Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Bush til Mars R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090 199.0 00.- með stáli að fr aman t li f Ein áhugaverðustu tíðindin í lið-inni viku voru fréttir þess efn- is að Bandaríkjamenn ætli að kýla á metnaðarfulla geimferðaáætlun með auknum fjárveitingum, þar sem planið er meðal annars að setja upp miðstöð á tunglinu og senda mannað geimskip til Mars. Það eru líklega um þrír áratugir þangað til að geimskipið verður sent til Mars, en það er sama. Það er gaman að þessu. Í LJÓSI viðburða í alþjóðamálum undanfarið vilja margir að Bush fari sjálfur til Mars, sem fyrst, og verði þar. Kannski er olía á Mars. Og eins og einn frambjóðandi í for- vali Demókrataflokksins benti á í vikunni þá gæti vel verið að Bush myndi finna á Mars það sem hann hefur leitað að lengi í Írak en ekki fundið, nefnilega gereyðingarvopn. FERÐIN til Mars kostar auðvitað einhverjar skrilljónir bandaríkja- dala, en menn eru ekki að horfa í aurinn, svosem, þegar svona metn- aðarfull verkefni eru annars veg- ar. Áður fyrr þegar farið var í svona geimferðir fyrir mikið fé voru einhverjir sem bentu á að nær væri að gefa hungruðum heimi mat og svoleiðis. Útrýma AIDS í Afríku. Það myndi kosta minna og auka almenna velsæld, og kannski minnka líkur á hryðju- verkum og annarri óáran í leiðinni. Fyrst bæri að gera þetta (að taka til í herberginu sínu) og svo gætu menn skroppið út í geim (farið út að leika). EN MÖNNUM fannst sú hug- mynd almennt ekki sniðug. Og sú rökræða er eiginlega dauð nú orðið. Rauða stjarnan kallar. Áður fyrr voru jarðarbúar skíthræddir við Marsbúana; að þeir myndu herja á jörðina, grænir og ófrýnilegir. Þetta hefur snúist við. Nú mega Marsbúarnir vara sig. Bush er að koma. Og kannski Rumsfeld líka. SJÁLFUR hefði ég reyndar ekk- ert á móti því að skreppa yfir nótt. Það er alltaf gott að komast aðeins burt frá öllum vandamálunum og erfiðleikunum sem herja á mann í daglega lífinu. Komast í smá frí. Slappa af. Mig grunar að það sé einmitt þess vegna – nákvæmlega eins og sumir fara í heimsreisu eða siglingu um karabíska – að leiðtoga hins frjálsa heims langar til Mars. Það gæti verið gott, og jafnvel komið sér vel, að komast burt af jörðinni um stundarsakir. www. .is Taktu þátt í spjallinu á ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.