Fréttablaðið - 16.01.2004, Page 8

Fréttablaðið - 16.01.2004, Page 8
8 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Öruggur staður „Við hérna á Akureyri höfum álitið okkur nokkuð örugg í þessum efnum, með þennan mikla kvóta...“. Oktavía Jóhannesdóttir, oddviti Samfylkingar á Akureyri, í Morgunblaðinu 15. janúar um söluna á Útgerðarfélagi Akureyringa til feðga á Rifi. Guggan gul „Vestfirðingum fannst það sárt þegar útgerð Guðbjargar fluttist til Akureyrar. Ég man ekki eftir neinum samúðartóni þaðan þá.“ Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður í Frétta- blaðinu 15. janúar um sama mál. Handrukkaður? „Ég hef enga skýringu en hallast helst að því að þeir hafi farið mannavillt...“. Íbúi við Kársnesbraut í samtali við DV 15. janú- ar. Hann kærði „innrás“ nokkurra manna, vopnuðum bareflum og sveðju, á heimili sitt en DV segir að hann hafi logið til um árásina. Orðrétt Töluvert tjón á Skagaströnd: Þak féll niður vegna snjóþunga SKAGASTRÖND Hluti þaks á véla- verkstæði Karls Berndsen á Skagaströnd hrundi undan snjó- þunga aðfaranótt fimmtudags. „Húsið er nánast ónýtt sýnist mér við fyrstu sýn,“ segir Gísli Snorrason, verkstjóri á vélaverk- stæðinu, en segir erfitt að gera sér grein fyrir því í veðrinu sem hefur verið á Skagaströnd. „Þetta eru tvö hús, 300 fermetrar hvort. Þakið á öðru húsinu féll bara nið- ur. Snjórinn er svo þungur og mik- ið rok búið að vera. Tjónið er verulegt en þrír bílar eru í húsinu auk tækja og búnaðar og það skemmdist allt töluvert.’’ Fimm bátar hafa sokkið í höfn- inni við Skagaströnd síðustu daga. Snjór hefur hlaðist upp og þyngt bátana auk þess sem sjór komst um borð í þá. ■ Maður lést þegar snjóflóð féll á bæ Ofviðrið sem gekk yfir norðanvert landið kostaði einn mann lífið þegar snjó- flóð féll á bæinn Bakka í innanverðum Ólafsfirði. Fjölmennt björgunarlið fór á vettvang þegar nágrannar náðu ekki lengur símasambandi við ábúandann. SNJÓFLÓÐ Tæplega fimmtugur maður, Kári Ástvaldsson, lést þegar snjóflóð féll á bæinn Bakka í innanverðum Ólafsfirði. Snjó- flóðið kom úr gili fyrir ofan bæ- inn og hreif íbúðarhúsið með sér. Veggir hússins féllu og þakið lá í heilu lagi um tíu til fimmtán metr- um fyrir neðan bæjarstæðið. Kári var einn á bænum þegar flóðið féll. Hann var fæddur árið 1956, ókvæntur og barnslaus. Flóðið rann um hundrað metra niður fyrir húsið og alveg að fjár- húsunum, sem í voru um 300 kind- ur. Snjóflóðið var mjög stórt og rann eina 700–800 metra niður fjallið áður en það stöðvaðist fyr- ir neðan íbúðarhúsið á Bakka. Flóðið var allt að því 350 metra breitt og nokkra metra á þykkt. Íbúar á svæðinu höfðu varann á vegna viðvarandi snjóflóða- hættu og fylgdust með nágrönn- um sínum. Þegar ekki náðist í Kára voru lögreglumaður og tveir björgunarsveitarmenn frá Ólafs- firði sendir á staðinn til að huga að aðstæðum. Þeir sáu að snjóflóð hafði fallið og voru björgunar- sveitarmenn frá Ólafsfirði, Akur- eyri, Árskógaströnd, Dalvík og Skagafirði kallaðar út. Björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp úr miðnætti aðfara- nótt fimmtudags en aftakaveður var á leiðinni og menn ekki komn- ir á staðinn fyrr en um hálf fimm um morguninn. Annar hópur björgunarsveitarmanna beið við bóndabæ utar í dalnum í öryggis- skyni, ef annað snjóflóð skyldi falla þar sem björgunarsveitar- menn voru að störfum og til að leysa björgunarmenn af þegar liði á morguninn. Um 30 mínútum eft- ir að leit hófst fannst bóndinn á bænum, látinn. 300 kindur voru í fjárhúsinu að Bakka. Þak fjárhúsanna var farið að síga undan snjóþunga og var kindunum því komið í öruggt skjól annars staðar. Jón Konráðsson stjórnaði að- gerðum. Hann segir að snjóflóðið hafi líklega fallið rétt eftir klukk- an fjögur á þriðjudag. Þá var mik- ill vindur og kuldi. Talið er að bóndinn hafi látist samstundis. eb@frettabladid.is Forsætisráðherra: Snjóflóð kannað ÚTSALA - ÚTSALA Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Verðdæmi: Áður kr. Nú kr. Kápur 19.800 9.900 Skyrtur 15.900 1.990 Langermabolir 13.900 1.000 Allt nýjar vörur Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N Tryggvagata 8, sími: 552-3870. Fax: 562-3820. hefjast 19. janúar. Innritun í síma 552 3870 • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. • Einkatímar - Taltímar. • Námskeið fyrir börn BÁTAR SUKKU Fimm bátar sukku við Skagaströnd þegar sjór gekk um borð og snjó kyngdi niður. SNJÓFLÓÐ Forsætisráðherra hef- ur ákveðið að skipa sérstaka nefnd til að rannsaka orsakir og afleiðingar snjóflóðsins, er féll á bæinn Bakka í Ólafsfirði. Formaður nefndarinnar er Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri, en ásamt honum eiga sæti í nefndinni Arnar Guð- mundsson, skólastjóri Lög- regluskóla ríkisins, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráð- herra, og Smári Þorvaldsson, deildarstjóri í umhverfisráðu- neytinu, tilnefndur af umhverf- isráðherra. ■ BJÖRGUNARSVEITARMENN Á VETTVANGI Aftakaveður var á slysstað og tók það björgunarsveitarmenn hátt í fimm tíma að komast á staðinn. M YN D /Ó LA FU R Ó LA FS SO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.