausu veðri á leiðinni og mér skilst að vindstyrkurinn hafi mælst 42 metrar á sekúndu. Allt lauslegt var á fleygiferð í skipinu og það varð lítið um svefn. Ég reyndi að halla mér en var á fleygiferð um alla kojuna og heppin að rúlla ekki út á gólf. Kojustiginn hrundi yfir mig og stólar og annað lauslegt var á ferð og flugi. Það var allt á rúi og stúi í verslunum og veitingasal skipsins og meira að segja flösk- urnar á barnum flugu upp úr rekk- unum út á gólf. Þetta lagaðist ekki fyrr en undir morgun þegar við nálguðumst Færeyjar en áður hafði ferjan stöðvast einu sinni. Ég gat ekki betur heyrt en vélarnar stöðvuðust og í kjölfarið fór ferjan að hallast með tilheyrandi látum,“ segir Herdís. Þegar hún var spurð um atvikið í innsiglingunni í Þórshöfn sagði hún að ferjan hefði tekið á sig mik- inn hliðarvind og við það rekist utan í hafnargarðinn stjórnborðs- megin. „Við það snerist ferjan í inn- siglingunni og rakst við það tvisvar nokkuð harkalega utan í hafnar- kantinn bakborðsmegin meðan reynt var að rétta það af en stöðv- aðist síðan og virtist sitja fast.“ Herdís hældi áhöfn Norrænu fyrir skjót og skipulögð viðbrögð. „Þetta gekk allt fumlaust fyrir sig. Við vorum látin fara í björgunar- vesti og tilkynnt að björgunarbátur myndi flytja okkur í land.“ Aðspurð um viðbrögð farþeg- anna sagði Hjördís að fólk hafi að- allega verið þreytt og dasað eftir erfiða nætursiglingu. „Allir eru heilir og það er vel séð um okkur hérna í Þórshöfn,“ sagði Herdís. erlingur@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is RÍKISÁBYRGÐ Guð- mundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgð Ís- lenskrar erfðagrein- ingar á Alþingi, undrast að þau fjöl- mörgu samtök og einstaklingar sem mótmæltu ábyrgð- inni á sínum tíma skuli ekki fylgja máli sínu. „Ég hélt að þetta yrði ekki mál sem myndi gleymast,“ segir Guðmundur Árni. „Ríkisábyrgðin er skýrt dæmi um það hvernig ekki á að standa að opinberri stjórnsýslu.“ Guðmundur segir að enn sé tími til að skila inn athugasemd- um þó hann sé vissu- lega skammur. Ef nið- urstaðan verður sú að þeir aðilar sem mót- mæltu samþykkt rík- isstjórnarinnar á sín- um tíma sendi ekki formlega athugasemd til Eftirlitsstofnunar EFTA hljóti það að koma á óvart. ■ EINAR ODDUR Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fram- göngu fyrirtækisins í lyfjaþróun og lyfja- framleiðslu gríðarlegt hagsmunamál fyrir íslenskt efnahagslíf. Einar Oddur Kristjánsson: Ekki hissa RÍKISÁBYRGÐ Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem greiddi atkvæði með ríkisábyrgð Íslenskrar erfða- greiningar, segist ekki hissa á því að engar athugasemdir skuli hafa borist Eftirlitsstofnun EFTA vegna málsins. „Samþykktin á sínum tíma snerist um það að fjármálaráð- herra fengi vald til að veita þessa ríkisábyrgð,“ segir Einar Oddur. „Ég treysti honum til þess þá og geri það núna. Það hefur engin breyting orðið á minni afstöðu.“ Hann segir framgöngu fyrir- tækisins í lyfjaþróun og lyfja- framleiðslu vera gríðarlegt hags- munamál fyrir íslenskt efnahags- líf. Vegna þessa og vegna þess hversu vinnustaðurinn sé fjöl- mennur, með fjöldann allan af há- menntuðu starfsfólki, hafi ríkis- stjórnin talið mikilvægt að veita því ríkisábyrgð. ■ Afsláttur • Afslátt ur • Afslá ttur • Afs láttur • sláttur • Afsláttur • Afslátt ur A Afsláttur • Afsl láttur • A fsláttur • Afsláttu r • Afslát tur • Afs Ótrúlegt verð á skeifum og hóffjöðrum frá Mustad Lynghálsi 4 • Sími: 567 3300 Opið virka daga 9-18 w w w . h e s t a r o g m e n n . i s Líttu við – frábær tilboð á fjölmörgu m vörute gundum Úlpur ● R eiðbuxur á börn og fullorðna ● Flíspe ysur ● S kór ● Re iðstígvél Hjálmar ● Reiðtygi ● Hófhlí far ● Ha nskar ● Bækur Myndbön d og mar gt fleira Laugarda g 10-16 o g sunnud ag 12-18 60% Undirskriftum safnað: Andmæla byggingu MÓTMÆLI Rúmlega þúsund Mos- fellingar undirrituðu mótmæla- skjal gegn byggingu sundlaugar við Lágafellsskóla. Þeir vilja fremur að lokið verði uppbygg- ingu almenningssundlaugar á Varmársvæðinu. Undirskriftirnar voru afhentar Ragnheiði Rík- harðsdóttur bæjarstjóra og þess farið á leit að áherslum yrði breytt. Gunnlaugur B. Ólafsson, einn þeirra sem stóðu að undirskrifta- söfnuninni, gagnrýnir hvernig staðið hefur verið að undirbúningi málsins og segir að ekki hafi ver- ið haft samráð við þá sem málið snertir, svo sem Aftureldingu. ■ UNDIRSKRIFTIR AFHENTAR Bæjarstjóri tók við undirskriftum. Ögmundur Jónasson um ríkisábyrgð: Kemur á óvart Guðmundur Árni um ríkisábyrgð: Undrast aðgerðarleysi ÖGMUNDUR JÓNASSON Segist ekki trúa öðru en að ESA hafi aflað sér gagna um málið úr opinberri umræðu á Íslandi. GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Þingmaður Samfylkingarinnar segir að það hljóti að koma á óvart ef engar athugasemdir verði sendar Eftirlitsstofnun EFTA. Fundur Atlantsolíu og Samkeppnisstofnunar: Telja brotið gegn samkeppnislögum NEYTENDUR Fulltrúar Atlantsolíu funduðu með starfsmönnum Sam- keppnisstofnunar í gær. Atlants- olíumenn telja verðlækkanir Orkunnar á stöðvum í næsta ná- grenni við stöðvar Atlantsolíu ekki standast samkeppnislög og vilja að Samkeppnisstofnun láti til sín taka. Atlantsolía hóf að selja dísil- olíu við birgðastöð félagsins í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Orkan brást við með því að lækka dísilverð á stöð sinni í næsta ná- grenni en ekki á öðrum stöðvum félagsins. Í síðustu viku hóf svo Atlantsolía að selja 95 oktana bensín í Kópavogi. Um leið lækk- uðu hin olíufélögin bensínverð. Orkan var með ódýrasta bensínið en mest var lækkunin á stöðinni við Skemmuveg. Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri Atlantsolíu, segir fulltrúa Samkeppnisráðs hafa verið mót- tækilega fyrir skoðunum Atlants- olíumanna. „Það liggur engin niðurstaða fyrir eftir fundinn nema að málið verður skoðað af Samkeppnisráði.“ ■ NORRÆNA Í FÆREYJUM Miklar skemmdir urðu á Nor- rænu þegar hún rakst utan í hafnarkantinn. NÝ BENSÍNSTÖÐ ATLANTSOLÍU Í HAFNARFIRÐI Framkvæmdir eru í gangi við nýja bensínstöð Atlantsolíu í Hafnarfirði. SO SI AL U R IN /J EN S KR IS TI AN V AN G

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.