Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 19. janúar 2004 Salan á Útgerðarfélagi Akureyringa: Akureyringar skili kvótanum vestur SJÁVARÚTVEGSMÁL „Að mínu mati er nauðsynlegt að fá hluta Akureyrar- kvótans vestur,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Fram- sóknarflokks, í framhaldi af sölunni á Útgerðarfélagi Akureyringa til feðganna á Rifi. Kristinn vísar til þess að Akureyringar hafi sogað til sín kvóta og veiðiheimildir í tíð kvótakerfisins og af orðum hans má marka að komið sé að skuldadögum. Einna þekktastir eru feðgarnir á Rifi fyrir kaupin á Básafelli, stærs- ta fyrirtæki Vestfirðinga, sem þeir leystu upp. Kristin bendir á að nú sé kjörið tækifæri fyrir feðgana að bæta Vestfirðingum skaðann. Hann segir fyrirliggjandi að úti- lokað verði að reka ÚA í sömu mynd. Fjárfesting upp á níu millj- arða gangi ekki upp að óbreyttu og kalli á breyttan rekstur. Hann segir að nú sé orðið áberandi að heima- menn reyni að kaupa til baka fyrir- tæki sem áður hafi verið skráð á verðbréfamarkaði. Ástæðan sé ótt- inn um að missa skip og veiðiheim- ildir frá byggðalögunum. „Við sjáum að þetta er að gerast varðandi Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði og sömu sögu er að segja frá Grundarfirði. Óttinn við að missa fyrirtækin er svo ríkur að menn taka fyrirtæki af markaði til að breyta þeim aftur í fjölskyldu- fyrirtæki,“ segir Kristinn. ■ Reykjanesbær: Tekinn við aðstoðinni HÆLISLEITENDUR Reykjanesbær hefur tekið við helstu aðstoð við þá sem leita pólitísks hælis hér- lendis. Í því felst að bærinn sér þeim fyrir fæði og húsnæði auk annarrar aðstoðar. Við þetta njóta bæjaryfirvöld aðstoðar Rauða kross Íslands sem hefur haft þessa þjónustu með höndum und- anfarin ár, en lét af henni um ára- mót. Starfsemin byggist fyrst um sinn á munnlegu samkomulagi bæjaryfirvalda og Útlendinga- stofnunar. Stefnt er að því að undirrita samning um starfið í næstu viku. ■ KRISTINN H. GUNNARSSON Vill að hluti af kvóta Útgerðarfélags Akureyringa. Ungt fólk: Tólfti hver atvinnulaus ATVINNA Tólfti hver einstaklingur á vinnumarkaði, á aldrinum 16 til 24 ára, var atvinnulaus á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs sam- kvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Atvinnuleysi í ald- urshópnum mældist átta prósent, snöggtum meira en á þriðja árs- fjórðungi þegar atvinnuleysið mældist 4,4%. Atvinnuleysið unga fólksins er þó litlu minna við lok ársins en upphaf þess þegar það mældist 8,6%. Mest mældist það í apríl, maí og júní þegar um það bil átt- undi hver 16–24 ára einstaklingur á vinnumarkaði var atvinnulaus. ■ FYRSTA LESTARFERÐIN Í TVÖ ÁR Lestarsamgöngur milli Pakistans og Indlands hófust aftur í fimmtudaginn eftir tveggja ára hlé, eða frá því þjóðirnar slitu stjórnmálatengslum árið 2001 eftir sprengjuárás hryðjuverka- manna á þinghúsið í Delhí. Fyrsta lestin lagði upp frá Lahore í Pakistan með um 60 manns inn- anborðs og var fyrsti áfangastað- ur, landamærabærinn Attari í Indlandi. VIRTUR BLAÐAMAÐUR DREPINN Þúsundir íbúa bæjarins Khulna í Bangladesh vottuðu í gær Manik Saha, einum virtasta blaðamanni landsins, virðingu sína, en hann fórst í sprengjuárás í miðbæ Khulna á fimmtudaginn. Saha, sem var 45 ára og formaður blaða- mannafélagsins í Khulna, var á leið til skrifstofu sinnar í leigu- hjólavagni þegar óþekktur maður henti sprengju að vagninum. SLEPPA STRÍÐSMÖNNUM Stjórn- völd í Afganistan hafa sleppt lausum 49 pakistönskum föngum sem sagðir eru fyrrum stríðs- menn talíbana. Fangarnir voru í haldi í Kabul og var sleppt að skipan Hamids Karzai, forseta Afganistans, en afgönsk og paki- stönsk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um að sleppa föngum af hvers annars þjóðerni. ■ Asía ATVINNULEYSI 16 - 24 ÁRA 1. ársfjórðungur 2003 8,6% 2. ársfjórðungur 2003 12,2% 3. ársfjórðungur 2003 4,4% 4. ársfjórðungur 2003 8,0% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.