Fréttablaðið - 16.01.2004, Side 12

Fréttablaðið - 16.01.2004, Side 12
12 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ELSKU KARLINN Fornir fjendur, þeir Mohammad Khatami, forseti Írans, og Abdel-Aziz al-Hakim, sem situr í íraska framkvæmdaráðinu, föðmuð- ust innilega með tilheyrandi kossum þegar þeir hittust á fundi í Teheran í Íran í gær. Skólastjóri ökuskóla æfur vegna áformaðra breytinga: Segir meirapróf verða tvöfalt dýrara ÖKUKENNSLA Umferðarstofa hefur sent ökuskólum lokatillögu vegna breytinga sem áformað er að gera vegna meiraprófs. Í tillögunni, sem er til umsagnar ökukennara er gert ráð fyrir að bókleg hlið próftaka til meiraprófs verði fært frá almennum ökuskólum og til Frumherja. Þá er áformað að fjölga ökutímum til undirbúnings prófs á vörubifreiðar úr fimm stundum í 12. Ökutímum vegna langferðabíla á að fjölga úr fimm í átta til tólf. Sigurður Gíslason, eigandi Ökuskóla SG, hefur rekið skóla sinn í 11 ár. Hann segir að verði þetta að veruleika muni kostnaður vegna meiraprófs stórhækka. „Það er ljóst að nái þessar breytingar fram að ganga þá mun kostnaður við meiraprófið hækka um 80 til 100 prósent,“ segir hann. Sigurður segir að það kosti í dag um 200 þúsund krónur að taka meirapróf en með breytingum hækki það í 350–400 þúsund. „Það felur í sér hreina aðför að skólanum að taka af okkur bók- legu prófin. Gangi þetta eftir mun ég skoða það hvort ég hætti ekki þessum rekstri,“ segir Sigurður sem kennir allt að 400 nemendum á ári til meiraprófs. ■ Fallinn þingmaður ráðinn á Hagstofu Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokks, var ráðinn á Hagstofu Ís- lands án auglýsingar. Hagstofustjóri segir að myndast hafi „framboð á fyrrverandi þingmanni“. VINNUMARKAÐUR Guðjón Guð- mundsson, fyrrverandi alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, sem féll í seinustu kosningum eftir að hafa setið þrjú kjörtímabil á þingi hefur verið ráðinn í sérverkefni á Hagstofuna. H a l l g r í m u r Snorrason hag- stofustjóri stað- festi að Guðjón hefði verið ráð- inn tímabundið til starfa á at- vinnurekstrar- deild. Aðspurður staðfesti hann að starfið hefði ekki verið aug- lýst. Hann segir að Guðjón hafi byrjað um áramótin og ráðningin sé til eins árs. „Við höfðum þörf fyrir starfs- kraft í tímabundið verkefni og þá var það niðurstaðan að þetta gæti gengið saman,“ segir Hallgrímur. Guðjón hefur mikla reynslu sem alþingismaður allt frá því árið 1991. Hann varð gagnfræð- ingur á Akranesi árið 1959 en hef- ur síðan sótt nokkur stjórnunar- námskeið. Áður en hann var kjör- inn á þing starfaði hann sem skrif- stofustjóri hjá skipasmíðastöð. „Hann starfar í sambandi við birgðaskýrslur. Við höfum verið að byggja upp þessa skýrslugerð og viljum styrkja það,“ segir Hall- grímur. Innan Hagstofunnar eru raddir uppi um að engin þörf hafi verið fyrir Guðjón í starfið sem um ræðir. Hallgrímur segist ekki hafa orðið var við urg meðal sinna starfsmanna. Starfsmaður sem fyrir var verði færður til. „Við ætlum að taka hana í ann- að, nánast og Guðjón kemur inn og fyllir þá það skarð,“ segir Hall- grímur. Hann segir að í rekstraráætl- unum Hagstofunnar sé gert ráð fyrir kostnaði vegna nýs starfs- manns þótt ráðningu hans hafi borið brátt að eða fyrir áramót. Hann segir nokkra góða kosti vera við ráðningu Guðjóns því þar með losni sá starfsmaður sem fyr- ir var. „Þarna var framboð á þessum fyrrverandi þingmanni sem í sjálfu sér er alls góðs maklegur,“ segir hann. Hagstofan er ráðuneyti með sinn eigin ráðherra. Um margra ára skeið hefur það verið Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hall- grímur segir starf sitt vera ígildi ráðuneytisstjóra og hann hafi því náið samráð við ráðherra. Að- spurður um það hvort Davíð hafi eitthvað haft að gera með ráðn- ingu flokksbróður síns vildi Hall- grímur ekkert um það segja. „Er ekki best að spyrja hann að því? Hann hefur samráð við sinn ráðuneytisstjóra og ég við minn ráðherra,“ segir Hallgrímur. Ekki náðist í Davíð Oddsson, ráðherra Hagstofu, vegna þessa máls. rt@frettabladid.is Sígarettuframleiðandi í Finnlandi: Íþróttavörur í stað tóbaks HELSINKI, AP Amer, stærsti sígarettuframleiðandi í Finnlandi, áformar að hætta framleiðslu tóbaks og einbeita sér þess í stað að íþróttavörum. Fyrirtækið ætlar að segja upp 250 starfsmönnum vegna breytinganna. Amer, sem á einkaleyfi á fram- leiðslu og dreifingu Philip Morris sígaretta í Finnlandi, stefnir að því að hætta að tóbaksframleiðslu í mars. Viðræður eru hafnar við Philip Morris um endursölu á einkaleyfinu. Amer á íþróttavörumerkin Wil- son, Atomic, Suunto og Precor. ■ „Við höfum verið að byggja upp þessa skýrslugerð og viljum styrkja það. MÚSLIMAKONA Múslimaklerkurinn Mohamed Kamal Mustafa var fundinn sekur um að hafa hvatt trúbræður sína til að beita konur ofbeldi. Múslimaklerkur dæmdur: Hvatti menn til að berja konur MADRÍD, AP Dómstólar á Spáni hafa dæmt múslimaklerkinn Mohamed Kamal Mustafa í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að skrifa bók með leiðbeiningum um það hvernig menn geti lamið eiginkonur sínar án þess að þær hljóti sjáanlega áverka. Dómurinn er skilorðs- bundinn þar sem þetta er fyrsta brot klerksins. Kviðdómur í Barcelona fann Mustafa sekan um að hafa hvatt karlmenn til að beita konur ofbeldi. Auk fangelsisdómsins var honum gert að greiða sem svarar um 190.000 íslenskum krónum í sekt. Í bókinni „Konur í íslam“, sem gefin var út fyrir þremur árum, lýsir Mustafa því hvernig hægt sé að refsa konum án þess að það sjái á þeim. ■ Vinnumarkaðsrannsókn: Fleiri án atvinnu ATVINNA Atvinnuleysi jókst frá þriðja fjórðungi síðasta árs til þess fjórða samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofunnar. 4.500 manns voru atvinnulausir, að meðaltali, þrjá síðustu mánuði síðasta árs. Atvinnuleysi mældist því 2,9% og var nokkuð meira hjá körlum, þrjú prósent, en konum, 2,7%. Á þriðja ársfjórðungi mæld- ist atvinnuleysið 2,6% Vinnuvika var að meðaltali 41,5 klukkustund. Karlar unnu að meðaltali 46,8 tíma á viku en kon- ur 35,4. ■ GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Missti vinnuna í seinustu kosningum. Því hefur nú verið kippt í liðinn. Allir 41,5 klst. Karlar 46,8 klst. Konur 35,4 klst. MEÐALVINNUVIKAN SIGURÐUR GÍSLASON Segir að tillögur um breytt fyrirkomulag ökuprófs geti leitt til allt að 100 prósenta hækkunar. HALLGRÍMUR SNORRASON Nýtti sér að fyrrverandi þingmaður var á lausu. Þríhnúkagígur: Aðgengilegur almenningi BORGARRÁÐ Borgarráð hefur falið Höfuðborgarstofu að leita eftir samstarfi við nágrannasveitarfé- lögin og Bláfjallanefnd um að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenn- ingi, en Þríhnúkar eru austur af Stóra-Kóngsgili á mörkum Reykja- víkur, Garðabæjar og Kópavogs. Í því skyni verður meðal annars stefnt að samstarfi við ferðaþjón- ustuna, náttúruverndarsamtök og umhverfisráðuneytið. Þríhnúkagíg- ur þykir einstætt náttúruundur sem flestum hefur verið hulið. Borgaryfirvöld vilja með ákvörðun sinni standa vörð um svæðið. ■ GASABORG, AP Ísraelsk yfirvöld lok- uðu landamærum Ísraels og her- numdu svæða Palestínu á Gasa- ströndinni í kjölfar sjálfs- morðsárásarinnar á miðvikudag. Þúsundir Palestínumanna komust ekki til vinnu af þessum sökum. Fjórir Ísraelar létust þegar ung tveggja barna móðir sprengdi sig í loft upp á landamærunum. Konan var liðsmaður Hamas og þótti árás- in sýna að samtökin væru að leita nýrra aðferða til að snúa á öryggis- kerfi Ísraela. Ísraelski herinn hef- ur hingað til beint athygli sinni að ungum karlmönnum og látið palest- ínskar konur að mestu afskiptar. „Andspyrnan mun halda áfram þar til fáni íslam hefur verið dreginn að húni, ekki aðeins á bænaturnum Jerúsalem heldur um allan heim,“ sagði Mahmoud Zahar, leiðtogi Hamas-samtakanna í Gasaborg þegar fregnir bárust af árásinni. Shaul Mofaz, varnarmálaráð- herra Ísraels, fyrirskipaði að landamærunum á Gasa skyldi lok- að í einn dag vegna árásarinnar. ■ JARÐARFÖR Þúsundir Palestínumanna fylgdu Reem Rai- yshi til grafar í Gasaborg. Raiyshi sprengdi sig í loft upp á landamærum Ísraels og her- numdu svæða Palestínu á Gasaströndinni. Ísraelar lokuðu landamærunum að Gasa: Þúsundir Palestínumanna komust ekki til vinnu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.