Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 22
22 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Áþessum degi fyrir 12 árum, árið1991, tilkynntu talsmenn Hvíta hússins að aðgerðin Operation Des- ert Storm væri hafin með áætlun um að flæma hersveitir Íraka frá Kúvaít. Bandaríkjaher hóf síðan öflugar sprengjuárásir á „úrvals- sveitir“ Saddams Hussein í Kúvaít og skotmörk í Írak. Persóflóastríðið hafði verið yfir- vofandi um nokkurt skeið og vonir manna um friðsamlega lausn á deil- unni urðu að engu þegar Eyðimerk- urstormurinn byrjaði að blása. Nafn tomahawk-stýriflauganna stimplaðist í kjölfarið inn í sameig- inlegan orðaforða heimsbyggðar- innar en Bandaríkjamenn beittu þeim óspart áður en þeir stigu á land í Kúvaít. Hernaðarsérfræðingar efuðust aldrei um sigur Bandaríkjamanna í átökunum en Hussein var hvergi banginn og lýsti því ítrekað yfir að milljón manna her sinn væri reiðu- búinn til að berjast til síðasta blóð- dropa. Hann væri búinn undir mik- ið mannfall en gæti barist árum saman. George Bush eldri var forseti Bandaríkjanna þegar átökin brut- ust út en hann hét þjóð sinni því að hörmungar Víetnamstríðsins endurtækju sig ekki við Persaflóa. Árásirnar yrðu þungar og snöggar og Bandaríkin beittu fullum her- styrk sínum. ■ 10.30 Halldór Sigurgeirsson lögfræð- ingur, dalarheimilinu Grund, verð- ur jarðsunginn frá Grensáskirkju. 13.30 Finnbogi Gunnar Jónsson, Drápuhlíð 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöð- um, Laugarnesvegi 94, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.30 Kristín Elísabet Benediktsdóttir Waage, Gnoðarvogi 64, verður jarðsungin frá Langholtskirkju. 13.30 Sigurður Ágúst Hafsteinn Jóns- son, hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju. 14.00 Ása Gunnlaugsdóttir frá Syðra- Kolugili, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Jón Þorvarðarson, Vindási, Rangárvöllum, verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum. 15.00 Guðjón Ásberg Jónsson mynd- skeri, Núpalind 6, Kópavogi, verð- ur jarðsunginn frá Digraneskirkju. 15.00 Steingrímur Arason verkfræðing- ur, Kópavogsbraut 1c, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu. 15.00 Valgeir Matthías Pálsson, Brekkubyggð 7, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í Reykjavík. Það hefur oft komið fyrir í 25 árasögu verslunarinnar að við höf- um fengið mikið af bókum og ritum gefins eða fyrir lítinn pening og ætli það megi ekki bara segja að við séum að þakka fyrir okkur með því að koma þessu áfram,“ segir Ari Gísli Bragason fornbókasali en hann og félagar hans ætla að gefa viðskiptavinum sínum eitthvað í kringum 10.000 bækur um helgina. Bókavarðan hefur verið með bókamarkað við Hlemmtorg frá því skömmu fyrir jól. Markaðinum lýkur á sunnudaginn og þar sem ekki er pláss fyrir bókalagerinn þar í höfðustöðvunum við Vestur- götu hefur verið ákveðið að gefa allt heila galleríið. „Íslandsbanki er búinn að selja húsnæðið þannig að þessu er að ljúka hjá okkur en við erum að spá í að leyfa hverjum og einum að taka á bilinu 15 til 20 bækur svo þetta dreifist svolítið,“ segir Ari Gísli sem á allt eins von á að „búlla“ verði opnuð í húsinu þegar bækurnar eru farnar. „Það hefur safnast upp gríðarlegt magn bóka hjá okkur í gegnum árin og þessir 350 fermetrar á Vesturgötunni eru yfirfullir þannig að bækurnar fara ekki þangað en það er bara gott ef þetta gleður einhvern.“ Á Hlemmi má finna bækur úr nánast öllum greinum skáldskapar og fræða, ævisögur og rit um and- leg málefni, guðspeki og andatrú. Þá er vitaskuld gott úrval af ljóða- bókum á markaðnum og bunkar af gömlum íslenskum tímaritum þannig að það gæti borgað sig að kíkja á Ara Gísla og félaga um helgina en þeir byrja að gefa bæk- ur strax í dag. ■ Fornbækur FORNBÓKAMARKAÐUR BÓKAVÖRÐUNNAR ■ hættir á sunnudaginn. Það er hvergi pláss fyrir lagerinn þannig að gestir og gangandi sem koma við á Hlemmi mega hirða bækur í tugavís um helgina. Gefur tíu þúsund bækur Ég verð að moka snjó,“ segirGuðjón Rúdolf Guðmunds- son, tónlistarmaður sem er 45 ára í dag. Guðjón er búsettur í Árósum í Danmörku og þar er veturinn mættur. „Það lítur út fyrir að það komi lægð inn og gusi einhverju hvítu á okkur. Þar sem ég vinn á elliheimili þarf ég að halda snjófríu fyrir gamla fólkið.“ Snjómoksturinn kemur þó ekki alveg í veg fyrir að haldin verði veisla. „Ég ætla að fresta afmælinu um hálft ár og halda veislu í júlí. Ég nenni ekki að standa í vetrarveislum. Þar fyrir utan er ég svolítið bundin af vinnunni minni og get ekki leyft mér neitt nema rósir núna.“ Eftirminnilegasta afmæli Guðjóns var árið sem hann ætl- aði ekki að halda upp á afmælið sitt. „Það var búið að skipuleggja óvænta veislu á 22. Ég ætlaði ekki að fást til að fara út úr húsi, en konan fékk mömmu til að koma yfir og draga mig í föt. Maður hlýðir alltaf mömmu sinni. Það var svo mamma sem dró mig niður á 22 þar sem voru blöðrur og kokteilar og mikil veisla í gangi.“ Guðjón gerði hér allt vitlaust á síðasta ári með laginu sínu Húfan sem hann sagði vera framlag til bindindisbaráttunnar á Íslandi. Nú er hann að leggja síðustu hönd á nýja plötu með dönsku félögunum sínum í hljómsveitinni Krauka sem er væntanleg um miðjan febrúar. Þetta er önnur plata þeirra fé- laga sem hafa spilað saman í fjögur ár. „Við spilum á endur- gerð hljóðfæri frá víkingatíma- bilinu. Vinkona mín, Ingibjörg Gísladóttir sögukona, fékk þá hugmynd að hafa tónlist undir með sögum. Þegar við heyrðum hvernig þetta hljómaði má segja að við höfum ánetjast tónlistinni. Eftir að við smíðuðum hljóðfær- in höfum við leyft þeim svolítið að ráða ferð vegna þess að þau eru svo takmörkuð. Það er samt merkilegt hvað er hægt að spila þessi gömlu þjóðlög á þau.“ Að sjálfsögðu var ekki hægt að sleppa Guðjóni án þess að spyrja hvort hann væri búinn að finna húfuna sína. „Ég er alltaf að týna þessum húfum,“ svaraði hann. Vonandi finnur hann ein- hverjar þeirra aftur í snjónum í Danmörku. ■ Afmæli GUÐJÓN RÚDOLF GUÐMUNDSSON ■ er 45 ára. Mokar snjó í dag á elliheimilinu. AALIYAH Þessi efnilega R&B söngkona fæddist á þessum degi árið 1979 en hún lést í flugslysi árið 2001. 16. janúar ■ Þetta gerðist 1547 Ívan grimmi er krýndur Rúss- landskeisari. 1759 The British Museum opnar. 1920 Charlie Chaplin frumsýnir myndina The Kid. 1925 Leon Trotsky var rekinn úr formannsstóli Rússneska byltingarráðsins. 1944 Dwight D. Eisenhower, hers- höfðingi og síðar forseti Banda- ríkjanna, tók við yfirstjórn herja Bandamanna. 1970 Muammar el-Quaddafi verður forseti Líbíu. 1992 Yfirvöld í El Salvadaor og upp- reisnarmenn undirrita friðarsátt- mála í Mexíkó og 12 ára borg- arastríði lýkur. EYÐIMERKURSTORMUR ■ Bandaríkjamenn tilkynntu að aðgerðin Desert Storm væri komin í gagnið og í kjölfarið beittu þeir herafla sínum af fullum þunga til að koma herliði Íraka frá Kúvaít. 16. janúar 1991 Ég er alltaf að týna þessum húfum Aðalheiður Eyjólfsdóttir frá Stokkseyri lést þriðjudaginn 13. janúar. Friðrik Ingólfsson, Laugarhvammi, Tungusveit, lést sunnudaginn 11. janúar. Guðbjörg María Sigfúsdóttir frá Stóru- Hvalsá, Hrútafirði, lést þriðjudaginn 13. janúar. Guðmundur Gíslason brúarsmiður lést þriðjudaginn 13. janúar. Guðrún Jónsdóttir, Akurgerði 17, lést mánudaginn 12. janúar. Jónína G. Baldvinsdóttir, Bræðraborg- arstíg 23A, Reykjavík, lést mánudaginn 12. janúar. Sigríður Árnadóttir frá Burstafelli í Vest- mannaeyjum lést mánudaginn 12. janúar. Þórhildur Þórðardóttir lést mánudag- inn 5. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R O p i ð l a u g a r d a g f r á k l . 1 2 - 1 8 o g s u n n u d a g f r á k l . 1 3 - 1 7 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .5 GUÐJÓN RÚDOLF GUÐMUNDSSON Sló í gegn með laginu Húfan en er nú að spila á endurgerð hljóðfæri frá víkingaöld. Gunnar Kvaran, sellóleikari er 60 ára í dag. EIVÖR PÁLSDÓTTIR Hún kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum og fer heim til Færeyja með verðlaun sem besta söngkonan og besti flytjandi í popptónlist 2003. ??? Hver? Ég er tónlistarkona. Ég hef gaman af tónlist og list og búin að vinna í því síðan ég var 16 ára. ??? Hvar? Ég er í Danmörku, á leiðinni heim til Færeyja þar sem ég verð í smá stund. ??? Hvaðan? Úr Götu, sveit í Færeyjum. ??? Hvað? Ég hef verið í Færeyjum að vinna í ýmsu varðandi tónlist. ??? Hvers vegna? Ég þarf á tónlist að halda. ??? Hvernig? Því þegar ég sem lag, sem ég er ánægð með og spila og það gengur vel, gerir það mig glaða. ??? Hvenær? Eiginlega alltaf. Núna þarf ég smá tíma til að semja nýja tónlist og æfa mig. ÓVINUR BUSH FEÐGA NÚMER EITT Saddam Hussein storkaði örlögunum og Bandaríkjamönnum með því að senda herlið inn í Kúvaít. George Bush eldri, þá- verandi forseti Bandaríkjanna, svaraði með sprengjuárás en það var ekki fyrr en 12 árum seinna að útsendarar sonar hans höfðu hendur í hári kauða. Bush eldri hjólar í Saddam ■ Persónan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ARI GÍSLI BRAGASON Rekur Bókavörðuna á Vesturgötu ásamt föður sínum, Braga Kristjónssyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.