Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 27
Þessi réttur er í ætt við „Fishand Chips“ sem er hvunndags- fæði Breta. Skemmtilegt væri því að bera réttinn fram að ensk- um hætti í dagblaðskramarhúsi og snæða fyrir framan sjónvarp- ið, til dæmis þegar horft er á ensku knattspyrnuna ellegar undir þýðri rödd Davids Atten- borough í einhverjum dýralífs- þáttanna. 700 g roðflett þorskflök 700 kr. Isio-olía til djúpsteikingar Deig 1 eggjarauða 1 bolli hveiti 1/2 bolli kalt vatn 1/2 bolli bjór Sítrónukartöflur 8 meðalstórar kartöflur 100 kr. 1 msk. rifinn sítrónubörkur 1 msk. sítrónusafi 2 msk. ólífuolía 1 msk. rósmarín nýmalaður svartur pipar Þvoið kartöflurnar vel og skerið í báta. Blandið ólífuolíu, sítrónusafa og berki saman í stóra skál ásamt rósmaríni og pipar. Veltið kartöflunum vel upp úr blöndunni og raðið þeim síðan á bökunarplötu og bakið í 200 gráðu ofni í um 25 mínút- ur. Saltið eftir smekk. Útbúið deig- ið: eggjarauðu og vökva er blandað saman við hveitið og deigið hrært þar til það er kekkja- laust. Hitið um 1,5 til 2 cm botnfylli af olíu í potti. Þorsk- flakið er skorið í bita, bitarnir hjúpaðir í deiginu og þeir svo steiktir í olíunni þar til þeir verða gullinbrúnir. Ef þið notið litla olíu þá þarf að snúa bitunum. Þerrið fiskbitana á eld- húspappír og saltið. Berið fram með kartöflunum og grænu sal- ati. Sósa úr mæjónesi og piparrót er frábær með. Kostnaður um það bil 1000 kr. FÖSTUDAGUR 16. janúar 2003 Þorraveislur á Fjöru- kránni: Úr trogum ■ Húsráð E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 17 GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Til hnífsog skeiðar Djúpsteiktur þorskur og sítrónukartöflur Fjörukráin í Hafnarfirði stendurfyrir þorraveislum 23. janúar – 22. febrúar. Áhersla er lögð á þjóð- legt og hressilegt andrúmsloft og ósvikið umhverfi, þar sem kneyfað er úr hornum og matur borðaður úr trogum. Á hlaðborði er meðal annars boð- ið upp á eftirtalda rétti: lundabagga, bringukolla, hrúts-punga, sviða- sultu, súrt slátur, svið, súra sviða- sultu, hangikjöt, saltkjöt, harðfisk, hákarl, rófustöppu, kartöflur, upp- stúf, grænmeti, lambapottrétt, rúg- brauð, flatkökur og smjör. Verðið er kr. 3.900 á mann. Einnig eru gerð tilboð í hópa af öll- um stærðum. ■ FJÖRUKRÁIN Á þorranum verður þar boðið upp á þjóðlegan mat í viðeigandi umhverfi. Ef rjómasprautan er týnd máprófa að klippa gat á hornið á plastpoka og nota í staðinn. Ef rétturinn er of bragðsterkurmá prófa að taka hýðið af hrárri kartöflu og láta hana sjóða í réttinum. Það deyfir bragðið. Ef pönnukökurnar festast viðpönnuna þó næg feiti sé á henni má prófa að bæta einu eggi út í deigið. Ef púðursykurinn er orðinnharður má setja brauðskorpu eða hráa kartöflu í hann. Það mýkir púður- sykurinn upp að nýju. Þessa aðferð má líka nota fyrirbyggjandi, þ.e setja brauð eða kartöflu í púðursykur- inn áður en hann er orðinn harð- ur. Ef vantar punktinn yfir i-ið íbragð sósunnar má prófa að setja í hana sykur, teskeið af rifs- berjahlaupi. Sletta af kóki getur líka virkað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.