Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 12
12 19. janúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Evrópa FERÐIN TIL HIMNA Kanadíska listakonan Danny Callan leggur síðustu hönd á íslistaverkið sitt „Ferðin til himna“, sem verður til sýnis á alþjóðlegri íslistaverkasýningu í Lake Louise. Íslensk stjórnskipun 100 ára: Minnisvarði um Hannes Hafstein á Ísafirði MINNISVARÐI Á laugardag var af- hjúpaður við Fischershús á Ísa- firði minnisvarði um fyrsta ráðherra Íslands, Hannes Haf- stein, en 1. febrúar næstkom- andi eru 100 ár liðin frá því Ís- lendingar fengu heimastjórn. Þjóðin fagnar þá 100 ára af- mæli íslenskrar stjórnskipun- ar. Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, afhjúpaði minn- isvarðann, fór með erindi úr aldamótaljóði skáldsins, og þakkaði Ísfirðingum framtak- ið. Hannes Hafstein var skipað- ur sýslumaður árið 1895, en kom til Ísafjarðar vorið 1896. Hann bjó öll sýslumannsár sín í Fischershúsi og var þingmaður Ísfirðinga 1900–1901. Eftir afhjúpun minnisvarð- ans var fjölmenni við athöfn í Safnahúsinu þar sem Lúðra- sveit Ísafjarðar lék, Jónas Tómasson spilaði á þverflautu og Karlakórinn Ernir söng. Þá var efnt til hátíðarkvöldverðar á Hótel Ísafirði, þar sem strengjasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar lék og Ingunn Ósk Sturludóttir frá Vigur söng. ■ Mannskæð snjóflóð í Austur Evrópu: Sjö látnir BÚKAREST, AP Að minnsta kosti fimm manns fórust og þrír slösuð- ust lítillega í snjóflóði í Karpata- fjöllum í gær. Fólkið sem lenti í snjóflóðinu var að fylgjast með skíðakeppni. Þá fórust tveir króatískir skíða- menn á laugardag í snjóflóði í sló- venska hluta Alpanna. Tveir félag- ar mannanna sluppu naumlega undan flóðinu og gátu gert viðvart. Lík mannanna sem fórust fundust ekki fyrr en í gærmorgun. Að sögn yfirvalda hafði verið gefin út viðvörun vegna snjó- flóðahættu en mennirnir héldu engu að síður á fjallið. ■ Stórútsala Glæsilegar ullarkápur og hlýjar úlpur Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. KJARAMÁL Verslunarmannafélag Reykjavíkur kynnti launakröfur sínar á fjölmennum fundi á Hótel Nordica í fyrrakvöld en kröfur verslunarmanna á hendur atvinnu- rekendum voru settar fram sköm- mmu fyrir jól. Verslunarmenn eru reiðubúnir til að gera samning til fjögurra ára, ef meginmarkmiðin nást fram. Þau eru að tryggja stöðugleika, halda verðbólgu í skefjum, semja um kaupmátt, hækka lægstu laun, auka atvinnuöryggi og trygginga- vernd og tryggja viðunandi starfs- kjör fyrir hóflegan vinnutíma. Launakröfur VR í komandi kjarasamningum eru svipaðar þeim kröfum sem Starfsgreina- sambandið og Flóabandalagið hafa lagt fram. VR fer fram á sérstaka hækkun lægstu launa, þannig að lágmarkslaun verði 130 þúsund krónur í lok samningstímans. Kraf- ist er 5% almennrar launahækkun- ar á ári, næstu tvö árin og 4% árin 2006 og 2007. VR vill aukið valfrelsi um fyrir- komulag launahækkana. Þannig fái verslunarmenn að velja hvort þeir fá alla launahækkunina greidda eða taki hluta hennar út í auknu or- lofi eða viðbótar séreignarlífeyris- sparnaði. Líkt og önnur verkalýðsfélög, fer VR fram á að lífeyrisréttindi verði samræmd réttindum opin- berra starfsmanna og að komið verði á sparnaðarfyrirkomulagi, þar sem launþegar geta valið um að láta hluta launa í menntunar- eða áfallasjóð. Þá gera verslunarmenn kröfu um að öryggi þeirra á vinnu- stað verði tryggt og að settur verði á laggirnar vinnuhópur til að vinna að þeim málum. Launakröfur VR eru í samræmi við vilja meirihluta félagsmanna sem fram kom í nýlegri könnun um áhersluatriði kjarasamninga. Rétt um 60% félagsmanna VR vildu gera sambærilegar kröfur og Flóa- bandalagið og Starfsgreinasam- bandið en um 40% vildu meiri hækkanir. the@frettabladid.is Lágmarkslaun verði 130 þúsund Verslunarmenn fara fram á 4–5% árlega launahækkun. Þeir krefjast sér- stakrar hækkunar lægstu launa og vilja að samið verði til fjögurra ára. LAUN OG SAMNINGSTÍMI VR • Sérstök hækkun lægstu laun • 5% launahækkun 2004 • 5% launahækkun 2005 • 4% launahækkun 2006 • 4% launahækkun 2007 • Samningstími 4 ár eða til ársins 2008 VALFRELSI LAUNÞEGA • launahækkanir óskertar • 1% minni launahækkun + 2 orlofs- dagar • 1% minni launahækkun + 1 orlofs- dagur + 0,5% séreignarsparnaður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R KRÖFURNAR KYNNTAR Verslunarmannafélag Reykjavíkur kynnti launakröfur á hendur atvinnu- rekendum á fjölmennum fundi á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Krafist er 4% til 5% launahækkunar á ári, næstu fjögur árin, sérstakrar hækkunar lægstu launa og valfrelsis um fyrirkomulag launahækkana. Róstur í Georgíu: Yfirmaður öryggislög- reglu myrtur GEORGÍA, AP Temuri Iniashvili, yfir- maður öryggislögreglunnar í Adzharia í Georgíu, var myrtur í höfuðborg landsins í gærkvöld. Iniashvili var skotinn í höfuðið á götu úti og lést hann samstund- is, að sögn innanríkisráðherra landsins. Miklar róstur hafa verið í Adzharia, allt frá því Eduard Shevardnadze neyddist til að segja af sér embætti forseta. Aslan Abashidze, ríkisstjóri í Adzharia, er svarinn andstæðing- ur Mikhails Saakashvili, sem kjör- inn var forseti Georgíu í kjölfar afsagnar Shevardnadzes. Ekki liggur fyrir hvort menn forsetans myrtu Iniashvili. ■ SNÚIÐ TIL ÍRLANDS Farþegaþotu frá bandaríska flugfélaginu Delta Airlines, með 147 manns innan- borðs á leiðinni frá Frankfurt í Þýskalandi til Atlanta í Banda- ríkjunum, var í gær snúið til Shannon-flugvallar á Írlandi eftir að ábendingar bárust um að sprengja kynni að vera um borð. Að sögn flugmálayfirvalda á Ír- landi leituðu sprengjusérfræð- ingar hersins í vélinni en fundu ekkert. BANDARÍKJAMENN ÁFRAM Í GEORGÍU Að sögn bandarískra embættismanna munu bandarísk- ir hernaðarsérfræðingar dvelja áfram í Georgíu um óákveðinn tíma en Bandaríkjaher hefur séð um þjálfun georgíska hersins og útvegað þeim vopn síðan vorið 2002. Til stóð að verkefninu lyki í mars en helsta forgangsmál ný- kjörins forseta Georgíu er að losna við rússneskar hersveitir sem enn dvelja í landinu. „AÐ ELSKA, BYGGJA OG TREYSTA Á LANDIГ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhjúpaði minnisvarðann á Ísafirði og fór með erindi úr aldamótaljóði skáldsins við athöfnina SVISS, BBC Yfirvöld í bænum Ostermundigen í Sviss taka í vikunni upp sérstök tungumála- próf fyrir þá sem sækja um svissneskan ríkisborgararétt. Ostermundigen verður þar með fyrstur svissneskra bæja sem efnir til sérstakra tungumála- prófa fyrir nýbúa. Sveitarstjórnir í Sviss hafa úrslitavald þegar kemur að veit- ingu ríkisborgararéttar og geta þar af leiðandi sett mismunandi skilyrði, hver fyrir sig. Tæpur fimmtungur íbúa í Sviss er af erlendum uppruna en 12 ára samfelld búseta í landinu er skilyrði ríkisborgararéttar. Að auki gangast umsækjendur undir viðtal, sýna fram á fjár- hagslegt sjálfstæði og þurfa nú að standast inntökupróf í þýsku til að öðlast svissneskan ríkis- borgararétt. ■ Umsækjendur um ríkisborgararétt í Sviss: Þreyta tungumálapróf SKUGGAHVERFI KARACHI Fimm grunaðir liðsmenn al-Kaída- samtakanna voru handteknir í skuggahverfi Karachi í gær. Handtökur í Pakistan: Fimm al- Kaída-liðar handteknir PAKISTAN, AP Pakistanska lögreglan handtók fimm grunaða liðsmenn al-Kaída-samtakanna í hafnar- borginni Karachi í gær. Að sögn Rasheeds Ahmed, upp- lýsingamálaráðherra Pakistans, eru tveir mannanna arabar af egypskum uppruna. „Við fundum líka vopn og þar á meðal handsprengjur og skamm- byssur sem teknar voru af mönn- unum,“ sagði Ahmed og bætti við að mennirnir hefðu verið gripnir við venjubundna kvöldleit lög- reglunnar að glæpamönnum í skuggahverfum borgarinnar. Tvær konur voru einnig hand- teknar og eru þær sagðar eigin- konur tveggja mannanna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.