Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 6
6 19. janúar 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Á laugardaginn var opnuð myndlist-arsýningin Frost Activity í Listasafni Reykjavíkur. Myndlistarmaðurinn hefur undanfarið gert garðinn frægan í útlönd- um. Hvað heitir hann? 2Fyrirtæki, gjarnan kallað óskabarnþjóðarinnar, hélt upp á 90 ára afmæli sitt í vikunni. Hvaða fyrirtæki er þaði? 3Um helgina tókst konu í fyrsta sinn aðklára hring undir pari í PGA-móta- röðinni. Hvað heitir konan? Svörin eru á bls. 30 Skagstrendingar: Seldu bréf í Eimskipi ATVINNUMÁL Sveitarfélagið Höfða- hreppur á Skagaströnd seldi öll hlutabréf sín í Hf. Eimskipafélagi Íslands skömmu fyrir lokun markaðar á föstudaginn. Hlutur- inn var ríflega 73 milljónir að nafnverði og var söluverðið 8,25. Adolf H. Berndsen, oddviti hreppsins, segir að gott verð hafi boðist fyrir bréfið. „Nú tengist Eimskipafélagið ekki lengur at- vinnustarfsemi hér og þótt enginn skuggi hafi hvílt á samstarfi okk- ar við Eimskip var þetta góður tímapunktur,“ segir Adolf. Að sögn Adolfs er ávöxtun hlutafjáreignar hreppsins í Eim- skip yfir 50% á tveimur árum en hreppurinn eignaðist bréfin þegar Brim keypti öll hlutabréfin í út- gerðarfélaginu Skagstrendingi. Sama dag og Eimskipafélagið seldi fiskiðjunni Skagfirðingi öll bréf í Skagstrendingi fyrir 2,7 milljarða losaði hreppurinn sig út úr Eimskipi. Viðskiptin voru ekki tilkynnt í Kauphöll Íslands þótt Adolf hafi átt sæti í stjórn Brims fyrir hönd Höfðahrepps. ■ SÉRFRÆÐINGAR GAGNRÝNDIR Sér- fræðingar sem stýra aðgerðum gegn malaríu hafa verið sakaðir um vanrækslu í baráttunni við sjúkdóminn í Afríku og því haldið fram að ódýr lyf sem þangað eru send, séu gagnslaus. Þetta kemur fram í breska læknaritinu The Lancet. AUKIN ÞÁTTTAKA BARNA Alþjóð- leg mannréttindasamtök, þar á meðal Mannréttindavaktin og Amnesty International, segja að þátttaka barna í hernaði í heimin- um hafi aukist víða á síðasta ári þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirn- ar hafi beitt sér gegn því með ýmsum hætti. Ástandið sé verst í Afríku og þá sérstaklega á Fíla- beinsströndinni, Líberíu og Kongó. Tækniþungun: Segist hafa klónað fóstur VÍSINDI Bandaríski læknirinn, Panos Zavos, sem er sérfræðing- ur í frjósemisaðgerðum, heldur því fram að hann hafi nýlega kom- ið fyrir klónuðum fósturvísi í legi 35 ára gamallar konu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Zavos boðaði til á hóteli í Lundún- um á laugardaginn en hann sagði þó of snemmt að segja hvort kon- an héldi fóstrinu. Zavos sagði að fósturvísirinn hefði verið klónaður úr eggfrumu konunnar og húðfrumu eigin- mannsins. Hann vildi ekki upplýsa hvar aðgerðin hefði farið fram en fullyrti að það hefði ekki verið í Bandaríkjunum eða Evrópu. ■ BLAÐAMENN HITTA MEINTA NJÓSNARA Yfirvöld í Kína hrundu af stað óvenjulegri fjölmiðlaherferð gegn Taívan í gær. Fólk sem handtekið hefur verið fyrir að stunda njósnir fyrir taívanska herinn var látið standa fyrir framan erlenda blaðamenn og lýsa iðrun vegna gjörða sinna. Einnig var blaðamönnum boðið að taka viðtal við sakborningana. HEIMILISTÆKJUM STOLIÐ Brot- ist var inn í hús sem er í smíð- um í Hveragerði og stolið það- an heimilistækjum sem átti að setja í eldhúsinnréttingu. Inn- brotið var tilkynnt í gærmorg- un. Að auk var einn tekinn fyrir ölvun við akstur á Selfossi í fyrrinótt. FJÖLMENNT Á PÖBBUM Fjöl- mennt var á pöbbum á Egils- stöðum í fyrrinótt en allt fór vel fram. Að sögn lögreglunnar voru menn almennt í góðu skapi. RÓLEGT Á HÖFN Rólegt var að gera hjá lögreglunni á Höfn í fyrrinótt. Um næstu helgi verð- ur þar 500 manna dansleikur í tengslum við þorrablót og fólk því að spara sig að sögn lög- reglunnar. Útsala – Útsala – Útsala Útsala – Útsala – Útsala Rammamiðstöðin Síðumúla 34 Innrömmuð plaggöt og speglar 30-40% afsláttur Tilbúin karton 50% afsláttur Tilbúnir rammar verð frá kr 100 Ótal aðrir rammar á tilboði Innrömmun 20% afsláttur Trérammar 24x30 kr 500 Álrammar 24x30 kr 600 Álrammar 42x60 kr 600 Smellurammar 40x50 kr 350 Smellurammar 15x21 kr 60 Álrammar 40x50 kr 990 TILBOÐ: KALLAÐ EFTIR AÐSTOÐ Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir hjálp al- þjóða samfé- lagsins um 400 til 500 milljón dollara aðstoð vegna uppbygg- ingarstarfsins í Líberíu eftir fjórtán ára borgarastyrjöld, sem lauk með friðarsamningum í ágúst. Um 7.500 friðargæsluliðar eru nú í landinu á vegum Sameinuðu þjóð- anna og hefur ástandið farið batn- andi að sögn Jacques Klein, sendi- fulltrúa SÞ. Kona hvarf fyrir 28 árum í Bretlandi: Eiginmaður ákærður ENGLAND, AP Yfirvöld í Bretlandi hafa ákært 59 ára karlmann fyrir að myrða eiginkonu sína sem hvarf fyrir 28 árum. Lík konunnar fannst fyrir sjö árum í stöðuvatni í Englandi. Gordon Park var einnig ákærður skömmu eftir að líkið fannst árið 1997 en málið var látið niður falla vegna skorts á sönnunum. Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa hvers vegna málið var tekið upp að nýju. Park hélt því fram að eigin- konan hefði horfið sporlaust þegar hann var í skemmtiferð með börnum þeirra í júlí 1976. 21 ári síðar fannst lík hennar í Coniston-vatni, skammt frá heimili hjónanna í Vatnahérað- inu. Líkið lá á 21 metra dýpi, í svörtum ruslapoka sem var haldið niðri með lóðum. ■ ADOLF H. BERNDSEN Oddviti Höfðahrepps á Skagaströnd ■ Afríka ■ Lögreglufréttir ■ Asía ■ Afríka Mannskæð sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 20 manns fórust og meira en 60 særðust í sjálfs- morðsárás í Bagdad. Ekið var upp að aðalhliði höfuðstöðva bandaríska hersins þar sem tugir íraskra starfsmanna voru. ÍRAK Að minnsta kosti 20 fórust og meira en sextíu slösuðust þeg- ar öflug bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska hersins í Bagdad í gærmorgun. Sprengingin varð um klukkan átta að staðartíma nálægt vel vörðu aðalhliði höfuðstöðvanna, sem eru í Lýðveldishöll Saddams Hussein, fyrrum Íraksforseta, í hjarta höfuðborgarinnar. Þetta er mannskæðasta sprengjuárásin í Írak síðan Saddam var handtekinn og er talið að flest fórnarlambanna séu íraskir borgarar sem voru á leið til vinnu sinnar í höfuðstöðvun- um og biðu þess við hliðið að komast í gegnum stranga örygg- isgæslu. Að sögn talsmanns Banda- ríkjahers er talið að tveir banda- rískir starfsmenn verktakafyrir- tækis séu meðal hinna látnu en erfitt sé að bera kennsl á líkin vegna þess hve illa þau séu farin. Hann staðfesti að sex Banda- ríkjamenn væru í hópi þeirra særðu, þar af tveir hermenn. Einn sjónarvotta, sem beið þess að komast í gegnum hliðið, sagðist hafa séð pallbíl framar- lega í bílaröðinni og hefði öku- maðurinn reynt að komast fram fyrir aðra bíla í röðinni. Bíllinn hefði síðan sprungið um tveimur bíllengdum frá hliðinu og er talið að um hálft tonn af sprengiefni hafi verið í bílnum. Annar sjónarvottur sagði að flestir sem fórust í árásinni hefðu verið í bílum sínum. „Þeir voru fastir inni í bílunum og áttu enga möguleika á að sleppa lif- andi,“ sagði maðurinn. Akandi vegfarandi, sem átti leið hjá um leið og sprengjan sprakk, sagði að hún hefði verið svo öflug að bíll hans hefði tekist á loft. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, sem hittir Kofi Annan, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna á fundi í höfuðstöðvum SÞ í New York í dag, sagði að sjálfs- morðsárásin í gær væri glóru- laust illvirki og enn einu sinni væri það saklaust fólk sem ráðist væri gegn. Hann sagði árásina enn eitt dæmið um grimmd og napurlegan ásetning hryðju- verkamannanna um að grafa undan frelsi, lýðræði og framför- um í Írak. „Þeim mun ekki takast það,“ sagði Bremer. ■ HREINSAÐ TIL Á SPRENGJUSTAÐNUM Sjónarvottar segja að sprengjubíllinn hafi verið tveimur bíllengdum frá hliðinu þegar sprengjan sprakk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.