Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 31 Sjónvarp 36 LAUGARDAGUR EIMSKIP 90 ÁRA Eimskipafélag Ís- lands er 90 ára í dag. Í tilefni þess verður haldin vegleg veisla í Háskólabíói þar sem frumsýnd verður ný heimildarmyndin „Leið- in er greið“ sem fjallar um sögu félagsins. DAGURINN Í DAG 17. janúar 2004 – 16. tölublað – 4. árgangur ÚTSKÝRINGAR RÖKLEYSA Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur dæm- in sanna að olíufélögin gangi fram með hörku gagnvart nýjum félögum á markaði. Hann segir útskýringar olíufélaganna um hækkun bensínverðs rökleysu. Sjá síðu 2 SKAGSTRENDINGUR SELDUR Fisk- iðjan Skagfirðingur hefur keypt Skagstrend- ing af Eimskipafélaginu. Þar með er búið að selja öll innlendu útgerðarfélög Brims. Sölu- verðið er 2,7 milljarðar króna. Sjá síðu 2 FUNDAÐ MEÐ NÝJUM EIGENDUM Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, fundaði með nýjum eigendum ÚA. Hann segir nýja eigendur ætla að reka ÚA sem alvörufyrirtæki. Sjá síðu 4 KAUP GAGNRÝND Kaup innherja í Eimskipfélaginu á sama tíma og félagið gengur í gegnum miklar breytingar eru harðlega gagnrýnd. Forstjóri Kauphallarinn- ar segir ekki ástæðu til aðgerða. Sjá síðu 6 Guðmundur Kristjánsson: Hvað segja mæður drengjanna í handboltalandsliðinu sem hefja leik á Evrópumótinu í Slóveníu í næstu viku? SÍÐA 16 ▲ Landslið í handbolta: Peningar koma og fara HEILBRIGÐISMÁL Vegna gríðarlegs rekstrarhalla stendur stjórn Land- spítalans frammi fyrir því erfiða verkefni að grípa til aðhalds- aðgerða sem eru liður í fyrirhug- uðum 1.500 milljóna króna sparn- aði á spítalanum. Unnið er að veigamiklum breytingum á starf- seminni í ljósi fjárveitinga ársins 2004. Ljóst er að fækkað verður um sem nemur 200 ársverk. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins verður klínísk stoðþjónusta harð- ast úti, einkum endurhæfing og geðsvið, en tæplega 40% niður- skurðarins snerta þessi svið. Mönnun sérgreina og deilda verður meðal annars endurskoðuð, dregið verður úr þjónusturann- sóknum og starfsemi í eldhúsi og þvottahúsi verður skert. Til viðbót- ar fækkar ársverkum þegar endur- hæfing í Kópavogi verður lögð nið- ur, auk starfseminnar í Arnarholti og starfsemi geðsviðs á Flókagötu. Fundað var um málið innan heilbrigðisnefndar Alþingis í gær, að beiðni Margrét Frímannsdótt- ur, Samfylkingunni. „Ef engin breyting verður á rekstrinum þá er ljóst að niður- skurðurinn nú er aðeins hluti af þeim aðgerðum sem þarf að grípa til. Að mínu mati er verið að byrja á öfugum enda. Ráðherra skipaði nefnd til að fjalla um hlutverk Landspítalans og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri sem á að skila af sér í vor. Það hefði verið eðlilegra að tillögur hennar lægju fyrir áður en gripið er til sparnaðaraðgerða,“ segir Margrét Frímannsdóttir. Fulltrúar ASÍ, BHM, BSRB, Læknafélags Íslands og starfs- mannaráðs og trúnaðarmanna Landspítala-háskólasjúkrahúss afhentu Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra ályktun. í henni er niðurskurði á þjónustu og upp- sögnum innan heilbrigðisþjónust- unnar harðlega mótmælt og skor- að á ráðherra að taka þær ákvarð- anir til endurskoðunar. bryndis@frettabladid.is ● fékk mínus styttuna Bubbi Curver: ▲ SÍÐA 30 Kátur upp- tökustjóri ● 56 ára í dag Davíð Oddsson: ▲ SÍÐA 16 Hugrakkur og kænn ● miramax vill sjá hana strax Kaldaljós: ▲ SÍÐA 24 Frábær byrjun ● brjálað að gera Jón Ólafsson: ▲ SÍÐA 38 Laugardags- kvöld Útgerðarfélag Akureyrar var selt í vikunni. Guðmundur Kristjánsson skilur lítið í lát- unum í kringum kaupin og hlakkar til verkefnisins framundan. ▲SÍÐA 14 Geðsvið og endur- hæfing harðast úti Fækkun ársverka á Landspítalanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar er langmest í klínískri stoðþjónustu. Dregið úr útgjöldum spítalans með fækkun 200 ársverka. Strákarnir okkar Michael Jackson: Kveðst vera saklaus KALIFORNÍA, AP Michael Jackson lýsti sig saklausan af ákærum um kynferðisbrot gegn börnum þegar hann var leiddur fyrir rétt í Santa Maria í Bandaríkjunum í gær. Saksóknari hefur lagt fram kæru á hendur Jackson um að hafa sjö sinnum viðhaft óviðurkvæmilega hegðun í garð barna og að hafa tvisvar gefið börnum ólyfjan. Jackson tafðist á leið sinni í dómsalinn þar sem hann gaf sér tíma til að sinna hundruðum aðdá- enda sem mættu til þess að sýna poppstjörnunni stuðning. Dómar- inn í málinu átaldi Jackson fyrir óstundvísina áður en honum voru lesin ákæruatriðin. Dómarinn hefur bannað lög- mönnum að tjá sig um málið en mun taka til skoðunar að veita undanþágu til þess að svara ásök- unum sem kunni að birtast. ■ Menntamálaráðherra: Skólagjöld valkostur í HÍ VIÐTAL „Mér finnst afar jákvætt að Páll Skúlason rektor hafi varpað þessum bolta upp því ég tel að innan Háskólans þurfi að ræða þessa hluti alveg eins og innan stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra um hugsanleg skólagjöld í HÍ í viðtali við blaðið í dag. „Mín skoðun er að ef við sjáum að skólagjöld auki hag- vöxt í landinu, skili okkur sterkari og öflugri nemendum og kröftugri og frjórri háskóla þá hljótum við að líta á þetta sem valkost. Við getum ekki kveðið þetta í kútinn bara af því að þetta heita skólagjöld.“ Sjá nánar á síðum 20 og 21. Leigubílstjóri yfirheyrður af lögreglu: Staðfestir frásögn Mijailovics STOKKHÓLMUR Leigubílstjóri sem ók Mijailo Mijailovic heim eftir að hann hafði ráðist á sænska utanrík- isráðherrann Önnu Lindh hefur gefið sig fram við lögreglu. Leigu- bílstjórinn staðfestir frásögn Mijailovics af því sem gerðist eftir árásina 10. september síðastliðinn. Að sögn talsmanns sænsku lög- reglunnar gaf leigubílstjórinn sig fram á fimmtudag eftir að hann hafði séð myndir af Mijailovic í fjölmiðlum og áttað sig á því hver maðurinn var. Við yfirheyrslur sagðist bílstjórinn hafa ekið Mijailovic frá verslunarmiðstöð- inni þar sem Lindh var stungin til bana og að heimili hans skammt fyrir utan Stokkhólm. Lögreglan hafði fram að þessu dregið í efa þá staðhæfingu Mijailovics að hann hefði tekið leigubíl heim eftir árás- ina þar sem bílstjórinn hafði ekki fundist. Í viðtali við Aftonbladet sagði leigubílstjórinn að Mijailovic hefði verið fámáll en síðan opnað sig og byrjað að tala um stelpur. ■ MICHAEL JACKSON MÆTIR Í DÓMHÚSIÐ Í gær var dómtekið í Kaliforníu mál saksóknara gegn poppstjörnunni Michael Jackson. Jackson er sakaður um kynferðisbrot gegn börn- um og liggja níu kærur á hendur honum fyrir dóminum. Jackson lýsti sig saklausan við dómtökuna í gær. Fjöldi fólks sýndi stjörnunni stuðning sinn og máttu lögreglumenn hafa sig alla við til þess að för Jackson væri ekki hindruð af æstum áhangendum. VEÐRIÐ Í DAG TILLAGA UM FÆKKUN ÁRSVERKA Ársverk Klínísk stoðþjónusta endurskoðuð (einkum endurhæfing og geðsvið) 75 Ýmis óskilgreind ársverk 30 Endurskoðun mönnunar sérgreina og deilda (læknar og hjúkrunarfr.) 25 Umsýsla eigna, upplýsingamál, eldhús og þvottahúsa 20 Rannsóknir og kennsla 20 Þjónusturannsóknir endurskoðaðar 10 Yfirstjórn og fjárreiðustörf 10 Bókasafnsmál, gagnasmiðja 5 Samtals 200 MIKIL SNJÓKOMA SUNNAN- LANDS Það dregur úr ofankomunni í höfuðborginni um hádegið. Víða hætt við skafrenningi enda er þetta lausamjöll og nokkur gjóla. Hlýnandi veður seint á morgun. Sjá síðu 6.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.