Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 42
■ ■ LEIKLIST 20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu. 20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins. 20.00 Jón Gabríel Borkmann eftir Henrik Ibsen á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. 20.00 Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. 21.00 Sellófon eftir Björk Jakobs- dóttur í Iðnó. ■ ■ LISTOPNANIR Kjartan Guðjónsson listmálari opn- ar málverkasýningu í Gallerí VEGGUR, Síðumúla 22, Reykjavík. ■ ■ SKEMMTANIR 23.00 Hilmar Sverrisson leikur á Fjörukránni í Hafnarfirði. 23.00 Sammi úr Jagúar kokkar upp funk og soul í Setustofunni. Einar Ágúst og Gunnar Óla trúbbast á Glaumbar á milli Idol-þáttanna á Stöð 2. Engin önnur en Birgitta Haukdal kemur og tekur lagið með þeim. Hljómsveitin Nýdönsk heldur ball á NASA við Austurvöll. Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri. Hljómsveitin Feel Freeman heldur Red Hot Chili Peppers „tribute“ tónleika á Grand Rokk. Spilafíklarnir leika fyrir dansi á Rauða Ljóninu, Eiðistorgi. Stuðmenn skemmta á Players í Kópavogi. Hinni eini sanni Geirmundur Valtýs- son og hljómsveit halda uppi sveiflunni á Kringlukránni. Plötusnúðarnir úr Gus Gus, þeir President Bongo & Buckmaster, verða aftur á Kapital. Úrslitin í Idol verða í beinni á öllum tjöldum í Sjallanum á Akureyri. Páll Óskar spilar og tekur showið sitt Danssveitin „SÍN“ leikur á Ránni í Keflavík. Dj Valdi skemmtir á Felix Dj Rampage á Vegamótum. Atli skemmtanalögga á Hverfis- barnum. Dj Bjarki Batman á Glaumbar. DJ Doddi litli og Benni halda uppi gleðinni á Café 22, Laugavegi 22. Hljómsveitin 3-some spilar á Celtic Cross. Kúng Fú spila á Gauknum. Írafár heldur uppi stuðinu fram eftir morgni á Gauknum. Hermann Ingi jr mun leika fyrir gesti á Café Catalina við Hamraborg. ■ ■ FYRIRLESTRAR 13.30 Doktorsvörn í ónæmisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands fer fram í hátíðasal, Aðalbyggingu. Håvard Jak- obsen líffræðingur ver doktorsritgerð sína. ■ ■ FUNDIR 15.00 Reykjavíkurakademían efnir til ráðstefnu í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Menningarstefna, menn- ingararfur, menningarfræði. Gestir ráð- stefnunnar og aðalfyrirlesarar eru þau Tony Bennett og Barbro Klein. ■ ■ SAMKOMUR 11.00 Framadagar stúdenta verða haldnir í hinu nýja Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og standa til klukkan 18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 42 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 JANÚAR Föstudagur Nærföt tékkneskra hermanna,sovéski fáninn og fallhlíf frá Sovétríkjunum eru meðal þess sem tékkneska myndlistarkonan Jana Vyborna-Turunen notar sem hrá- efni í verk sín. Úr þessu býr hún til pappír, og úr pappírnum gerir hún síðan flíkur, eins konar herklæði, sem þó eru gjörsamlega ónothæf til hernaðar. „Ég er að búa til eins konar andbúninga, herklæði sem eru sérhönnuð til þess að vera ónot- hæf til þess að drepa,“ segir Jana. Í gær opnaði hún sýningu í Nor- ræna húsinu í Reykjavík. Yfir- skrift sýningarinnar er „Flíkur til friðar“. Jana Vyborna-Turunen er fædd í Tékkóslóvakíu árið 1969. Tvítug tók hún virkan þátt í flauelsbyltingunni árið 1989, þegar stjórn kommúnista var kollvarpað með friðsamlegum hætti. „Eitt verkanna er gert úr bleik- um nærbuxum sem faðir minn fékk frá hernum. Hann var lengi í tékkneska hernum og síðan í her- sveitum NATO, alveg þangað til hann fór á eftirlaun.“ Jana býr nú í Finnlandi ásamt finnskum eiginmanni sínum. Síðast- liðið vor útskrifaðist hún úr lista- háskóla í Helsinki. „Ég var í textíl- og tískuhönnun- ardeild. Þegar kom að því að gera lokaverkefnið langaði mig til þess að gera eitthvað sem væri mikil- vægt fyrir mig. Vegna þess að ég er friðarsinni ákvað ég að fara þessa leið. Ég reyni að sýna að hægt sé að nota þetta hráefni í allt öðrum til- gangi en hernaði, að hægt sé að snúa þessu á hvolf, búa til hvítt úr svörtu.“ Þetta lokaverkefni hennar nefnist Manifesto, og er nú sýnt í Norræna húsinu. Hingað kom hún síðastliðinn föstudag ásamt fimm mánaða syni sínum, sem hefur verið henni innan handar við undirbúning sýningarinn- ar. Þau dvelja hér í eina viku. „Ég reyndi að venja hann af brjósti, en það gekk ekki og því kom hann með mér. Maðurinn minn er að vinna og gat ekki komið með.“ ■ ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON Ég var núna á frumsýningu áEldað með Elvis í Loftkastalan- um,“ segir Laddi. „Það var aldeil- is frábær sýning. Hún tókst rosa- lega vel, góðir leikarar og frábær skemmtun.“ Bestí leikhúsinu Gríman 2003 „Besta leiksýningi ársins“ Lau 10. jan. kl. 21. nokkur sæti laus Fös. 16. jan. kl. 21. örfá sæti laus Fim. 22. jan. kl. 21. laus sæti Lau. 24. jan. kl. 21. laus sæti Sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNO 562 9700 og sellofon@mmedia.is ■ MYNDLISTARSÝNING Ónothæft til hernaðar JANA VYBORNA-TURUNEN ÁSAMT SYNI SÍNUM Jana stendur þarna við eitt verka sinna. Sýning hennar var opnuð í Norræna húsinu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.