Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 18
Mér fannst skrítið að heyra bæj-arstjórann á Akureyri taka óstinnt upp þá ákvörðun Eimskips að selja Útgerðarfélag Akureyringa til feðga vestan af Rifi. Auðvitað er skiljanlegt að Akureyringar séu ugg- andi á þeim tímamótum að jafn stórt og mikilvægt fyrirtæki í bæjarfélag- inu skipti um eigendur. Þeir þekkja nýju mennina ekki vel og búa ekki að þeirri reynslu af samskiptum við þá að þeir geti metið með hvaða hætti þeir muni stýra fyrirtækinu. En það er eftir sem áður undarlegt að flest- allir talsmenn Akureyringa – þing- menn, forráðamenn fyrirtækja með aðsetur á Akureyri, bæjarfulltrúar og bæjarstjóri – skuli líta á kaup þessara manna vestan af Rifi sem illan verknað. Akureyringar hafa Íslendinga lengsta reynslu af byggðasjónar- miðum í viðskiptum. Kaupfélag Ey- firðinga drottnaði yfir atvinnulífi bæjarins áratugum saman. Kaupfé- lagið stofnaði til margra atvinnu- tækifæra en fyrirferð þess varð einnig til þess að öðrum aðilum reyndist erfitt að fóta sig með ný fyrirtæki á Akureyri. Kaupfélagið varði styrka stöðu sína og gat verið óvægið í samkeppni. En Akureyr- ingar sjálfir gátu einnig ýkt þessa stöðu með tortryggni gagnvart utan- aðkomandi aðilum – sem vegna stöðu KEA voru eiginlega allir aðrir en KEA. Þessi staða varð Akureyri ekki til framdráttar. Það má jafnvel merkja það á bænum í dag að hann hefur gengið í gegnum endurnýjaða lífdaga eftir að KEA dró sig út úr at- vinnustarfsemi. Það er meiri kraft- ur í bæjarfélaginu nú en þegar stærsti hluti vinnuaflsins var að súta skinn eða sinna öðrum verk- smiðjustörfum fyrir KEA. Ég er því ekki viss um að það sé sjálfgefið að það sé verri kostur fyrir Akureyri að utanbæjarmenn kaupi Útgerðarfélagið en KEA eign- ist það. KEA er ekki vitlausara en svo að það láti viðskiptaleg sjónar- mið ráða rekstri sínum. Og það er ekkert fyrir fram sem bendir til að hinir nýju eigendur hafi aðrar ráða- gerðir í rekstrinum en sem henta bæjarfélaginu. Akureyringar sjálfir tóku þá ákvörðun að selja hlut bæj- arins í Útgerðarfélaginu á sínum tíma og síðan hefur sá hlutur gengið kaupum og sölum. A sama tíma hef- ur fyrirtækið eflst; breyst úr veikri bæjarútgerð í nútímalegt sjávar- útvegsfyrirtæki – og bæjarfélagið hefur hagnast á þeim breytingum. Markmið sveitarstjórnarmanna á Akureyri ætti ekki að vera mjög ólíkt markmiðum stjórnvalda á landsvísu; að búa atvinnulífinu svo góð almenn skilyrði að þau laði að atvinnurekstur hvaðanæva að. Ef menn eru tilbúnir að selja heima- mönnum fyrirtæki á lægra verði en utanaðkomandi eru þeir jafnframt að gera minni kröfur til heima- manna. Slíkt mun á endanum geta af sér veikara atvinnulíf og daufara samfélag. ■ Gríðarlegar umræður hafaverið um Halldór, bók Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Egill Helgason blandar sér í umræðu um bókina í grein á heimasíðu sinni http://www.strik.is/frett- ir/politik.ehtm en greinin birtist fyrst í DV. Þar segir hann meðal annars að viðtökur við bókinni hafi verið móðursýkislegar og þráhyggjukenndar: „Og það er ekki næstum búið. Það er óskap- legt að heyra menn tala um rit- þjófnað, lögbrot, dómstóla og rannsóknarnefndir (líklega í beinni útsendingu í Víðsjá). Nú á rektor helst að áminna Hannes - eða hreinlega reka hann! Fræði- mannsheiður hans er sagður ónýtur. Erfingjar skáldsins hóta að fara burt frá Eddu. Þetta eru ofboðsleg viðbrögð og langt um- fram það sem bókin gefur tilefni til. Einu sinni skrifaði Hannes sprenghlægilega grein sem hét „Má Þorsteinn Thorarensen ekki gefa út vondar bækur?“ Jú, auðvitað mátti hann það. Ég er ekki að segja að Hannes hafi sett saman svo afskaplega slæma bók en hún er gölluð. Hún verðskuldar ekki rannsókn- arrétt en hann verður að taka til sín þá gagnrýni sem hann á skil- ið. Víða í bókinni fer hann alltof nálægt textum Halldórs; það er á engan hátt refsivert en ekki áhugavert. Hann gerist sekur um missagnir sem hefði verið auðvelt að komast hjá. Að sumu leyti má segja að bókin sé ekki fullkláruð; það er búið að draga saman mikið efni en á köflum á eftir að skrifa hana.“ Næsta bindi verður prófraun Í grein sinni víkur Egill talinu að næsta bindi verksins, Lax- ness og segir: „Sagan sem mig langar að heyra Hannes segja hefst í reynd ekki fyrr en í næsta bindi. Margt í fræðunum um Laxness er skelfing marg- tuggið. Ég er ekki viss um að hann hafi margt að segja um skáldskapinn sem bætir ein- hverju við. Kvennafarssögur sem slaga upp í að vera hundrað ára eru mátulega spennandi. Hnyttin tilsvör og sögur af skrítnum körlum og kerlingum held ég að Hannes ofmeti sem skemmtiefni. Ef til vill hefði Hannes ein- faldlega mátt láta vera að rekja bernsku og mótunarár Kiljans, heldur einbeita sér að því að setja saman einhvers konar póli- tíska ævisögu hans - HKL með öld öfganna að baksviði. Til þess hefur hann menntunina og sinn einbeitta vilja. Næsta bindi verður prófraun. Það er tími Búkharínréttarhaldanna, finna- galdursins, griðasáttmálans, gúlagsins, Ungó, atómsprengj- unnar, hersins og Nató. Sá hluti bókarinnar verður að standast ítrustu kröfur; það verður farið fram á túlkanir og grimma ana- lýsu - það verður ekki tekið gilt að segja að lesandinn muni túlka sjálfur. Þarna verður líka að koma fram eitthvað nýtt. Von- andi verður þá efni bókarinnar til umræðu en ekki að Hannes skrifaði hana.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um byggðasjónarmið og viðskipti. Hlerað á Netinu EGILL HELGASON ■ segir viðbrögð við bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness vera langt umfram það sem bókin gefur tilefni til. 18 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það var sérkennileg reynsla aðfara um á Akureyri síðdegis á miðvikudag. Flestir sem á vegi manns urðu voru þungir á brún og alvarlegir líkt og stórslys hefði orðið. Slysið var þó í raun ekki annað en það að ÚA, fyrirtæki staðsett á Akureyri, sem verið hafði í eigu auðmagnsins í Reykja- vík, hafði verið selt til annarra auðmagnseigenda í höfuðborginni. Landsbankinn hafði fyrir hönd Eimskipafélagsins /Brims selt Út- gerðarfélag Akureyringa feðgun- um sem standa að útgerðarfyrir- tækinu Tjaldi. Ekkert liggur enn fyrir opinberlega um það hvað þeir Tjaldsfeðgar hyggj- ast fyrir með þetta fyrirtæki og raunar hafa komið fram vísbendingar um að þeir hyggist reka það áfram á Akur- eyri. Sé það tilfellið er í raun ekki um neina grundvallarbreytingu að ræða og áhyggjur bæjarbúa á Ak- ureyri óþarfar. En áhyggjurnar eru þó skiljanlegar. Hjá ÚA eru á þriðja hundrað störf í húfi og það munar um slíkt. Fráleitt er þó að menn láti pirring vegna þessa beinast að hinum nýju eigendum – þeir voru einfaldlega að kaupa fyrirtæki sem var til sölu. Rætt við „heimamenn“ Áhyggjur Akureyringa af þessu máli tengjast ekki síst þeim samræðum sem höfðu verið í gangi við „heimamenn“, en KEA svf. taldi sig vera í viðræðum við Landsbankann þegar síðan var gengið frá sölunni til annarra með hraði. KEA hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna máls- ins og Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri hefur gert opinberlega athugasemd við vinnubrögð Landsbankans í málinu. Á götum, í verslunum og í kaffitímum á vinnustöðum á Akureyri hafa menn einmitt undrast þessa fram- göngu nokkuð og talað um að engu líkara hafi verið en að Landsbank- inn hafi opnað nætursölu til að selja fyrirtækið. Athyglisverð er sú umræða og sú spurning sem bæjarstjórinn varpaði fram í fréttum í fyrrakvöld, að þessi atburðarás vekti upp spurningar um „samfélagslegar skyldur“ fjár- málastofnana. Hér er hann að ýja að kröfu og hugmynd sem vissu- lega hefði verið hægt að gera með miklu skýrari hætti á Landsbank- ann þegar hann var ríkisbanki og í „leigu þjóðarinnar“. Eftir einka- væðingu ríkisbankanna, er ekki eins augljóst að þeir beri slíka ábyrgð. Ábyrgðin beinist nú að því – gott ef það er ekki beinlínis laga- leg skylda stjórnenda – að tryggja hag hluthafa bankans ávaxta fjár- festingu þeirra. Einkavæddir bankar eru ekki í samfélagsþjón- ustu. Þeir eru í bissness. Eflaust hefur Landsbankinn í umsýslu sinni í kringum þessa sölu talið sig vera að tryggja hagsmuni bankans og umbjóðanda síns Eimskipafé- lagsins með því að standa að mál- inu á þann hátt sem hann gerði. Í öllu falli er ljóst að eftir einka- væðingu lúta stóru bankarnir al- mennum lögmálum markaðar, þar sem kaup og sala ræðst af hagnað- arsjónarmiðum, en ekki samfé- lagslegum þörfum einstakra bæj- arfélaga á Íslandi. Spurning Krist- jáns Þórs Júlíussonar um samfé- lagslega ábyrgð bankastofnana er vissulega áhugaverð og eðlilegt að ræða hana (t.d. í tengslum við mál- efni sparisjóðanna), en óneitan- lega ber hún keim af veröld sem var og að menn séu svona smá saman að átta sig á því til fulls hvað felst í einkavæðingu bank- anna og alræði markaðsaflanna. Mörg andlit markaðarins En markaðurinn hefur mörg andlit. Davíð Oddsson hefur ein- mitt bent á það með eftirminnileg- um hætti. Hafi Landsbankinn mis- boðið bæjarstjóranum með vinnu- lagi sínu er eðlilegt að bæjarstjór- inn flytji viðskipti sín og jafnvel viðskipti bæjarfélagsins í annan banka. Ekki kemur á óvart að KEA skuli flytja sín viðskipti, sem eru veruleg og langvinn, úr bankanum eftir þetta. Komi í ljós að bæjar- stjórinn og stór hópur Akureyr- inga telji, þegar upp er staðið, að bankinn hafi borið fyrir borð sam- félagslega hagsmuni, fær mál- flutningur þeirra fyrst vægi ef honum er sýnt fram á að það geti verið kostnaðarsamt fyrir fjár- málastofnanir að taka ekki tillit til slíkra þátta. Landsbankaútibúin á Akureyri hafa skilað bankanum hundruð milljónum í hreinan hagnað á ári. Ólíklegt er annað en að Landsbankinn hafi gaumgæft þessa hagsmuni líka þegar ákvarðanir voru teknar í söluferl- inu og bankinn tryggt að ÚA yrði áfram í bænum. Því ef fyrirtækið verður leyst upp, er augljós hætta á að Akureyringar fari í hópum að fordæmi Davíðs og færi viðskipti sín. Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindunni á næstunni, ekki síst hvort bæjar- stjórinn og bæjarbúar telji ástæðu til að benda Landsbank- anum á að það geti verið dýr- keypt að taka ekki tillit til „sam- félagslegra hagsmuna“ og svo hvernig og hvort bankinn þurfi yfirleitt að bregðast við slíkum ábendingum. Þetta dæmi sýnir okkur hins vegar enn og aftur að sá tími er kominn á Íslandi, að varsla samfélagslegra hagsmuna hefur verið markaðsvædd – eins og annað. ■ Óánægja með Svína- súpuna Pétur hringdi: Pétur hringdi og vildi lýsaóánægju sinni með þáttinn Svínasúpuna sem sýndur er á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Sér- staklega vildi hann nefna atriðið með Auðunni Blöndal í gróður- húsinu og segir blótsyrðin með ólíkindum. Pétur sagðist ekki vilja láta bjóða sér og sinni fjöl- skyldu önnur eins blótsyrði og þarna fóru fram. Hann sagðist eiga tvo unglinga sem horfi reglulega á 70 mínútur á Popp Tíví. Þeim hafi ekki fundist þetta atriði fyndið. ■ ■ Bréf til blaðsins Móðursýkislegar og þráhyggju- kenndar viðtökur Nýir menn í bænum ■ Þetta dæmi sýnir okkur hins vegar enn og aftur að sá tími er kominn á Ís- landi, að varsla samfélagslegra hagsmuna hef- ur verið mark- aðsvædd... ÚTSALA 20-50% afsl. Nýtt kortatímabil Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um söluna á ÚA og gagnrýni á Landsbankann. Samfélagslegir hagsmunir Aðsendar greinar Fréttablaðið tekur við aðsendumgreinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 3000 til 3.500 slög með bilu í word count sem má finna undir liðnum tools í word-skjali. Senda skal greinarnar á netfangið rb@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að velja og hafna – og stytta greinar. ■ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON „Ég er ekki að segja að Hannes hafi sett saman svo afskaplega slæma bók en hún er gölluð. Hún verðskuldar ekki rannsóknarrétt en hann verður að taka til sín þá gagnrýni sem hann á skilið.“ FR ÁT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.