Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 15
Það þótti tíðindum sæta þegarHalldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanrík- isráðherra birtist á dögunum í fjölmiðlum, ekki einu sinni heldur tvisvar, með áberandi miklum gleðibrag. Þessu ollu tveir sól- skinsatburðir í lífi Halldórs sem höfðu svo djúpstæð áhrif á hann að litlu mátti muna að gömul bros frá því fyrir 10. maí sl. tækju sig upp. Hið fyrra var heimsókn Hall- dórs á virkjunarsvæðið við Kára- hnjúka. Þaðan kom ráðherrann til baka beinlínis snortinn af fegurð þess sem þar gat að líta; ekki síst því hve framkvæmdir virtust ætla að fara einstaklega vel í landslaginu, sagði hann. Síðari atburðurinn, og sá sem varð tilefni mikils uppsláttar í fjölmiðlum og margra viðtala við utanríkisráðherrann, var sprengjufundurinn í Írak. Ekki dugði minna en stríðsletur og flennifyrirsögn á forsíðu Morg- unblaðsins sunnudaginn 11. janú- ar sl. og þar var að sjálfsögðu slegið upp viðtali við utanríkis- ráðherra. Sá heitir Halldór Ás- grímsson og lýsti því yfir að hér væri hvorki meira né minna en um heimsatburð að ræða. Ekki spillti gleði utanríkisráðherra að það voru Íslendingar sem fundu sprengjurnar og talið að í þeim væri sinnepsgas. Það lá að vísu fyrir samtímis, samkvæmt frétt- um, að um væri að ræða gömul vopn, grafin í jörðu, sennilega frá níunda áratug síðustu aldar, þ.e. leifar frá styrjöldinni milli Írana og Íraka. Einnig var ljóst af frétt- um og sást á myndum að um var að ræða sprengihleðslur í gamal- dags léttar sprengivörpur, sumar ryðgaðar í sundur og langt í frá í notkunarhæfu ástandi. Þá voru það að vísu heimamenn sem fundu vopnin og Íslendingarnir, tilkallaðir, undir danskri stjórn, en er á meðan er. Gleði Halldórs var fölskvalaus og ósvikin og í einu viðtalinu setti hann sig m.a.s. í spámannlegar stellingar og sagðist reyndar alltaf hafa haldið því fram að eitthvað myndi finnast í Írak. Glæpnum rænt En Adam var ekki lengi í Para- dís. Ýmislegt tók að skyggja á gleðina. Ekki einungis að Danir gerðu sitt ýtrasta til að stela frægðinni af Íslendingum. Við bættist að erlendir fjölmiðlar sýndu hinum íslenska gereyðing- arvopnafundi og heimsatburði Halldórs mjög takmarkaðan sóma. Sumir fjölmiðlar voru jafn- vel svo ósvífnir að gera meira með upplýsingar sem fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Bush kom á framfæri um svipað leyti að und- irbúningur fyrir innrás í Írak hefði hafist strax á fyrstu dögum valdatíma Bush og verið kominn á fullan skrið löngu fyrir atburðina 11. september 2001. Ásakanirnar um gereyðingarvopn Íraka og þá ógn sem heimsbyggðinni stafaði af þeim hafi því augljóslega verið tylliástæður til að réttlæta innrás- ina. Austan Atlantsála gerðu breskir fjölmiðlar harða hríð að Blair og undanhaldi hans, meðan pólitískir andstæðingar ráku flóttann. Steininn tók þó úr þegar menn gerðust svo ósvífnir að vé- fengja að í hinum gömlu og ryðg- uðu sprengjum væru efnavopn. Síðustu fréttir eru að eftir rann- sóknir færustu vísindamanna á einum fimm sprengjum af liðlega 30 sem kváðu hafa fundist reynd- ist engum efnum, svo sem sinn- epsgasi eða þaðan af hættulegri, til að dreifa. Hér sé einfaldlega um að ræða gömul, ryðguð, ónot- hæf og tiltölulega meinlaus vopn sem auðvitað úir og grúir af í hinu stríðshrjáða Írak. Nema hvað, Írak var nú einu sinni einn allra dyggasti og besti viðskiptavinur vestrænna vopnaframleiðenda um langt árabil. Margs konar víg- tólum var hrúgað inn í landið allan fyrrihluta valdatíma Saddams Hussein sem var lengstum einn helsti bandamaður Bandaríkja- manna og Breta í Miðausturlönd- um og naut velvildar þeirra og stuðnings meðan hann stóð í stríðsrekstri gegn heittrúarmönn- um í Íran. Heimsatburður Halldórs Ásgrímssonar virðist því að mestu leyti hafa gufað upp. Það eina sem eftir stendur á spjöldum sögunnar er grátbrosleg atburða- rás. Utanríkisráðherra þjóðarinn- ar opinberaði ótrúlega fljótfærn- isleg og ófagleg viðbrögð sín við óstaðfestum fréttum af þessu tagi almennt séð. Einnig löngunina til að finna einhverja réttlætingu, þó síðbúin sé, fyrir þeirri dæma- lausu ákvörðun að spyrða Ísland við Bandaríkin og Bretland og lýsa yfir stuðningi við hið ólög- mæta árásarstríð þeirra. Allt er þetta þeim mun neyðarlegra sem ljóst er að þó svo sinnepsgas hefði reynst eða eigi eftir að reynast í ryðguðum og ónothæfum sprengikúlum frá því fyrir 1990 breytir það engu um þá meintu ógn sem heimsbyggðinni átti að stafa af Írökum dagana fyrir inn- rásina sl. vetur og notuð var henni til réttlætingar. Heimsatburður andast í kyrrþey Hlutur fjölmiðla hér á landi, sem staðið hafa sig vægast sagt misvel í því að fjalla með hlut- lægum og gagnrýnum hætti um framgöngu stjórnvalda í Írakmál- inu, batnar lítið. Morgunblaðið, sem notaði eins og áður sagði stríðsletrið og fimm dálka flenni- fyrirsögn á forsíðu undir fréttina um heimsatburðinn, hafði minna við og notaði hógværari fyrirsögn fimmtudaginn 15. janúar til að koma því á framfæri að rann- sóknir bandarískra sérfræðinga á einum fimm sprengjum bentu til þess að hér væri alls ekki um efnavopn að ræða. Þetta frétta- mat Morgunblaðsins vekur óneit- anlega athygli. Það er auðvitað ekkert við það að athuga að blað- ið noti mikið púður í að segja frá heimsatburðum þegar eða ef slík- ir verða. Hitt er auðvitað ennþá sjaldgæfara að heimsatburður gufi upp. Það skyldi maður því ætla að teldist enn meiri frétt en hinn meinti heimsatburður sjálf- ur. Viðbragða Halldórs Ásgríms- sonar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þegar þetta er ritað hefur undirritaður það eitt undir höndum að boðberi heimsatburða, sjálfur utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra- efni, kvartar undan ósamræmi í efnamælingum í lítt áberandi frétt á innsíðu Morgunblaðsins í dag, föstudaginn 16. janúar í 13. viku vetrar. Lifa þá sjö dagar til þess að þorri hefjist. ■ 15MÁNUDAGUR 19. janúar 2004 Umræðan STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ■ skrifar um uppgufun heimsatburða. Heimsatburður gufar upp

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.