Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 28
28 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Einstaka veitingastaðir hafa mót-að hefð með því að bjóða upp á rétti sem hvergi fást annars staðar. Á Café Óperu í Lækjargötu 2 er það steinasteikin. Að sögn Ingva Rafns framkvæmdastjóra hefur hún verið á matseðlinum í sautján ár og tug- þúsundir gesta velja hana árlega. En hvers konar fyrirbæri er steina- steik. Ingvi Rafn sýnir ofn sneisa- fullan af graníthellum. „Þessir stein- ar eru 380 gráðu heitir enda höfum við þá sólarhring í ofninum milli þess sem við notum þá. Þessvegna erum við alltaf með hundrað í gangi,“ segir hann. Síðan setur hann upp stóran hanska, nær í einn stein- inn og leggur hann á álfat ofan í tré- bakka. „Þetta fær fólk inn á borð til sín ásamt fati með völdu kjöti eða fiski og fersku grænmeti sem það steikir sjálft á steininum og borðar beint af honum. Bökuð kartafla, kry- ddsmjör og grillsósa fylgir með ásamt salti og pipar. Máltíðin tekur sinn tíma og það fylgir henni sérstök stemning sem margir kunna að meta.“ Ingvi Rafn kveðst hafa verið heimsóttur af hressum dagskrár- gerðarmönnum frá BBC á höttunum eftir efni. „Þátturinn þeirra er þan- nig byggður upp að einstaklingi er boðið að borða einhvers staðar úti í heimi og það verður að vera eitthvað alveg sérstakt og einkennandi fyrir svæðið. Hér á Íslandi voru þeir hug- fangnir af hrauni og ís, þess vegna varð steinasteik, „Hot rock“ fyrir valinu og ís í eftirmat.“ Það var Bjarni Óskarsson veit- ingamaður sem byrjaði með steina- steikina um leið og hann innréttaði staðinn í þeirri hlýlegu mynd sem enn er í fullu gildi, sautján árum síðar. Að sögn Ingva Rafns sló steikin algerlega í gegn. „Mér er minnisstæð röðin sem oft var hér út úr dyrum og þótt margt sé á boðstólum þá nýtur steinasteikin enn vinsælda. Hún kom sterk inn og hún kom til að vera.“ ■ Canepa-víngerðin í Chile varstofnuð af ítölskum innflytj- endum fyrir 70 árum og hefur ver- ið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð. Chile er langt og mjótt land sem nær yfir margar breidd- argráður með fjölbreyttu veður- fari en vínræktarsvæðin eru norð- an við miðju landsins. Hér á landi fást fjölmörg vín frá Canepa. Canepa Cabernet Sauvignon Er úr vínlínu er nefnist Vari- etals. Vínin eru búin til þannig að ferskleiki og karakter þrúgunnar njóti sín vel en einnig einkenni svæðisins. Í þessu víni finnur mað- ur hvað Cabernet Sauvignon þrúg- an hefur sterk einkenni. Þægilegt eftirbragð án þess að vera yfir- gnæfandi. Vín sem hentar með grilluðu eða ofnsteiktu kjöti. Verð í vínbúðum 1.090 kr. Canepa Private Reserve Chardonnay Er úr Private Reserve línunni. Til að gefa víninu flókið og dulúð- ugt bragð er það látið þroskast á franskri eik í 8–12 mánuði og því næst á flösku í kjöllurum í nokkra mánuði. Vínlína sem býður upp á mikla fyllingu. Þetta vandaða Chardonnay er kröftugt, þurrt, með eikar- og asparskeim og pass- ar afar vel með fugla- og svínakjöti. Verð í vínbúðum 1.290 kr. Canepa Merlot Pri- vate Reserve Rúbínrautt með tær- um blæ, þétt vín. Í bragð- inu má finna sæta vanillu blandast súkkulaði og kirsuberjum. Vín sem er alveg frábært með lambi hvort heldur sem er grilluðu eða ofnsteiktu, hentar einnig vel með svínakjöti og kjúklingi. Verð í vínbúðum 1.390 kr. Fjölbreytt vín frá Chile HÓTEL LOFLEIÐIR Um aðra helgi standa Vínþjónasamtök Ís- lands fyrir vínsýningu í Þingsölum hótels- ins. Vínsýning á Hótel Loft- leiðum 24. – 25. janúar: Samspil mat- ar og víns Vínþjónasamtök Íslands standafyrir vínsýningu í Þingsölum Hótel Loftleiða helgina 24.–25. janúar. Haldnir verða fyrirlestrar um vín auk þess sem gestir geta smakkað á öllum helstu nýjungum í vínheiminum. Vínþjónar keppa í Ruinart-keppninni sem kennd er við samnefndan kampavínsfram- leiðanda og fer sigurvegarinn í alþjóðlega Ruinart-keppni. Sýningin er opin báða dagana kl. 14–18. Vínþjónakeppnin hefst á laugardeginum kl. 14 og er um- sjónarmaðurinn Michelle Chanto- ne frá Ruinart. Fyrirlestrarnir verða frá kl. 14.30 á sunnudegin- um og ríður Einar Thoroddsen á vaðið. Í kjölfarið fylgja Skúli Magnússon frá ÁTVR, Stephane Oudar frá Bouchard ainé & fils í Frakklandi og Þorri Hringsson vínrýnir sem einnig verður kynn- ir á sýningunni. Sýningin er haldin í samvinnu við alla helstu innflytjendur vína og er mikil áhersla lögð á samspil víns og matar en Osta- og smjör- salan, Ostabúðin við Skólavörðu- stíg og Sandholt bakarí taka ein- nig þátt í sýningunni. Miðaverð er kr. 1000 og Riedelglas fylgir á meðan birgðir endast. Aldurs- takmark er 20 ár. ■ HRÁEFNIÐ Filet úr nauti, lambi og grís, ásamt fersku grænmeti bíður þess að vera brugðið á hellu. Steinasteikin á Café Óperu: Hver og einn er sinn eigin kokkur INGVI RAFN FRAMKVÆMDASTJÓRI Er alltaf með fullan ofn af heitum hellum og þegar þær kólna á borðunum koma þjónarnir þegar og skipta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD AL Ó A Vín vikunnar Canepa FYRIR KAFFIUNNENDUR ER HÉR FRÍSKANDI KALDUR KAFFIDRYKKUR. 3/4 bolli kalt vatn 2 tsk. Instant Neskaffi (French Roast Gourmet) 1 bolli ísmolar 2 tsk. púðursykur Setjið vatn og Neskaffi í blandarann, hyljið. Blandið vel og bætið við ísmolum og púðursykri. Drekkið strax. ■ Frískandi Kaffidrykkur Ef þú hefur áhyggjur af kílóumsem settust á þig yfir jólin en ert ekki tilbúin/n að breyta matar- æði þínu mikið koma hér nokkur ráð til að draga úr notkun fitu við matargerð. ■ Mældu það magn olíu sem þú notar í stað þess að hella henni bara á pönnuna. Þá er auðveldara að minnka magn- ið. ■ Notaðu pönnur sem maturinn festist ekki við. Þá þarftu ekki jafn mikla feiti. ■ Ef þú notar soð er ágætt að kæla það og fjarlægja fituna sem sest ofan á áður en soðið er notað. ■ Í réttum með grænmeti og kjöti er hægt að minnka kjöt um þriðjung og bæta við grænmeti í staðinn. ■ Notaðu mjólk til að þykkja sósur, ekki rjóma. Holl húsráð: Dregið úr fituneyslu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.