Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 16
16 19. janúar 2004 MÁNUDAGUR Indira Gandhi fæddist árið 1917 ogvar eina barn Jawaharlal Nehru, náins samstarfsmanns Mahatma Gandhi og síðar forsætisráðherra Indlands. Indira eyddi hluta æsku sinnar í Allahabad þar sem fjöl- skyldan hafði aðsetur í Indlandi og í Sviss þar sem móðir hennar dvaldi mikið vegna erfiðra veikinda. Þá hlaut hún hluta menntunar sinnar í Oxford á Englandi. Stúlkan tók ekki beinan þátt í sjálfstæðisbaráttu Indverja en kynntist þó öllum helstu stjórnmála- mönnum landsins og þannig er til að mynda til fræg ljósmynd af henni úr æsku þar sem hún situr við hliðina á Gandhi, grindhoruðum, eftir eina af föstum sínum. Þegar Nehru varð forsætisráð- herra Indlands var Indira honum til halds og traust og fór með honum í fjölda opinberra heimsókna. Nehru lést árið 1964 en það sama ár komst Indira fyrst á þing. Hún gegndi síð- an embætti forsætisráðherra 1966–1977 og aftur 1980–1984. Á fyrra valdatímabili sínu naut hún vinsælda vegna sigurs Indverja í stríðinu við Pakistani árið 1971 en það tók nokkuð að fjara undan henni upp úr 1973 þegar mótmæli vegna vaxandi verðbólgu, spillingar og slæmra lífsskilyrða skóku Delí og Norður-Indland. Indira Gandhi var myrt árið 1984. Sonur hennar Rajiv Gandhi fetaði í fótspor móður sinnar og afa og varð forsætisráðherra Indlands. Hann féll fyrir hendi morðingja árið 1991. ■ Ég verð í faðmi fjölskyldunnará afmælisdaginn,“ segir Árni Tryggvason leikari sem er 80 ára í dag. „Ég er ekki stórtækur núna því ég hélt svo svakalega upp á 75 ára afmælið og það er svo stutt síðan.“ Árni hefur verið í 57 ár í leik- list, fjórum árum lengur en í hinu hjónabandinu. „Þetta var stund- um ekki vinsælt, sérstaklega þeg- ar börnin voru að alast upp. Ég var barnaleikari og þá var maður aldrei heima þegar venjulegt fólk átti frí. Ég náði til dæmis ekki að vera viðstaddur fermingarveislu neinna barnanna minna. Það er nú svo að það er helst fermt um helgar – þegar að ég var að vinna. Ég gat verið í kirkjunni, en fór svo beint í leikhúsið og komst því ekki í veislurnar.“ Árni hefur komið víða við, þó svo börn á öllum aldri muni vel eftir honum í hlutverki Lilla klif- urmúsar. Sem leikari og skemmtikraftur hefur hann lík- lega tekið þátt í um 400 uppákom- um og leikið um 300 hlutverk í leikhúsi. „Ég hef verið að gera þetta upp við sjálfan mig og er þokkalega ánægður. Helmingur- inn er helvíti góður, en hitt ekki alveg eins gott. Af öllum þessum hlutverkum eru þrjú sem hafa kallað sérstaklega mikið til mín en það eru hlutverk höfuðmanns- ins frá Kopernick, Frænka Charlies og Estragon í Beðið eftir Godot. Auðvitað voru þarna hlut- verk sem ekki liggja við manni, eins og maður þarf að gera í atvinnuleikhúsi. Það er erfiðara að takast á við slík hlutverk, en það er líka viss nautn í því að sigrast á því sem er erfitt.“ Árni er ekki hættur að leika þó hann hafi meira verið í bíómynd- um upp á síðkastið. Hann lék hlutverk í Mynd fyrir afa, sem sýnd var í Sjónvarpinu um jólin og leikur dyravörðinn í bíómynd- inni Dís, sem hefur ekki komið til sýningar. „Núna síðast lék ég prest fyrir vestan í myndinni Verði ljós. Ég var svo heppinn að fá að lifa í þeirri mynd, en dey ekki eins og í þessum tveim síð- ustu. Ég er ekkert hættur að leika á meðan einhver vill hafa mig. Ég hef að vísu þann kost að þurfa ekki að gera neitt sem er leiðin- legt, en stundum þegar ég er að horfa á leikrit sem ég hef sér- staklega gaman af og hlutverk sem passar mér, þá langar mig að vera hinum megin. Ég er ekki orðinn leiður á þessu enn.“ ■ Afmæli ÁRNI TRYGGVASON ■ er 80 ára. Verður í faðmi fjölskyldunnar. JANIS JOPLIN Þessi magnaða blús- og rokksöngkonan fæddist á þessum degi árið 1943. 19. janúar ■ Þetta gerðist 1907 Tímaritið Variety birtir kvik- myndadóma í fyrsta skipti. 1915 Þjóðverjar gera sína fyrstu loftárás á Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni úr tveimur Zeppelin-loftförum. 1937 Howard Hughes setur met þegar hann flýgur frá Los Angeles til New York á 7 klukkustundum og 28 mínútum. 1977 Á síðasta degi sínum sem forseti Bandaríkjanna gefur Gerald Ford Iva Toguri D’Aquino, betur þekk- tri sem Tokyo Rose, upp sakir vegna landráða sem hún framdi í seinni heimsstyrjöldinni. 1981 Íranir fallast á að sleppa 52 bandarískum gíslum sem þeir höfðu haldið föngnum í rúma 14 mánuði. 1983 Fyrrum SS-foringinn og nasistinn Klaus Barbie er tekinn höndum í Bólivíu. 1993 Tékkland og Slóvakía gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum. INDIRA GANDHI Dóttirin með föður sínum Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra Indlands. Hún fet- aði í fótspor hans og varð forsætisráðherra 19. janúar 1966. INDIRA GHANDI ■ Einkabarn Jawaharlal Nehru fetar í fótspor föður síns og verður forsætisráðherra Indlands. 19. janúar 1966 Fæ að lifa í næstu mynd Ögrandi verkefni Viltu vera með? Hjálparsími Rauða krossins Rauði kross Íslands leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í marg- víslegu þjónustuhlutverki Hjálparsíma Rauða krossins – 1717. Við þurfum: • sjálfboðaliða 23 ára og eldri • sem eru tilbúnir að takast á við mannleg samskipti • sem geta hlustað og sett sig í spor annarra • sem vilja takast á við krefjandi verkefni Við bjóðum: • fræðslu og þjálfun um hvernig á að glíma við erfið vandamál • fræðslu og þjálfun um hvernig á að ráðleggja börnum og einmana fólki • fræðslu og þjálfun um hvernig á að veita sálrænan stuðning • fræðslu um samfélagsleg úrræði • þátttöku í starfi fjölmennustu mannúðarhreyfingar heims • dýrmæta reynslu sem kemur að góðum notum í starfi og leik Kynningarfundur verður haldinn að Fákafeni 11, Reykjavík fimmtudaginn 22. janúar kl. 17:17. Nánari upplýsingar veitir Elfa Dögg S. Leifsdóttir í síma 568 8171 eða í gegnum tölvupóst, elfal@redcross.is. Veffang: www.redcross.is. Reykjavíkurdeild Rauði kross Íslands Sent heim: Ýsa í ostasósu Tilboð 696 Hagfiskur - S. 567 7033 Lyngási 12 - Garðabæ www.hagfiskur.is kr kg Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, Sigrún Sveinsdóttir (Stella) Grundargerði 14, Reykjavík sem lést á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn 16. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Jón Jósteinsson Karen Jónsdóttir Tómas Jón Brandsson Sveinn Jónsson Judy Wesley Sólmundur Jónsson Ingigerður Arnardóttir Guðni Jónsson Dagný Ragnarsdóttir Drífa Björk Jónsdóttir og afkomendur. ■ Afmæli Hilmar Oddsson er 47 ára. Einar Þór Daníelsson er 34 ára. Adolf Hjörvar Berndsen er 45 ára. ■ Andlát Einar Ingi Guðjónsson, Vesturbergi 39, Reykjavík, lést 15. janúar. Lili Karen Wdowiak lést í London 11. janúar. ÁRNI TRYGGVASON Hjónabandið við leiklistina var ekki alltaf vinsælt heima fyrir þegar börnin voru að alast upp. Náði aldrei að mæta í fermingarveislu barna sinna vegna anna í leikhúsinu. Indira Gandhi verður forsætisráðherra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.