Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.01.2004, Qupperneq 40
16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Íslandsmótið í glímu GLÍMA Önnur umferð Íslandsmótsins í glímu fer fram í Reykjahlíð á morg- un. Keppni hefst kl. 12 og er gert ráð fyrir að keppni ljúki um kl. 15. Alls eru 23 glímumenn frá fimm félögum skráðir til leiks. Allir bestu glímumenn landsins eru skráðir til leiks og má búast við spennandi keppni í öllum flokkum. Í opnum flokki karla er Ólafur Oddur Sigurðsson sigurstranglegastur en búist er við að Stefán Geirsson og Pétur Eyþórsson veiti honum mestu keppnina. Einnig verður spennandi að fylgjast með Snæ Seljan Þórodds- syni og Guðmundi Þór Valssyni en þeir eru efnilegustu glímumenn landsins og hafa æft mjög vel í vetur. Í opnum flokki kvenna verður keppnin á milli Ingu Gerðu Péturs- dóttur og Svönu H. Jóhannsdóttur. Inga Gerða hafði betur í fyrstu um- ferðinni en búast má við spennandi keppni þeirra á milli um helgina. Fyrsta umferð Íslandsmótsins fór fram að Laugarvatni 13. nóvember en þriðja og síðasta umferðin fer fram í Reykjavík 14. febrúar og þá verða Ís- landsmeistararnir krýndir. ■ Draumur- inn lifir enn Karl Gunnlaugsson fylgist grannt með Bretan- um Stephen Hague í París-Dakar rallinu. Sjálf- an dreymir hann um að taka þátt í keppninni. RALL „Við Hague kynntumst í Bretlandi árið 1995 þegar við kepptum í Wales. Við höfum keppt þar árlega síðan,“ sagði Karl Gunnlaugsson hjá KTM Ís- land. Bretinn Stephen Hague keppir í París-Dakar rallinu með stuðningi Karls undir nafni KTM Iceland. „Við kepptum einnig í Dubai árin 1998 og 1999. Það er sam- bærileg keppni við París-Dakar nema hvað hún tekur aðeins fjóra daga og þar eru eknir um tvö þúsund kílómetrar. París- Dakar rallið tekur átján daga og þar eru eknir rúmlega tíu þúsund kílómetrar. Aðstæður í París-Dakar rallinu eru líka fjölbreyttari. Keppnistímabilið hefst með París-Dakar rallinu og því lýkur með rallinu í Dubai.“ „Stephen keppti í Dakar árið 1999 með stuðningi frá KTM Iceland og við ætluðum að taka þátt í keppninni árið 2000 en ekkert varð af því.“ Hague bauðst að taka þátt í keppninni í ár vegna forfalla í breskum hópi. „Ég var staddur hjá KTM í Austurríki og gat fengið full- búið keppnishjól fyrir hann,“ sagði Karl. Karl sagði að þetta rall væri talið erfiðara en fyrri keppnir. Nýjar leiðir gera það erfirðara en einnig hafa rigningar og rok breytt aðstæðum frá því leiðin var ákveðin fyrir þremur til fjórum mánuðum. Karl sagði að meðalhraðinn hafi verið 78 kíló- metrar á miðvikudag en 95 til 100 kílómetrar teljist eðlilegur hraði í rallinu. „Síðustu dagar hafa verið strembnir og aðstoðarmennirn- ar höfðu ekki við keppendum. Fyrir hléið um síðustu helgi hafði Stephen ekki séð aðstoð- arliðið í þrjá daga. Hann þurfti að gera við hjólið sjálfur eftir að hafa ekið um þúsund kíló- metra yfir daginn.“ „Í svona liði eru þrír aðstoð- armenn auk pallbíls en ég hef samning við KTM um að hann fái aðstoð frá keppnisliðinu og hafi aðgang að varahlutum hjá því.“ KTM á nokkur lið í keppn- inni, til dæmis Gauloise-liðið sem Richard Sainct keppir fyr- ir og Repsol-liðið sem Nai Roma keppir fyrir. „Þarna er líka skandinavískt lið. Í því er Svíinn Per-Gunnar Lundmark sem keppti í þolakstri á Kirkju- bæjarklaustri í maí í fyrra. Hann er í fimmta sæti. Norð- maðurinn Pal Anders Ulleval- seter er í sjötta sæti. Það eina sem vantar í skandinavíska lið- ið er íslenskur keppandi,“ sagði Karl. Og skyldi hann hafa áhuga á að fylla þann hóp? „Draumurinn lifir enn,“ svaraði Karl. ■                                              !   "      #  $       "    !   "         " %    $           "              "  $ "                      & '    ()*       & +  "$  $            ,              "$ - & '   ""   & +        .)/ (*)     "  // &     & %        !   "   & 0        "     *)12  $    "        "    "  // & 3         ""         %  $        4         "  $  5 6               $                                                          !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -    "               "                         KARL GUNNLAUGSSON Bretinn Stephen Hague keppir í París-Dakar rallinu með stuðningi Karls undir nafni KTM Iceland. INGA GERÐA PÉTURSDÓTTIR Keppir í annarri umferð Íslandsmótsins í glímu í dag. Hún sigraði í fyrstu umferð- inni sem fram fór í nóvember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.