Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 26
Hver segir að þorrinn og siðirhonum tengdir séu bara fyrir miðaldra og þar yfir? Smári Pálsson sálfræðingur og fjölskylda hans eru vart búin að kyngja jólasteikinni þegar þau fara að hlakka til þorrans og gildir þá einu hvort um er að ræða Smára og eiginkonu hans, Jó- hönnu Björk Weissappel, eða krakk- ana þeirra, Daníel Pál átta ára og Viktoríu Ingu fjögurra ára. „Fjölskyldan er öll saman í þessu,“ segir Smári. „Við byrjum yfirleitt í október, kaupum lamba- framparta, skerum fituna frá, sjóðum og setjum í mysu. Þá er að sjálfsögðu tekið slátur og hluti af því fer í súr. Þegar Viktoría litla fór að tala um það í september að hana langaði í súrmat fékk ég næstum tár í augun,“ segir Smári. Það er heilmikil kúnst í kring- um súrsunina hjá Smára. Hann notar tíu lítra kút sem hann setur í annan minni og steinull á milli. „Ég skipti reglulega um mysu í kútnum sem er mikilvægt. Við fórum út í þetta af því okkur þyk- ir þorramatur svo góður, en vild- um hafa hráefnið betra. Bringu- kollar eru til dæmis ágætir, en eru yfirleitt alltof feitir.“ Smári og Jóhanna eru bæði alin upp við þorramat, en foreldrar þeirra lögðu þó ekki endilega í súr. „Nú eru þau orðin miklu verri en við. Foreldrar mínir eru til dæmis búnir með allan sinn þorramat nú þegar,“ segir Smári og skellihlær. „Ég kann mér þó eitthvert hóf.“ Smári segir galdurinn við góð- an þorramat að hráefnið sé gott og maturinn vel súr. „Því súrara því betra. Ferskt lambakjöt er mjög gott og vel súrsað líka, en eitthvað þar á milli er ekki gott. Illa súrsaðir hrútspungar eru til dæmis hálfvæmnir á bragðið.“ Hákarl og harðfiskur tilheyra að sjálfsögðu þorramatnum hjá Smára, en hann verkar ekki fisk- inn sjálfur. „Ég held nú væntan- lega áfram að kaupa hákarlinn, en draumurinn er að herða harðfisk- inn í framtíðinni.“ Þegar þorrinn rennur upp blæs Smári til blóts fyrir vini og ætt- ingja. „Þetta er meira bara svona að koma saman og gleðjast, og venjan hefur verið að allir leggi í púkk. Svo er örlítið íslenskt brennivín með hákarlinum, en pil- sner og bjór alveg ómissandi með matnum,“ segir Smári að lokum, og laumast enn einu sinni í súrinn, svona rétt til að prófa... ■ matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Þorrinn undirbúinn: Því súrara – því betra Rauðvínið PasquaC a b e r n e t - Merlot í þriggja lítra umbúðum var söluhæsta vínið í Vínbúðum árið 2003. Alls seldust 74.094 lítrar á árinu sem er um 14% meiri sala heldur en vínið sem seldist næstmest. Pasqua Cabernet -Merlot hefur gengið afar vel í sölu síðan það kom í kjarnaversl- anir ÁTVR í nóvember 2002. Vín- ið er blanda af Cabernet Sauvignon (60%) og Merlot (40%) og er látið gerj- ast á stáltönk- um. Um 10% blanda af Caber- net Sauvignon er sett til hliðar og geymd á eik- artunnum í sex til sjö mánuði áður en vínið er fullgert. Pasqua Cabernet - Merl- ot er frá svæð- inu í kringum Feneyjar á Ítalíu frá fyrirtækinu Pasqua Vigneti & Cantine. Það er létt með krydduðu berjabragði. Verð í Vínbúðum 3.290 kr. ■ Pasqua Cabernet - Merlot: Vinsælasta vín á Íslandi 2003 SAFNAST SAMAN Í KRINGUM SÚRKÚTINN Smári Pálsson, Daníel Páll, Viktoría Inga og Jóhanna Weisshappel smakka á kræsingunum. Fjölskyldan sameinast um undirbúning þorrans strax í byrjun október. Á næstu grösum: Hollur skyndibiti Veitingastaðurinn Á næstugrösum, sem verið hefur á Laugavegi um langt árabil, opnar skyndibitastað í næstu viku að Suðurlandsbraut 52, gjarnan kall- að bláu húsin í Faxafeni. Þar verð- ur á boðstólum úrval hollra og góðra grænmetisrétta sem fólk getur tekið með sér heim, eða borðað á staðnum. Hægt er að velja úr heitum og köldum réttum, einnig má fá trefjaríkan heilsuhristing úr syk- urlausu skyri og ávöxtum og úr- val af brauði. Með opnun staðarins er leitast við að koma til móts við ört stækkandi hóp fólks sem vill geta borðað hollan mat en jafnframt notið þægindanna af því að fá matinn tilbúinn. Staðurinn verður opinn mánudaga til föstudaga kl. 10–20. ■ Camembert Camembert-osturinn er mjúkurostur með hvítri skán utan á. Hann á rætur að rekja allt aftur til tíma frönsku byltingarinnar. Marie Harel frá Normandí kynnt- ist presti frá Brie. Það leiddi til þess að Harel ákvað að blanda saman ostagerðarhefð Normandí og hefðinni frá Brie og útkoman varð camembert. ■ Matseðlar á www.argentina.is Borðabókanir í síma 551 9555 eftir kl. 14.00 SVÍTAN er glæsilegt einkaherbergi á Argentínu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.