Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 38
38 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR TROÐSLA Rodney Rogers, leikmaður New Jersey Nets, stekkur upp til að troða boltanum í körfu Washington Wizards. Rogers skoraði átján stig og náði þrettán fráköstum þegar Nets vann Wizards 115-103. Körfubolti hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 JANÚAR Föstudagur Stigamót Breiðabliks: Jón Arnór keppir FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magn- ússon verður meðal keppenda á fyrsta stigamóti Breiðabliks í frjálsum íþróttum fer fram í Fíf- unni á morgun. Jón Arnar keppir í 60 metra hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Stigamót Breiðabliks verða fimm, tvö í Fífunni og þrjú á Kópavogsvelli í sumar. Karlarnir keppa í 60 og 800 metra hlaupi og langstökki í Fífunni og 100 og 800 metra hlaupi, langstökki og kringlukasti á Kópavogsvelli. Konurnar keppa í 60 og 800 metra hlaupi, langstökki og kúluvarpi á öllum mótunum nema hvað vega- lengdin í spretthlaupinu verður 100 metrar á Kópavogsvelli í stað 60 í Fífunni. Kúluvarp karla verð- ur aukagrein á morgun. Þátttökugjald rennur óskipt í verðlaunapotta, einn fyrir hverja grein, sem verða til skiptanna eftir síðasta mótið. Sigurvegarinn fær helming pottsins, annað sætið gefur fjórðung, þriðja sætið 15% og það fjórða 10%. Fyrsta sætið gefur fimm stig, annað sætið fjögur og svo framvegis. Á lokamótinu í ágúst gefur efsta sætið 7,5 stig, annað sætið sex stig og svo framvegis. ■ Nígeríumaðurinn Jay-Jay Okocha: Spariféð í hættu FÓTBOLTI Lið FH, sem kom liða mest á óvart í Landsbankadeild- inni á síðasta tímabili og hafnaði í öðru sæti ásamt því að komast í bikarúrslitin, kynnti í gær fjóra leikmenn sem skrifuðu undir samning við félagið í gær. Þetta eru tveir ungir Ísfirðingar, Matth- ías Vilhjálmsson og Birkir Sverr- isson, Ármann Smári Björnsson sem kom frá Val, og danski fram- herjinn Allan Borgvardt, sem skrifaði undir eins árs samning við félagið. Þórir Jónsson, for- maður rekstrarfélags meistara- flokks FH, sagði á fundinum að það væri stefna félagsins að fylgja eftir góðum árangri frá því í fyrra og vera í efri hluta deildar- innar. „Við höfum mikinn metnað hér hjá félaginu og koma þessara leikmanna undirstrikar það,“ sagði Þórir. FH-ingar hljóta að vera gríðar- lega sáttir við að Allan Borgvardt skuli hafa ákveðið að leika í Hafn- arfirðinum á komandi tímabili. Þessi snjalli Dani, sem var valinn leikmaður ársins af félögum sín- um í Landsbankadeildinni á síð- asta tímabili, var lykilmaður í liði FH og gefur koma hans liðinu byr undir báða vængi. Allan hafði hugsað sér að fara í atvinnu- mennsku í vetur en þegar engin tilboð bárust nema frá Danmörku ákvað hann að koma til aftur til Ís- lands og spila með FH. „Ég fékk tilboð frá Danmörku en ég hafði í raun og veru engan áhuga á því að spila þar. Ég vildi spila erlendis og þegar ég fékk tækifæri til að koma á nýjna leik til FH þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Mér hefur liðið frá- bærlega hérna og hlakka mikið til sumarsins. Okkur gekk vel í fyrra, lentum í öðru sæti í deild og bikar og tryggðum okkur sæti í Evrópukeppninni. Það er mín trú að við getum farið alla leið í ár en við verðum þó að þola pressuna, sem var ekki í fyrra. Þá bjóst eng- inn við neinu af okkur en núna vita menn hvað við getum,“ sagði Borgvardt. Hann sagði jafnframt að önnur lið hefðu talað við sig í vetur en það hefði aldrei komið til greina að spila með öðru liði á Ís- landi en FH. ■ Taktu fyrstu skrefin með okkur Áhrifarík leið til léttara lífs fyrir þá sem velja holla útivist fram yfir æfingar á líkams - ræktarstöðvum. Námsskeiðið byggist á fræðslu og hreyfingu. 20% meiri brennsla sem losar um stress, streitu og líkamsþyngd. Einföld og áhrifarík aðferð til að komast í gott form og léttast. Upplýsingar og tímapantanir í síma 561 8585 eða 660 8585 Stafganga Gauja litla Innifalið í námskeiðinu er: Kennsla í stafgöngu, stafganga þrisvar í viku, kennslugögn, matardag bækur, vikuleg viktun, BMI mæling og ummáls mælingar. Frí göngugreining hjá Össuri hf, læknisskoðun með mælingu á kolesteroli, blóðsykri, blóðfitu og blóðmagni fyrir þá sem mælast meira en 30 í BMI. TWIX SÚKKULAÐI FYLGIR FRÍTT MEÐ ÖLLUM SÚPERSTJ ÖRNUMÁ LTÍÐUM Á McD ONAL D´S Á MEÐ AN B IRGÐ IR E NDA ST. ■ ■ LEIKIR  19.00 Fylkir og Fjölnir keppa í fót- bolta í Egilshöll.  19.15 Þór fær Breiðablik í heim- sókn í Þorlákshöfn í körfubolta.  21.00 Víkingur keppir við Fram í fótbolta í Egilshöll. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Motorworld á Sýn.  21.00 Supercross á Sýn.  22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. JÓN ARNÓR MAGNÚSSON Keppir í þremur greinum á stigamóti Breiðabliks í Fífunni á morgun. TÍMASEÐILL STIGAMÓTSINS 17.15 60 metra hlaup karla (stigagrein) 17.40 60 metra hlaup kvenna (stigagrein) 17.40 Langstökk karla (stigagrein) 18.00 Kúluvarp kvenna (stigagrein) 18.30 Kúluvarp karla (aukagrein) 18.30 Kúluvarp sveina og drengja (aukagr.) 18.35 Langstökk kvenna (stigagrein) 19.20 800 metra hlaup karla (stigagrein) 19.30 800 metra hlaup kvenna (stigagrein) JAY-JAY OKOCHA Jay-Jay Okocha á það á hættu að missa allt sparifé sitt. FÓTBOLTI Jay-Jay Okocha, leik- maður Bolton og nígeríska lands- liðsins, segist ekki vera viss um hvort hann geti spilað í Afríku- keppninni í næsta mánuði begna peningavandræða sem herja á hann. Okocha hefur lagt allt sitt sparifé inn í nígerískan banka en sá er í miklum vandræðum og gæti farið svo að hann fari á hausinn. Okocha segir að hann langi mikið til að spila í Afríku- keppninni en að hann verði fyrst og fremst að hugsa um að fram- fleyta fjölskyldu sinni þar sem allt spariféð, um fjórar milljónir punda, sé að öllum líkindum horf- ið. „Ég hef mikinn metnað fyrir Nígeríu en ég gæti þurft að sleppa keppninni,“ sagði Okocha, Forráðamenn Bolton höfðu ekki hugmynd um þetta áður en það birtist í fjölmiðlum. ■ Borgvardt með FH í sumar Skrifaði undir samning í gær ásamt þremur öðrum leikmönnum. Frome Town: Álögum aflétt FÓTBOLTI „Hún labbaði inn á völlinn og baðaði út handleggjunum. Þá talaði hún við leikmennina til að gefa þeim sjálfstraust. Hún sagði þeim að ímynda sér að það væri hvítur hringur í kringum þá,“ sagði Ian Pearce, talsmaður Frome Town. Pearce talaði þarna um Titania Hardie, sem Frome Town fékk til að létta álögum af heimavelli fé- lagsins, Badgers Hill. Frome Town hefur enn ekki sigrað á heimavelli í vetur og aðeins skorað þrjú mörk. Hardie telur að orsökin fyrir því að félagið finni sig ekki á heimavelli gæti verið sú að nei- kvæð orka hafi myndast í bún- ingsklefa liðsins. ■ ÁRMANN SMÁRI BJÖRNSSON OG ALLAN BORGVARDT Ármann Smári Björnsson og Allan Borgvardt skrifuðu undir samning við FH-inga í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.