Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 10
10 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa ÞORSKAFLI 2003 EFTIR MÁNUÐUM Janúar 15.955 tonn Febrúar 18.828 tonn Mars 31.545 tonn Apríl 16.160 tonn Maí 15.397 tonn Júní 12.232 tonn Júlí 11.560 tonn Ágúst 12.844 tonn September 16.414 tonn Október 18.786 tonn Nóvember 19.789 tonn Desember 16.414 tonn Heimild: Hagstofan Vinkona og krufningalæknir kölluð í vitnastúku: Mijailovic neitaði að svara fleiri spurningum STOKKHÓLMUR Mijailo Mijailovic, sem ákærður er fyrir morðið á sænska utanríkisráðherranum Önnu Lindh, neitaði að svara spurn- ingum saksóknara á öðrum degi réttarhaldanna í Stokkhólmi. „Ég ætla ekki að svara fleiri spurning- um,“ sagði Mijailovic og þagði það sem eftir var dags. Tvö vitni voru kölluð fyrir dóm- inn í gær. Eva Franchell, vinkona Lindh, sagði að Mijailovic hefði ekki sagt orð þegar hann réðst á utanrík- isráðherrann í verslunarmiðstöð í Stokkhólmi 10. september. Franchell lýsti atvikinu í smáatrið- um og lagði áherslu á að árásarmað- urinn hefði beitt afli og hörku. Henrik Druid, sem krufði Lindh, sagði fyrir rétti að hún hefði orðið fyrir allt að átta hnífstungum og banameinið hefði verið stunga í lifrina. Ákæruvaldið hætti við að yfirheyra breska sérfræðinginn Paul Whitaker, sem rannsakaði morðvopnið, þar sem framburður hans var talinn óþarfur. Búist er við því að Peter Althin, lögmaður Mijailovics, muni fara fram á að skjólstæðingur hans verði látinn gangast undir geðrann- sókn. Ef dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Mijailovic eigi við al- varleg geðræn vandamál að stríða verður hann að líkindum vistaður á geðsjúkrahúsi. ■ Ráðuneytin leysi vanda tuga geðfatlaðra Lokun Arnarholts myndi skapa mikinn vanda hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir forstöðumaður hennar. Hann kallar eftir samvinnu ráðuneytanna til að leysa búsetuvanda tuga geðfatlaðra. FÉLAGSMÁL „Ég stefni að því að setja af stað sambýli í byrjun september næstkomandi og reikna með allt að átta plássum þar fyrir geðfatlaða einstaklinga,“ sagði Björn Sigur- björnsson, forstöðumaður svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Hann hefur sett af stað nefnd sem á að skila af sér ítarlegri úttekt 15. febrúar næstkomandi. Þar eiga meðal annars að liggja fyr- ir upplýsingar um búsetuþörf geð- fatlaðra einstaklinga á svæði skrif- stofunnar. „Ég reikna með því að næsta við- fangsefni okkar verði að gera tillög- ur til félagsmálaráðuneytisins um það hvernig við munum bregðast við,“ sagði Björn. „Vitaskuld kostar líka fjármuni að reka stofnanir hjá svæðisskrifstofunni rétt eins og hjá sjúkrahúsunum. En við viljum trúa því að hið fyrrnefnda sé ódýrari lausn.“ Málefni geðsjúkra hafa verið mjög til umfjöllunar að undanförnu, meðal annars vegna hugmynda framkvæmdastjórnar Landspítala- háskólasjúkrahúss um að loka Arn- arholti. Þar dvelja nú nær 40 manns. Þáttur félagsþjónustunnar í aðstoð við geðfatlaða hefur hins vegar nokkuð verið látinn liggja milli hluta í umræðunni. „Það hryggilega í þessu er að þegar menn láta að því liggja að þeir ætli að loka Arnarholti, þar sem dvelja tugir geðfatlaðra ein- staklinga, þá búa þeir jafnframt til vanda hjá Svæðisskrifstofunni,“ sagði Björn. „Þá banka aðstandend- ur og aðrir upp á hjá henni. Lokun Arnarholts myndi alveg tvímæla- laust skapa vanda, leiðindi og sár- indi hér hjá okkur, svo ekki sé talað um fólkið sjálft og aðstandendur þess. Við höfum ekki fengið neinar aukafjárveitingar til að bregðast við. En það vita allir að þessir skjól- stæðingar verða ekki settir út á guð og gaddinn þótt mönnum sé sagt að spara.“ Samstarf ráðuneyta Björn sagðist vilja sjá samkomu- lag milli félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins um lausnir á búsetuvanda geðfatlaðra á svipaðan hátt og gerst hafi þegar stór hópur þroskaheftra var útskrif- aður af Kópavogshælinu á sínum tíma. Þá hafi menn sest niður og kortlagt þá þörf sem skapaðist við útskriftirnar. Síðan hafi verið geng- ið í að finna úrræði með samstilltu átaki. Hann sagði enn fremur að ekki lægju fyrir nýjar tölur um búsetu- þörf geðfatlaðra nú. Það væri ofan- greindrar nefndar svæðisskrifstof- unnar að vinna slíkar upplýsingar í skýrslu sinni. Hins vegar væri ljóst að ef full- nægja ætti þeirri þörf sem væri sögð liggja fyrir á geðdeildum LSH nú þyrfti fjögur sambýli til viðbót- ar. Rætt væri um rúmlega 20 manns sem biðu eftir að komast út af deild- unum og á sambýli. Þá væri gert ráð fyrir að á annan tug einstaklinga á geðdeildum LSH myndi bætast við þann hóp á næstunni. Að því er segði í nýrri áfangaskýrslu nefndar Svæðisskrifstofunnar mætti búast við að fjöldinn yrði kominn upp í 40- 45 manns á næstu vikum. Björn benti á að ekki væri nóg að finna húsnæði, það þyrfti einnig að huga að dagþjónustu og starfi fyrir fólkið. Ódýrari úrræði Björn ítrekaði að það væri afar mikilvægt að félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti kæmu sér saman um lausn fyrirliggjandi vanda geðfatlaðra. Ráðuneytin fengju síðan fjármálaráðuneytið til að skrifa upp á fjárhæð til mála- flokksins. Alþingi þyrfti að sjálf- sögðu að samþykkja tillögurnar. „Ég held að svæðisskrifstofa Reykjavíkur ætti að geta gert bú- setuúrræði fyrir þessa einstaklinga ódýrari en ef þeir dveldu á stofnun- um. Sumir þeirra geta vissulega verið svo veikir að þeir þurfi að fara inn á stofnun aftur, tímabund- ið. En engu að síður tel ég að þarna myndu sparast fjármunir til lengri tíma litið.“ Hvað varðar nýju plássin átta sem opna á í september næstkom- andi sagði Björn að búið væri að finna húsnæði undir starfsemina. Breyta þyrfti því og laga, en hann kvaðst vonast til að samningar sem væru í gangi nú þar að lútandi myndu ganga í gegn. Þá væri að lík- indum hægt að standa við septem- beráætlunina. jss@frettabladid.is FORSETA RÚMENÍU BOÐIÐ TIL DANMERKUR Ion Iliescu, forseti Rúmeníu, ætlar að þiggja boð Margrétar Danadrottningar og fara í þriggja daga opinbera heimsókn til Danmerkur um miðjan mars. Auk þess að hitta drottninguna mun Iliescu fara á fund Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra, og hitta danska þingmenn. Síðasti rúmenski leið- toginn sem heimsótti Danmörku var einræðisherrann Nicolae Ceausescu árið 1980. STARBUCKS TIL FRAKKLANDS Bandaríska kaffihúsakeðjan Star- bucks hefur opnað sitt fyrsta úti- bú í Frakklandi, landi kaffihús- anna. Fyrirtækið hóf starfsemi í Evrópu fyrir sex árum og hefur opnað fjölda kaffihúsa í Bret- landi, Sviss, Austurríki og víðar. Fjöldi franskra stórfyrirtækja hafnaði boði um samstarf við Starbucks, sem endaði með því að hefja rekstur í Frakklandi upp á eigin spýtur. BÚSETA GEÐFATLAÐRA Sléttuvegur - 9 manns Hringbraut - 8 manns Bárugata - 8 manns BJÖRN SIGURBJÖRNSSON „Ég held að Svæðisskrifstofa Reykjavíkur ætti að geta gert búsetuúrræði fyrir þessa ein- staklinga ódýrari en ef þeir dveldu á stofnunum.“ ÁKÆRUVALDIÐ Saksóknarinn Agneta Blidberg býr sig undir að sannfæra dómara og kviðdómendur um sekt Mijailos Mijailovic. Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.