Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 2
2 17. janúar 2004 LAUGARDAGUR „Nei, ég verð eins og broskall í hvert sinn sem ég heyri minnst á Samkeppnisstofnun.“ Ólafur Hauksson er framvæmdastjóri Iceland Express en Samkeppnisstofnun er að athuga hvort auglýsingar félagsins brjóti gegn lögum. Spurningdagsins Ólafur, ertu nokkuð flugleiður á Sam- keppnisstofnun? NEYTENDUR „Dæmin sanna að oftar en ekki hafa markaðsráðandi olíu- félag farið fram með ákveðinni hörku þegar nýir aðilar koma á markaðinn. Það er skýrt í sam- keppnislögum að undirverðlagn- ing svo nýir aðilar hrökklist út af markaði er bönnuð. Menn hljóta að skoða þetta í samhengi hjá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiða- eigenda, um bensínlækkanir olíu- félaganna í síðustu viku. „Atlantsolía lét að sér kveða. Þegar fyrirtækið hóf bensínsölu voru viðbrögð olíufélaganna að lækka verulega bensínverð í sjálfsafgreiðslu. Þegar bensín- birgðir Atlantsol- íu þrutu létu við- brögðin ekki á sér standa. Olíufélög- in hækkuðu aftur bensínverð. Það er erfitt að líta fram hjá því að þarna séu engin tengsl á milli,“ segir Runólfur Stóru olíufé- lögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís báru við ráð- andi heimsmark- aðsverði aðspurð- ir hvað varð til að bensínverð hækkaði um leið og olíubirgðir Atlantsolíu þrutu. Runólfur tekur undir að heims- markaðsverð sé í hærri kantinum. „Á móti kemur að jákvæð þróun hefur verið á krónunni gagnvart dollaranum sem verðið miðast við. Ég tel útskýringar olíufélag- anna rökleysu í ljósi þess að til- efni þótti til lækkunar á bensín- verði í síðustu viku.“ Runólfur telur jákvætt fyrir neytendur að nýtt félag fóti sig á markaðinum. „Við sjáum að mikil hreyfing myndast og neytendur njóta góðs af því. Þessi furðulega jólagjöf ríkisstjórnarinnar þegar bensínið hækkaði í desember- mánuði hefur að hluta gengið til baka með aukinni samkeppni. Það er von okkar að Atlantsmenn nái aftur vopnum sínum til þess að halda markaðinum á táberginu.“ Sjá nánar bls. 9 kolbrun@frettabladid.is Fiskiðjan Skagfirðingur kaupir: Skagstrendingarnir sáttir VIÐSKIPTI Fiskiðjan Skagfirðingur hefur keypt Skagstrending af Eimskipafélaginu. Þar með er búið að selja öll innlendu út- gerðarfélögin innan Brims. Söluverðið er 2,7 milljarðar og er söluhagnaður Eimskipa- félagsins 300 milljónir. Bók- færður söluhagnaður allra fyr- irtækja Brims sem búið er að selja er 2,8 milljarðar. Adolf Berndsen, oddviti á Skagaströnd, segir menn ánægða með þessa niðurstöðu. „Það eru engin áform uppi um annað en að fyrirtækið verði áfram með öfluga starfsemi hér á Skagaströnd. Við teljum líka miðað við þá þróun sem verið hefur að það þjóni hagsmunum okkar betur að félagið sé ekki á hlutabréfamarkaði.“ Adolf segir að hreppurinn hafi ekki lagt neitt fé inn í þessi viðskipti. Hreppurinn á bréf í Eimskipafélaginu að mark- aðsvirði yfir hálfan milljarð. Hann segist því afar bjartsýnn fyrir hönd byggðarlagsins og fyrirtækisins. ■ KING HEIÐRAÐUR Mótmælendunum var haldið víðs fjarri for- setanum þegar hann lagði krans að leiði Martins Luther King. Martin Luther King heiðraður: Púað á Bush BANDARÍKIN George W. Bush Banda- ríkjaforseti var púaður niður þegar hann lagði krans við legstað mann- réttindafrömuðarins Martins Luther King í Atlanta í Georgíu. Hundruð manna söfnuðust saman við gröfina 15. janúar í tilefni af því að 75 ár voru liðin frá fæðingardegi Kings. „Farðu heim til þín, Bush,“ hróp- aði mannfjöldinn en svæðið í kring- um gröfina hafði verið girt af til að koma í veg fyrir að forsetinn yrði fólksins var. Mótmælendurnir sögðu að stefna Bush væri í hróp- legri andstöðu við þau gildi sem King stóð fyrir. ■ Veður enn slæmt: Bannsvæði í Ólafsfirði VEÐUR „Ferðir manna eru bannaðar frá Kvíabekk og fram eftir firðin- um. Við hleypum ekki fleirum en þremur vélsleðamönnum inn á svæðið í einu,“ segir Jón Konráðs- son hjá lögreglunni á Ólafsfirði. Hann segir hátt í annað hund- rað kindur vera á bænum Bakka þar sem snjóflóð féll í vikunni og þangað hafi þurft að fara til að gefa fénu. Einn maður lét lífið í flóðinu. ■ Esso og Olís lækkuðu bensínverð í gær: Bensínstríðið heldur áfram NEYTENDUR Olíufélögin Esso og Olís ákváðu í gær að lækka á ný bensín- verð á þjónustustöðvum félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á báðum stöðum lækkaði sjálfsafgreiðslu- afslátturinn um 7,20 krónur og 9,90 króna lækkun varð á dísilolíu. Verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu eftir þessa breytingu er því 93,70 krónur og dísillítrinn kostar 35,90 krónur. Verð hjá Skeljungi hélst óbreytt í gær. Olís lækkaði einnig verð á bensínlítranum á sjálfsafgreiðslu- stöðvum ÓB. Lækkunin nam þremur krónum og tuttugu aurum og kostar bensínlítrinn nú 92,50. Sem fyrr er bensínverð lægst hjá Orkunni. ■ NEYTENDUR Bensínlítrinn af 92 oktan bensíni er einungis dýrari í Hollandi en á Íslandi að því er fram kemur í könnun frá Félagi íslenksra bifreiðaeigenda. Borið var saman verði í 28 Evrópulöndum auk Bandaríkj- anna. Bensínlítrinn er dýrastur í Hollandi og ódýrastur í Banda- ríkjunum. Þetta kemur fram í nýrri samanburðarkönnun FÍB. Stefán Ásgrímsson hjá FÍB segir verðið miðað við 92 oktan blýlaust bensín, afgreitt á bílinn af starfsmanni bensín- afgreiðslustöðvar. Hann segir afslætti vegna sjálfdælinga svipaðir og hér á landi eða á bil- inu þrjár til fimm krónur. Af þessu að dæma sé því um raun- hæfan samanburð að ræða. ■ Heimahjúkrun: Framlengja ekki HEILBRIGÐISMÁL Stjórnendur Heilsu- gæslunnar munu ekki nýta sér rétt til að framlengja uppsagnarfrest starfsfólks í heimahjúkrun um þrjá mánuði, að sögn Grétars Guð- mundssonar, starfsmannastjóra hjá Heilsugæslunni. Sá frestur rennur út á morgun, sunnudag. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er stjórnendum heimilt að framlengja uppsagnarfrest um þrjá mánuði þar til sex vikur eru eftir til þess tíma sem uppsagnir taka gildi. Rúmlega 40 starfsmenn heima- hjúkrunar hafa sagt upp störfum vegna. ■ ADOLF H. BERNDSEN Oddvitinn segir Skagstrendinga sátts við niðurstöðu sölu Skagstrendings og telja hana farsæla bæði fyrir byggðarlagið og fyrirtækið. BENSÍNVERÐ Holland 102,1 Ísland 100,9 Bretland 96,5 Danmörk 95,8 Þýskaland 93,7 Belgía 89,3 Noregur 89,1 Ítalía 89,0 Svíþjóð 87,7 Frakkland 87,6 Finnland 86,6 Portúgal 83,3 Írland 75,7 Ungverjaland 74,7 Austurríki 74,4 Króatía 74,2 Sviss 72,7 Luxembourg 72,3 Grikkland 70,9 Slóvakía 70,3 Slóvenía 69,6 Spánn 69,1 Tékkland 65,0 Búlgaría 62,6 Pólland 62,6 Litháen 60.1 Rúmenía 56,2 Eistland 52,1 Lettland 50,7 Bandaríkin 34,7 Bensínverð í Evrópu og Bandaríkjunum: Næstdýrast á Íslandi BENSÍNVERÐ Á SJÁLFS- AFGREIÐSLUSTÖÐUM BENSÍNSTÖÐVA Í GÆR bensín dísilolía Atlantsolía Uppselt 35,00 Esso Express 92,50 34,90 Orkan 92,40 34,80 ÓB 92,50 34,90 Esso 93,70 35,90 Olís 93,70 35,90 Shell 96,90 41,80 Olíufélögin mæta samkeppni með hörku Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur dæmin sanna að olíu- félögin gangi fram með hörku gagnvart nýjum félögum á markaði. Hann segir útskýringar olíufélaganna um hækkun bensínverðs rökleysu. BENSÍNSTRÍÐIÐ HELDUR ÁFRAM Olís og Esso lækkuðu bæði bensínverð á 95 oktan bensíni í gær. Esso reið á vaðið og Olís fylgdi fljótlega í kjölfarið. RUNÓLFUR ÓLAFSSON Runólfur telur já- kvætt fyrir neyt- endur að nýtt fé- lag fóti sig á markaðinum. Illviðri á Suðvesturhorni: Mikið um árekstra í Reykjavík VEÐUR Veður gerði ferðalöngum á suðvesturhorninu erfitt fyrir í gær. Bæði Hellisheiðin og Reykjanes- vegur voru illfærir þótt leiðunum hafi ekki verið lokað í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Selfossi var nokkuð annríki í gær við að aðstoða bíla sem lentu í vandræðum vegna færðar og slæms skyggnis á Hellis- heiðinni í gær og voru björgunar- sveitir í Hveragerði einnig gerðar út af þessum sökum. Í Reykjavík var mikið um árekstra en engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var færðin víða erfið í höfðuborg- inni sérstaklega vegna hálku. ■ SEX NÝBURAR LÉTUST Sjúkra- húsi í bænum Krasnoturinsk í Rússlandi var lokað eftir að sex nýburar létust úr sjaldgæfri lungnabólgu á innan við þremur vikum. Talið er að sjúkdómurinn hafi borist á milli barnanna með öndunartækjum sem voru ekki nægilega vel sótthreinsuð. Sak- sóknarar hafa hafið rannsókn á dauða barnanna. ÓTTAST UM LÍF NÍTJÁN MANNA Að minnsta kosti fimm manns fórust þegar bátur sökk undan ströndum Kanaríeyja. Báturinn var yfirfullur af ólöglegum inn- flytjendum á leið til Spánar. Björgunarmenn hafa fundið lík fjögurra karlmanna og einnar konu en fjórtán er enn saknað. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.