Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 29
29FÖSTUDAGUR 16. janúar 2004 Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 7 / sia .is Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænn ræktaður matur Þegar Ellen Ingvadóttir, löggilt-ur dómtúlkur og skjalaþýð- andi, er spurð hver sé hennar upp- áhaldsmatur, svarar hún glettnis- lega að hún hafi hætt að reykja fyrir sex mánuðum og síðan sé allur matur í uppáhaldi. „Afleið- ingarnar verða auðvitað hræði- legar nema tekið sé í taumana,“ segir hún en bætir svo við á alvar- legri nótum. „Ég tel mig samt töluverðan matgæðing og hef yndi af því að búa til góðan mat – og ekki síður að snæða hann. Ef ég ætti að velja mér veisluföng mundi ég hafa grillaðan, flottan Hornafjarðarhumar í forrétt og drekka með honum þurrt hvítvín. Í aðalrétt tæki ég hreindýralund, snöggsteikta með viðeigandi með- læti og þungu, frönsku rauðvíni. Í eftirrétt kysi ég ferskjur, flamb- eraðar í Grand Mariner líkjör, bornar fram með rjóma/creme fresh vanillusósu. Þessa máltíð mundi ég síðan enda fyrir framan arininn með espressókaffi og Hennessy XO koníaki og þaðan mundi ég horfa á manninn minn vaska upp eftir matinn!“ ■ ELLEN INGVADÓTTIR Allur matur í uppáhaldi síðan hún hætti að reykja. Uppáhaldsmaturinn: Tel mig töluverð- an matgæðing FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD ALÓ A Nú eru hrogn fáanleg í fiskbúð-unum og tilvalið að kaupa sér brók. „Það er alltaf viss stemning kring um gotuna,“ segir Þórður Ólason í fiskbúðinni við Sundlaug- arveg í Reykjavík. Hann segir nauðsynlegt að sjóða hrognin við vægan hita svo þau springi ekki og öruggast sé að vefja álpappír utan um þau eða setja þau í suðu- poka. „En þá þarf að strá salti á þau áður,“ segir hann. Gæta skal þess vel að vatnið fljóti vel yfir hrognin í pottinum og þau eru soð- in í 15–20 mínútur eða þar til þau eru þétt og samlit í gegn. Hægt er líka að búa til góða rétti úr soðnum hrognum. HROGN MEÐ PAPRIKU OG SÓSU hrogn 3 harðsoðin egg 1 rauð paprika 2 dl sýrður rjómi 1-2 msk. steinselja 1/2 tsk. salt paprikuduft, sinnep eða karrí Skerið köld hrogn í sneiðar og raðið á fat. Skerið eggin í báta og paprikuna í hringi eða saxið hana. Hrærið rjómann með saxaðri steinselju og salti, kryddið með paprikudufti, sinnepi eða karríi. Hellið sósunni yfir hrognin og skreytið með eggjum og papriku. ■ HROGN Mörgum finnst best að fá hrognin bara soðin með kartöflum og smjöri en fleiri möguleikar eru þó í stöðunni. Úr fiskbúðinni: Alltaf stemning kring um gotuna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.