Fréttablaðið - 16.01.2004, Side 31

Fréttablaðið - 16.01.2004, Side 31
31FÖSTUDAGUR 12. september 2003 Fótboltastelpur: Hollt að hreyfa sig Elín Metta Jensen, SuryaMjöll Agha Khan og Sæunn Sif Heiðarsdóttir eru þrjár hressar stelpur sem spila fót- bolta með fimmta flokki hjá Val. Þær eru sammála um að hreyf- ingin geri þeim gott og eru ákveðnar í að halda áfram að æfa. Að sjálfsögðu er atvinnu- mennska æðsti draumurinn. Stelpurnar æfa þrisvar í viku. Þeim finnst skemmtilegast að keppa og á útiæfingum á sumrin. Elín Metta er búin að æfa í eitt og hálft ár. „Mig langaði bara að prófa, var stundum að horfa á fótbolta með pabba og hélt að þetta væri skemmtilegt. Mér finnst gott að hreyfa mig og það er gaman að vera með.“ Surya Mjöll byrjaði að æfa síðasta sumar. „Vinkonur mínar voru að æfa. Þær sögðu að þetta væri skemmtilegt og mig lang- aði að prófa.“ Sæunn Sif segist hafa byrjað fyrst í Fjölni þar sem hún býr í Grafarvogi en fært sig í Val síð- asta sumar. „Pabbi vildi að ég færi að æfa og mér finnst það skemmtilegt. Það er hollt að hreyfa sig, maður verður miklu sterkari og hraustari.“ ■ Laugavegi 53, simi. 552 3737 MEIRI AFSLÁTTUR Allar útsöluvörur 50% afsláttur Móðurást Auðbrekku 2, Kópavogi Meðganga og brjóstagjöf Mikið vöruúrval Í dag eru ábyggilega fleiri börn ískipulögðum íþróttum en fyrir nokkrum árum. Það er svo mikið í boði. En það er til hópur barna sem hreyfir sig lítið og leitar í ró- legri leiki. Það er ekki víst að það hafi svo mikil áhrif á hreyfiþrosk- ann. En ég hef á tilfinningunni að úthaldið sé minna,“ segir Björg Guðjónsdóttir barnasjúkra- þjálfari. „Það er alltaf einhverjum börnum vísað til okkar því þau eru of þung. Við reynum að láta þau hreyfa sig eins mikið og hægt er. Oft þarf líka að taka á matar- æði, jafnvel allrar fjölskyldunnar. Stundum er vilji til þess og stund- um ekki. Þetta eru börn sem eiga erfitt og við höfum áhyggjur af þeirra framtíð. Þau eru til dæmis í meiri áhættu vegna hjartasjúk- dóma og sykursýki 2. Mér finnst að skipulagðari teymisvinna þurfi að koma til því það hafa allir áhyggjur af þessari þróun.“ Barnasjúkraþjálfarar vinna með slösuð, hreyfi- og þroska- hömluð börn en einnig börn sem greinast með minni frávik í hreyfiþroska. „Yfirleitt eru þau nokkurra mánaða þegar læknar vísa þeim til okkar. Þau eru seinni til og oft með lága vöðvaspennu í líkaman- um. Það þýðir að þau eru linari og eiga erfiðara með að hreyfa sig. Oft finnst engin orsök. Við þjálf- um börnin í hreyfingum og for- eldrar fá hugmyndir að því hvað þeir geta gert heima. Lága vöðva- spennan verður minna áberandi við fjögurra til sex ára aldur. En vísbendingar eru um að sum þeir- ra verði „klunnaleg börn“. Þau eiga þá erfiðara með grófhreyf- ingar. Börn fara mikið í hreyfi- leiki svo það getur verið mikil raun að geta ekki verið með. Önnur börn greinast seinna, frá tveggja upp í sex ára og jafn- vel aðeins eldri. Stundum fylgir ofvirkni, truflun á námsgetu eða málþroska. Einkennin eru oft svipuð, þau eiga erfitt með sam- hæfingu og gengur illa í leikjum. Við reynum að styrkja þau, bæta jafnvægi og samhæfingu, með leikjum. Við ýtum einnig undir að foreldrar hvetji þau til að fara út að leika sér. Börnin forðast það oft því þeim mistekst eða fá ekki að vera með og lenda þannig í vítahring aðgerðarleysis sem þarf að brjóta upp. Mörgum hentar illa að stunda hópíþróttir en við reyn- um þá að beina þeim í aðrar íþróttir. Markmiðið er að þau upp- lifi hreyfingu sem eitthvað ánægjulegt.“ audur@frettabladid.is B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8 ÚTSALA ÚTSALA ELÍN METTA 8 ÁRA, SURYA MJÖLL 9 ÁRA OG SÆUNN SIF 10 ÁRA Æfa fótbolta þrisvar í viku en finnast útiæfingar skemmtilegastar. BJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR Fær börn frá nokkurra mánaða aldri í meðferð til sín. Börn með frávik í hreyfiþroska: Upplifi hreyfingu sem eitthvað ánægjulegt FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.