Fréttablaðið - 16.01.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 16.01.2004, Síða 16
16 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Sjávarútvegur ■ Evrópa SAMBASVEIFLA Bandarískir eldri borgarar fengu hlýjar móttökur íturvaxinna sambadansara við komuna til Ríó í Brasilíu í gær og sumir tóku létta sveiflu þrátt fyrir stafinn. Meintur netrógur og aðgerðalítil lögregla: Húðflúrari setur fé til höfuðs rógbera NETIÐ „Ég hef ákveðið að greiða þeim kvartmilljón sem gefur upp- lýsingar sem leiða rógberann á femin.is fram í dagsljósið.“ segir Sverrir Þór Einarsson, forseti Vélhjólaklúbbsins Ýmis og húð- flúrari í Kópavogi, sem borinn var þeim sökum á spjallþræði fem- in.is að hafa ásamt félögum sínum haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku og látið hana fá fíkniefni að launum. Sverrir Tattú hefur kært meintan róg til lög- reglunnar í Kópavogi en finnst sem lítið gerist í málinu. „Lögreglan í Kópavogi bíður þess að einhver komi hlaupandi til þeirra og viðurkenni glæpinn. En ég hef þó ekki gefið þá upp á bátinn og vísa hverjum þeim sem hefur þær upplýsingar sem þarf til Kópavogslögreglu. Ég mun síðan greiða verðlaunin, 250 þús- und krónur, út í hönd,“ segir Sverrir. Hann segir að þótt „rógburð- urinn“ sé leiður hafi hann þó haft þau áhrif að aldrei hafi verið meira að gera í húðflúrinu og hann hafi nú komið upp biðlista. Lögreglan í Kópavogi verst allra fregna af málinu. ■ Bankinn og Björgólfur hafa náð fyrsta áfanga Þótt ekki sé fullljóst hver hagnaður Landsbankans og Eimskipafélagsins sé af sölu Brims er hann meiri en menn bjuggust við í upphafi. Hann er í samræmi við það sem Björgólfur Guðmunds- son og Landsbankinn væntu. VIÐSKIPTI Salan á Brimi sýnir, að mati margra sérfræðinga á verð- bréfamarkaði, að sókn Lands- bankans sem ráðist var í á haust- mánuðum hefur heppnast. Yfir- takan á Eimskipafélaginu virðist ætla að skila sér til bankans bæði í hækkun á verðmæti félagsins og í þóknunartekjum og tekjum af lánastarfsemi. Það að ná yfir 20 milljörðum fyrir Brim þykir afar góður árangur í þessum viðskipt- um. Bankinn lánar um ellefu millj- arða í kaupunum á HB og ÚA, sem auka umsvif bankans. Um- fang viðskiptanna skilar bankan- um einnig ágætis þóknunartekj- um. Algeng þóknun er 1,5 til 2% fyrir söluverkefnið. Lántöku- þóknun er einnig á svipuðum slóðum. Heildarafkoman af þess- um viðskiptum til lengri tíma ræðst af getu kaupendanna til að greiða af lánunum eða gæði veða bankans vegna lánanna. Ætla má að tekjur bankans vegna viðskipt- anna nemi að lágmarki 300 millj- ónum króna. Þessi upphæð er byggð á algengum tekjum banka í svipuðum verkefnum, en raun- veruleg tala liggur ekki fyrir. Sérfræðingar á markaði gagn- rýna hversu litlar upplýsingar liggi fyrir um söluna á útgerðar- félögunum og telja það til þess fallið að skapa tortryggni. Sér- staklega í ljósi þess að stórir hlut- hafa, eins og Samson Global sem er í eigu kjölfestueigenda Lands- bankans, séu að kaupa bréf í fé- laginu á sama tíma og erfitt sé að átta sig á breytingunum á því. Greining Íslandsbanka er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þessi vinnubrögð. Þannig liggi greiðslufyrirkomulag og innbyrð- is staða fyrirtækjanna gagnvart móðurfélaginu ekki fyrir. Erfitt sé því að meta heildarávinninginn fyrir Eimskipafélagið. Hitt er þó ljóst að verðið sem fékkst fyrir fyrirtækin í Brimi er hærra en flestir bjuggust við þegar Björgólfur og félagar lögðu af stað í þennan leiðangur í haust. Meðal sérfræðinga sam- keppnisaðila Landsbankans er talað um fáránlega gott verð sem menn fái fyrir þessi félög. Kaupendurnir hafa skýrt sín sjónarmið. Grandi sér mikla samlegð með HB og kaupendur ÚA eru í sjávarútvegi af lífi og sál og töldu einstakt tækifæri á ferðinni til þess að ná afli og stærð í útgerðarrekstri. Sigur- jón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, vísar á bug full- yrðingum um að ÚA hafi verið selt á upplausnarverði eigna og kvóta. Það verð sé miklu hærra og forsendur sölunnar séu áframhaldandi rekstur í óbreyttri mynd. Upplausnar- verð ÚA er í kringum 18 milljarða króna. „Söluverðið er í takt við það hvernig við mátum fjárfestinguna þegar ákveðið var að ráðast í þessi verkefni í haust.“ Baráttan um brauðið Landsbankinn hefur beitt sér af krafti á fleiri sviðum. Hörð samkeppni er á bankamarkaði, sérstaklega í útboðum um við- skipti stórra fyrirtækja. Þannig hefur Baugur til dæmis bæst í hóp nýrra viðskipavina bankans. Samson undir forystu Björgólfs hefur skýr markmið: Að hámarka arðsemina af eigin fjárfestingu og um leið annarra hluthafa með vexti bankans innanlands og með útrásarverkefnum sem unnið er að í bankanum. Seðlabankinn hef- ur varað bankana við að fara sér ekki of geyst í útlánavexti og tel- ur áhættuálag bankanna hugsan- lega of lágt í lánaviðskiptum. Fjármálaeftirlitið undirbýr regl- ur um heimild þess til að gera kröfu um hærra eiginfjárhlutfall, telji eftirlitið að áhættustýringu útlána sé ábótavant. Sigurjón seg- ir vöxt bankans á engan hátt á kostnað áhættunnar. Hann bendir á að bankinn hafi verið að ná til sín stórum og traustum viðskipta- vinum, auk þess sem vöxtur hafi verið á öðrum sviðum í starfsemi bankans. „Menn sem hafa verið að taka lán erlendis hafa verið að taka slík lán í gegnum íslenska banka. Þetta sýnir að við erum samkeppnisfærari og getum boð- ið betra verð og þjónustu.“ Lánskjör erlendis ráðast af stærð og styrk banka. Lands- bankinn er með lökustu kjör þriggja stóru bankanna. Stjórn- endur bankans þurfa því að vera vel á verði í harðri samkeppni og vera útsjónarsamir í viðskiptum. Árangurinn af Eimskipafélags- viðskiptunum enn sem komið er bendir til þess að nýr stíll bank- ans sé að skila árangri. Líklegast er að skipafélagið verði selt og bankinn standi eftir með kjöl- festueignarhlut í Burðarási. Eftir sölu Brims er Burðarás með mikla fjármuni sem nýtast munu við frekari umbreytingar- og fjárfestingarverkefni. Björgólfur Guðmundsson hef- ur margboðað mikinn vöxt Landsbankans. Hann boðaði einnig við upphaf baráttunnar um Eimskipafélagið að markmið sitt væri að hleypa lífi í markað- inn og rjúfa stöðnuð eignatengsl. Margir drógu í efa að honum tækist að ná því markmiði að hagnast á viðskiptunum, né að hann ætlaði sér í svo róttæka uppstokkun. Eimskipafélagið hefur ekki lengur miðjustöðu fyrirtækjablokkar. Búið er að skipta upp sjávarútvegsstoð fé- lagsins. Landsbankinn og Eim- skipafélagið hafa hagnast á þess- um viðskiptum. Þessar staðreynd- ir eru vísbending um að áfanga sé náð á þessari leið. Ferðalagið mun halda áfram og búast má við áframhaldandi hræringum á fjár- málamarkaði. ■ Kviðdómendum mútað: Sýknuðu kókaínbaróna MIAMI, AP Dómstólar í Miami í Flórída dæmdu tvo kviðdómendur í fimm ára fangelsi fyrir að þiggja mútur af kókaínbarónum. Gloria Alba játaði sig seka um að hafa hindrað framgang réttvís- innar með því að þiggja sem svar- ar um tuttugu milljónum ís- lenskra króna fyrir að greiða at- kvæði gegn sakfellingu þegar réttað var yfir Sal Magluta og Willy Falcon árið 1996. Maria Penalver játaði að hafa tekið við mútum upp á sem nemur um 1,4 milljónum. Kókaínbarónarnir voru síðar dæmdir í fangelsi. ■ ÁFANGA NÁÐ Landsbankinn lagði á það mikla áherslu að kaupin á ráðandi hlut í Eimskipafélaginu væru upphafsreitur lengri vegferðar. Með sölunni á Brimi er lokið einum kafla í sögu þessara hræringa. Björgólfur og Landsbankinn geta vel við niðurstöðuna unað. Fréttaskýring HAFLIÐI HELGASON ■ skrifar um sölu Brims og árangur Landsbankans af fjárfestingunni í Eimskipafélaginu. NEW YORK Borgaryfirvöld í New York hafa verið krafin um milljarða í skaðabætur vegna ferjuslyssins á Staten Island. Ferjuslysið á Staten Island: 200 milljarða bóta krafist NEW YORK, AP Borgaryfirvöldum í New York hafa borist a.m.k. 175 kröfur sem samtals nema yfir 200 milljörðum íslenskra króna vegna ferjuslyssins á Staten Island um miðjan október í fyrra. Ellefu manns létust í slysinu. Frestur til að leggja fram kröfur rann út í gær. Aðstandendur nær allra þeirra sem fórust hafa sent formlega til- kynningu um að þeir ætli að höfða skaðabótamál. Tugir manna slösuð- ust og hafa þeir einnig farið fram á bætur. Fólkið hefur fimmtán mán- uði til að undirbúa málsókn. ■ VEIDDU 87.900 TONN Íslensk skip veiddu 87.900 tonn í síðasta mánuði, en það er 14.600 tonnum minna en í desember 2002. Botn- fiskafli var 31.100 tonn, þar af þorskafli 16.400 tonn eða tæpum 3.000 tonnum minna en árið áður. 26.000 tonn veiddust af síld. MINNA AFLAVERÐMÆTI Afla- verðmæti Eskju nam nær 1.400 milljónum króna á síðasta ári. Það er tæpum 400 milljónum minna en aflaverðmætið 2002 og dróst afli saman um 11.000 tonn milli ára. Loðnuafli dróst saman um helming en kolmunnaveiði jókst um þrjá fjórðu hluta aflans 2002. EINS MILLJARÐS SAMDRÁTTUR Aflaverðmæti skipa Samherja nam 5,4 milljörðum króna á síð- asta ári. Það er rúmum milljarði lægri upphæð en árið áður þegar aflaverðmætið nam 6,6 milljörð- um króna. Helstu ástæður lækk- andi aflaverðmætis er sterk króna og lægra afurðaverð er- lendis. SVERRIR ÞÓR EINARSSON Kærði femin.is til Kópavogslögreglu fyrir viku síðan. HUTTON-SKÝRSLAN VÆNTANLEG Skýrsla Huttons lávarðar um nið- urstöður rannsóknar á dauða breska vopnasérfræðingsins Davids Kelly verður gerð opin- ber 28.janúar. Skýrslan verður lögð fyrir breska þingið og greint frá niðurstöðunum í sjónvarpi. Kelly svipti sig lífi í júlí á síðasta ári eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði verið heimild- armaður BBC í frétt um vopna- eign Íraka.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.