Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 1
HEILBRIGÐISMÁL Yfirmenn starfs- mannamála á Landspítala- háskólasjúkrahúsi funduðu með trúnaðarmönnum launþegasam- taka um fyrirhugaðar uppsagnir starfsfólks á spítalanum í gær. Þar kom meðal annars fram að þær umfangsmiklu sparnaðar- aðgerðir sem stjórnendum LSH hefur verið gert að framkvæma hafa í för með sér röskun á ráðn- ingarsamningi 525 starfsmanna, tæplega 11% af öllu starfsfólki spítalans. Af þeim hópi er gert ráð fyrir að 218 verði sagt upp. Rösk- unin á ráðningu felst í því að starfsprósentu fólksins er breytt með uppsögn, þannig að starfs- hlutfall er minnkað. Fjölmennasti hópurinn sem hættir störfum á spítalanum er í stéttarfélaginu Eflingu. Þetta fólk hefur flest verið ráðið til skamms tíma í senn. Næstflestir eru í Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga, þá í Læknafélagi Íslands. Fjórði stærsti hópurinn er í Starfsmannafélagi ríkisstofnana og Sjúkraliðafélag Íslands er í fimmta sæti hvað þetta varðar. Sparnaðaraðgerðirnar eiga að taka tvö ár, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Því óttast fólk að öðr- um eins hópi starfsmanna verði sagt upp á næsta ári. „Mér finnst starfsmenn á LSH leggja sig fram um að leysa sín störf af hendi á sem bestan mögu- legan hátt,“ sagði Kristín Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands. „Það er ekki hægt að gera fólki það að láta það vinna við þessar kringumstæður, með alla þessa röskun á stofnun- inni. Þetta er þvílíkt ofboð. Maður spyr sig hvort þeir sem nú fá upp- sögn á hluta af vinnunni sinni eigi ekki hreinlega eftir að fara.“ Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra sagði að hann myndi leggja fram ályktun frá launþega- samtökum og starfsmannaráði LSH á ríkisstjórnarfundi í dag. Jafnframt myndi hann gera grein fyrir stöðu mála á spítalanum. „Ég á ekki von á að þessi fundur skipti neinum sköpum í málinu,“ sagði hann og kvaðst sjálfur ekki vera með neinar breytingartillögur í farteskinu á fundinn. „Ég er bund- inn af nýsamþykktum fjárlögum og ég hef engin teikn um að það sé nein breyting á því. Gengið var út frá því í kjölfar fjárlaga að spítalinn lagaði sig að þessum fjárveitingum á tveimur árum með því að leggja til auka- fjárveitingu í lok ársins. Mat stjórnar spítalans er að það sé ekki hægt að ná þessu nema að koma við launakostnaðinn. Þetta hlýtur að koma við þjónustuna en öryggið er númer eitt.“ Sjá nánar bls. 2 jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR VÖLD OG KONUR Kristín Ástgeirs- dóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? Fyrirlesturinn nefnist: „Þar sem völdin eru, þar eru konurnar ekki.“ Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG TALSVERÐ RIGNING Í BORGINNI Minniháttar vindur og hlýtt. Hygg að væn- legt sé að menn hreinsi úr niðurföllum því snjóinn mun taka upp í vikunni. Hlýindin ná norður síðdegis. Úrkoman eykst þar síðdegis. Sjá síðu 6. 20. janúar 2004 – 19. tölublað – 4. árgangur ● aftur af stað í haust Heimir Jónasson: ▲ SÍÐA 31 Ætluðu að sleppa Stjörnuleit ● 57 ára í dag Laddi: ▲ SÍÐA 16 Hættur að eldast ● verður listahús Trabant: ▲ SÍÐA 27 Flytja í Hampiðjuhús ● sjúkranuddarar Neitar sér um epli heilsa o.fl. Jóhanna Vigdís: ▲ SÍÐA 18 og 19 MIJAILOVIC FUNDINN SEKUR Hinn 25 ára gamli Mijailo Mijailovic hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Önnu Lindh. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn áður en refsing verður ákveðin. Sjá síðu 4 HÚSALEIGA LÆKKAR Stóraukið framboð á leiguhúsnæði hefur orðið þess valdandi að húsaleiga fer nú lækkandi. Leiga á 2ja herbergja íbúð, sem áður var allt að 80–85 þúsund krónur, er nú komin niður í 50–70 þúsund. Sjá síðu 2 SKORA Á MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, hefur skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra að mæta á opinn fund með stúdent- um og ræða ummæli sem eftir henni voru höfð í viðtali í Fréttablaðinu. Sjá síðu 2 ÁR APANS Kínverskir stjörnuspekingar vara við vaxandi ólgu og segja að blekking- ar, bellibrögð og svik eigi eftir að vera mjög áberandi á ári apans, sem nú er gengið í garð. Sjá síðu 6 BJÖRGVIN Flutningaskipi með 29 manna áhöfn hvolfdi skyndilega við Björey nærri Björgvin í Nor- egi snemma í gærkvöldi. Níu hafði verið bjargað þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gær og tveir höfðu fundist látnir. Átján var enn saknað en miklar vonir voru bundnar við að bjarga fleiri skip- verjum sem voru fastir inni í skipinu. Skipið var dregið upp á grynn- ingar og höfðu björgunarsveitir náð sambandi við innilokaða skipverja með morse-skeyta- sendingum í gærkvöldi. Á sama tíma var unnið að því að brenna gat á kjöl skipsins svo bjarga mætti skipverjunum út. Í áhöfninni voru 23 Filippsey- ingar, þrír Hollendingar, tveir Norðmenn og einn Þjóðverji. Annar Norðmannanna var skip- stjórinn. Hann komst lífs af og tók þátt í björgunarstarfinu, samkvæmt vefsíðu Bergens Tidende í gær. Ekki er vitað um tildrög slyss- ins en að sögn sjónarvotta sveigði skipið skyndilega af leið og hvolfdi síðan á nokkrum sekúnd- um í aðeins rúmlega 100 metra fjarlægð frá landi. Gott veður var þegar slysið varð; stafalogn og hiti um frostmark. Skipið, sem heitir Rocknes og gert út frá Noregi, er 17.400 brúttótonn og 166 metrar að lengd og var fullhlaðið grjóti þeg- ar því hvolfdi í upphafi siglingar frá Björgvin til Þýskalands. Það er sérstaklega útbúið til þess að flytja lausan varning og flutti malbikunarefni hingað til lands fyrir tveimur árum. ■ Störfum 525 starfs- manna verður raskað Sparnaðaraðgerðir stjórnenda á Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa í för með sér röskun á störfum 525 starfsmanna. Þar af verður 218 sagt upp. Ekki er búist við neinum breytingum á ákvörðunum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Mannskætt sjóslys við Noreg: Flutningaskipi hvolfdi skyndilega UNNIÐ AÐ BJÖRGUN Björgunarmenn boruðu gat á skrokk skipsins, þar sem talið var hugsanlegt að innanborðs væru skipverjar á lífi. Prófkjör Demókrata: Mikil spenna IOWA, AP Mikil spenna ríkti fyrir prófkjör bandaríska Demókrata- flokksins í Iowa-ríki í Bandaríkj- unum í gær. Prófkjörið í Iowa er talið hafa mikla þýðingu fyrir framgang kosningabaráttunnar. Staða Howards Dean hefur veikst á undanförnum dögum og stendur baráttan um útnefningu flokksins til framboðs í embætti forseta Bandaríkjanna nú milli hans, Johns Edwards, Johns Kerry, Dicks Gephardt og Wesleys Clark. Sá síðastnefndi kaus þó að taka ekki þátt í prófkjörinu í Iowa. ■ ALVARLEGAR AÐGERÐIR Samtals 525 starfsmenn Landspítala- háskólasjúkrahúss missa vinnuna eða er uppálagt að minnka við sig. Sjávarútvegur: Refskákin um ÚA FRÉTTASKÝRING Áttatíu störf sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði Akureyringum árið 1996 eru að mestu horfin. Loforðin reyndust loftkennd og nú hafa Akureyring- ar misst ÚA ofan á annað. Á tíunda áratugnum var hatrömm barátta á milli íslensku fisksölurisanna, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Íslenskra sjávarafurða, um viðskipti frysti- húsa allt í kringum landið. Um árabil hafði skipting kökunnar verið í föstum skorðum og þegj- andi samkomulag var um að ris- arnir þvældust inni á umráða- svæði hvors annars. Á tíunda ára- tugnum tóku hins vegar að skjóta upp kollinum smáskærur sem urðu að stríði árið 1994 þegar ÍS gerði tilraun til að ná til sín Út- gerðarfélagi Akureyrar. Sjá nánar bls. 12-13. M YN D : R U N E N IE LS EN B ER G EN S TI D EN D E

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.