Fréttablaðið - 16.01.2004, Page 32

Fréttablaðið - 16.01.2004, Page 32
IDOL Í kvöld færir þjóðin sér gjöf þegar hún kýs sér nýja popp- stjörnu. Þetta verða líklega súr- sæt sögulok þar sem lítið hefur verið rætt um annað manna á milli síðustu mánuðina. Eftir næstu helgi neyðist landinn því að snúa sér aftur að veðrinu þegar kemur að því að skálda upp áhugavert umræðuefni. „Þetta er svipað eins og þegar maður hætti í framhaldsskóla og verður örugglega svolítið skrýtið en maður bíður bara spenntur eft- ir næstu seríu,“ segir Jói, annar kynna Idol, um það að þátturinn sé að enda. Það ætti ekki að koma nein- um á óvart að Stöð 2 er búin að ákveða að gera aðra seríu en Jói segir enn eftir að ganga frá samningum við sig og Simma vegna hennar og veit því ekki hvort þeir verða með. Þeirra yrði þó eflaust sárt saknað. Meira að segja Bubbi myndi fella tár í laumi, enda við- urkennir Jói að togstreitan þeirra á milli eigi sér aðeins stoð í sýnd- arveruleikanum. „Þessu skot eru öll í mesta bróðerni. Maður fær þó oft högg í öxlina frá honum, óundirbúið, enda er hann mikill boxari. Samt allt í góðu,“ segir Jói og hlær. Stoppar svo og bendir á að Bubbi hafi reynst ótrúlega sannspár hingað til hvað varðar úrslit, spáði bæði Kalla Bjarna og Önnu Katrínu í úrslit. „Hann hef- ur þó ekki verið mikill Jóns mað- ur, en gefur honum þó sanngjörn ummæli. Hann fer þetta alveg á eðlishvötinni og leyfir sér að hríf- ast í augnablikinu. Stundum finnst fólki hann ósam- kvæmur sjálfum sér. Mér finnst það ekki. Hann hefur yfirleitt mjög mikið til síns máls.“ Umtalið í kringum þáttinn er gífurlegt og auðvitað eru nokkr- ar samsæriskenningar komnar á kreik. „Það kom svolítið flatt upp á okkur en við höfum verið spurð hvort þetta sé ekki bara allt ákveðið fyrir fram. Sumir kaupa það ekki að þetta sé kosn- ing þjóðarinnar. Það er algjör fá- sinna, þetta fer allt í gegnum kerfi Símans og við fáum tölurn- ar um leið og þær berast. Þetta er algjörlega eins heiðarlegt og það getur verið,“ fullyrðir Jói og segist að lokum vonast eftir því að eldri áhorfsmet á Stöð 2 falli í kvöld. Sigurvegari Idol fær tækifæri til þess að hljóðrita breiðskífu með Þorvaldi Bjarna dómara. Ekki er búið að ákveða hvort hún muni innihalda tökulög eða hversu miklu sigurvegarinn fái að ráða á plötunni. ■ 32 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Kalli Bjarni, Anna Katrín eða Jón? Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki MÍNUS Segja að auðvelt sé að fá ríku stúlkurnar á Vegamótum til samræðis við sig inn á klósetti fyrir eina línu af kókaíni. Kynlíf fyrir kókaín á Vegamótum TÓNLIST Rokksveitin Mínus, sem fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins á miðvikudag, fetar ekki í sömu spor og aðrar ís- lenskar sveitir þegar kemur að því að tala um land og þjóð í er- lendum blöðum. Þeir eru lítið fyr- ir það að fegra heimkynni sín. Tala ekki um álfa, né hversu mikil áhrif íslenskt landslag hafi á tón- listarsköpun þeirra. Í opnuviðtali við breska rokk- tímaritið Bang telja Mínusmenn upp 15 uppáhaldsstaðina sína í Reykjavík. Þar tala þeir frjálslega um kynsvall í Öskjuhlíð. Einnig greina þeir frá því að á Vegamót- um hangi allar ríku íslensku „posh“-stelpurnar og segja að auðvelt sé að fá þær til samræðis við sig inni á klósetti fyrir eina línu af kókaíni. Fyrsta smáskífa Mínus á er- lendri grundu, Angel In Disguise, kemur út í Evrópu 19. janúar. Þar verður einnig að finna útgáfu piltanna á laginu Nice Boys eftir Guns ‘n’ Roses og órafmagnaða útgáfu af laginu Insomniac. ■ Leikarinn Wesley Snipes á aðhafa barið leikkonuna Halle Berry það illa að hún missti mest- an hluta heyrnar sinnar á hægra eyra. Þessu hélt fyrrum kærasti hennar, Christopher Williams, fram í blaðaviðtali á dögunum. Hann ákvað að greina frá þessu þar sem hann var orðinn þreyttur á því að fólk héldi að hann hefði barið Berry svona illa. Christoph- er gaf það líka í skyn að Halle Berry væri erfið í samskiptum og að hún glímdi við alvarlega persónuleikabresti. Framleiðendur Friends erumjög varkárir og hafa gert miklar ráðstaf- anir til þess að tryggja að loka- þáttur þáttarins komi áhorfend- um á óvart. Búið er að banna alla áhorfendur að lokaþættinum, til þess að tryggja að fólk kjafti ekki frá sögulokum. Leikarahópurinn á að vera mjög sáttur við það hvernig fer fyrir persónum sínum. Á sama tíma finnst þeim erfitt að kveðja seríuna. Sjónvarpstökuvélar hafa veriðbannaðar í réttarsalnum þar sem Michael Jackson mætir í dag til þess að svara fyrir ásak- anir um kynferðislegt ofbeldi í garð 13 ára pilts. Þetta er mikill léttir fyrir popparann en mikið áfall fyrir sjónvarpsstöðvar sem bjuggust við gríðarlegu áhorfi. Jack White, karlleggur TheWhite Stripes, þarf að mæta fyrir framan dómara 9. mars næstkomandi til þess að svara fyrir ásakanir um líkamsárás. White lenti í slagsmálum við söngvara sveitarinnar Von Bondies og gaf honum allsvaka- legt glóðarauga. White heldur fram sakleysi sínu og segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Rokksveitin Pixies hefur veriðbókuð á tónleikahátíðina Coachella sem haldin er árlega í Bandaríkjunum. Þar verður sveitin aðalnúmerið ásamt Radio- head og Kraftwerk. Hátíðin er haldin í byrjun maí og því lítur allt út fyrir að þetta verði fyrstu tónleikar Pixies í 11 ár. Mikið hefur verið skrifað um endur- komu sveitarinnar og er hún sögð vera að vinna að nýrri breiðskífu. Sjónvarp IDOL ■ Í kvöld skýrist það hver vinnur Idol. Verður það Kalli Bjarni, Anna Katrín eða Jón? THE SMITHS „And if a double-decker bus crashes into us to die by your side is such a heavenly way to die and if a ten ton truck kills the both of us to die by your side well the pleasure, the privilege is mine“ - Þessa undarlegu ástarjátningu Morrissey var að finna í hinu frábæra lagi There Is a Light that Never Goes Out með The Smiths. Tekið af plötunni The Queen Is Dead frá árinu 1986. Popptextinn Ja, hérna. Seðill fullur af lúðalið- um! York City! Hvað vitum við eiginlega um York City? Liðið var stofnað árið 1922, vann einu sinni Southport 9-1! Unnu Southport 9 - 1? Já, 2. febrúar 1957! Arthur Bottom Puttet skoraði fimm mörk! Eitt úr vítaspyrnu! Arthur Bottom? Árið 1957? Ja, en maður veit aldrei með York, sko. Þeir töpuðu 12-0 á móti Chester, 1. febrúar, ‘36! Ég ætla að segja þér svolítið.... ÞÚ ERT VEIK- UR MAÐUR! MJÖG VEIKUR MAÐUR! Hey, Swansea er hérna líka... Mér líkar vel við þá... Þeir töpuðu 8-0 fyrir Liverpool, 9. janúar árið 1990! Alveg satt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.