Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 23
24 17. janúar 2004 LAUGARDAG Barna- og unglinganámskeiðin „Kátir krakkar“ fyrir 7 til 12 ára og „Unglingafjör“ fyrir 13 til 16 ára eru að hefjast í Heilsugarði Gauja litla Þessi vinsælu námskeið eru ætluð börnum og unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða og/eða hafa orðið fyrir aðkasti vegna líkamsútlits. Unnið er náið með börnunum og foreldrum þeirra sem fá fræðslu frá næringar ráðgjafa. Dagskráin er fjölbreytt með skemmtilegum nýjung - um. Námskeiðin skila góðum árangri og auka sjálfs traust og lífsgleði barnanna. Takmark aður fjöldi þátttakenda gerir námskeið ið persónulegra og árangurs - ríkara. Upplýsingar og tímapantanir í síma 561 8585 eða 660 8585 Tinna Björt Magga Sigga Jón Páll Agnar Jón Gaui litli Miramax vill Kaldaljós Það hringdi hingað maður fráLondon á fimmtudag frá inn- kaupadeild Miramax,“ segir Ís- leifur Þórhallsson hjá Íslensku kvikmyndasamsteypunni. „Þeir eru örugglega að vakta það sem gerist fyrir utan Bandaríkin. Þeir eru stærstir af þessum dreifing- araðilum í Bandaríkjunum og eru þekktir fyrir það að uppgötva myndir, pikka þær upp og dreifa þeim um allan heim. Gott dæmi er myndin La Vita e bella.“ Ísleifur segir Miramax sýna þó nokkurn áhuga og að gott gengi myndarinnar fram til þessa sé lík- legast kveikjan að því. „Það hefur vakið athygli þeirra að Kaldaljós er opnunarmynd kvikmyndahátíð- arinnar í Gautaborg og að hún er núna komin inn á kvikmyndahátíð- ina í Berlín. Svo fylgjast þeir líka með aðsókn og hafa séð hvað hún gengur vel hérna á Íslandi. Íslensk kvikmyndagerð er greinilega kom- in á kortið. Þeir vilja sjá myndina sem fyrst, fyrir Gautaborgarhátíð- ina, svo þeir hafi forskot á aðra.“ Kvikmyndahátíðin í Gautaborg er stærsta kvikmyndahátíð Norð- urlanda og hefst 23. janúar næst- komandi. Íslenska kvikmynda- samsteypan vonast því til að það náist að setja upp sýningu á Kaldaljósi fyrir Miramax í næstu viku. Áætlað er að finna sal í London og fara þangað með filmu til þess að kvikmyndafólkið geti séð myndina við bestu mögulegu aðstæður. Menn eru skiljanlega spenntir. „Það er þó aldrei að vita hvað verður úr þessu,“ segir Ísleifur hógvær en greina má spenning í málrómi hans. „Það er örugglega mjög mikið sem kemur inn á borð til þeirra sem ekkert verður úr. Allt varðandi þessa mynd hefur farið rosalega vel af stað. Það er ótrúlega öflug byrjun að hlutirnir séu að gerast svona hratt.“ Framleiðendurnir hafa þegar fundið fyrir áhuga frá fleiri kv myndahátíðum og þar á me Cannes, stærstu kvikmyndahá Evrópu, sem er haldin árleg Frakklandi í maí. Ljóst er þó Kaldaljós verður ekki með í sla um um Gullpálmann, því í þe keppni er þátttökuskilyrði myndin sé frumsýnd á hátíðin „Þetta er ansi fjörugt þessa d ana. Hún er ekki gjaldgeng í að keppnina en getur verið me keppnum sem eru við hliðina er ótrúlega gott að komast inn Þeir vilja fá að sjá hana. Við ve um bara við öllum þessum bei um og sjáum hvað gerist,“ se Ísleifur að lokum. ■ Kvikmyndir KALDALJÓS ■ Hefur fengið ótrúlegar viðtökur erlend- is. Nú vill kvikmyndafyrirtækið Miramax kynna sér myndina með hugsanlega dreifingu um allan heim í huga. KALDALJÓS Hópur aðstandenda myndarinnar fylgir myndinni til Gautaborgar. Þar á meðal verð Hilmar Oddson leikstjóri, Ingvar Sigurðsson aðalleikari og börn hans. Hermigervill kemur svosannarlega ferskur til leiks með þessari skemmtilegu dans- plötu. Honum hefur verið líkt við DJ Shadow og blandar eins og hann ýmsum laga- og texta- bútum listilega saman við dans- tónlistina. Það sem gerir Hermigervil frábrugðnum erlendum plötu- snúðum er auðvitað sú stað- reynd að hann er íslenskur og notar eins og eðlilegt er töluvert af íslenskum bútum í lögin sín. Þetta er eitthvað sem hérlendir rapparar hafa gert töluvert af undanfarin ár en ekki veit ég til þess að margir danstónlistar- menn hafi tekið þetta upp. Þessi leið var því löngu orðin tímabær eins og sannast vel hér. Af lögunum sextán stóðu Eggjahvíta, Hávaðasegguri Stolið frá Pabba, Frónbútar Vorkvöld í París upp úr. Þar voru íslensku bútarnir nota vel en hóflega þannig að þ drægju ekki athyglina heildarútkomunni. Í flestum ö um lögum voru íslenskir bú hins vegar af skornum skamm sem gerði þau þar af leiðandi f svipuð því sem áður hefur ve gefið út í þessum geira. Engu að síður, virkilega plata og frábært framtak Hermigervli. Freyr Bjarna Umfjölluntónlist HERMIGERVILL: Lausnin Frábært framtak SKRÝTNA FRÉTTIN Múslimar í Malasíu berjast nú fyrir því að fyrirhugaðir tónleikar bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey verði blásnir af. Ástæðan er sú að hún þykir of klúr fyrir siðprúða borgara landsins. „Það vita allir að Mariah Carey ber sig á borð á kynþokkafullan, óáviðunandi hátt,“ sagði Ahmid Sabki, leiðtogi Pan-flokksins sem er samansettur af islömskum strangtrúarmönnum. „Hún er ekki sæmandi fyrirmynd fyrir unga Malasíubúa.“ Tónleikar Mariuh eiga að fara fram í Kuala Lumpur þann 22. febrúar. Hún er þegar komin með leyfi stjórnvalda. „Að leyfa slíka tónleika er sam- þykki á gildum sem eru í algjörri andstæðu við lifnaðarhátt okkar og menningu,“ sagði Sabki reiður og benti á að tónleikarnir væru illa tímasettir, þar sem þeir falla á áramót múslima. Vestræn menning er vinsæl í Malasíu, sem annars staðar, en mótspyrnan gegn henni hefur verið óvenju hörð. Margar Hollywood-myndir sem innihalda kynlíf, ofbeldi eða blótsyrði hafa verið bannaðar, þar á meðal allar Austin Powers-myndirnar, en eru þær stórhættulegar. ■ MARIAH CAREY ■ þykir of klúr fyrir Malasíu. Skrýtnafréttin MARIAH CAREYEr talin handbendi djöfulsins í Malasí Of klúr fyrir Malasíu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.