Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 8
8 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hræringar í sjávarútvegi „Óttinn við að missa fyrirtækin er svo ríkur að menn taka fyrir- tæki af markaði til að breyta þeim aftur í fjölskyldufyrirtæki.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, Frétta- blaðið 19. janúar. Og hana nú „Mér finnst ég hvergi óhult, ekki einu sinni heima hjá mér. En þetta eru aumingjar með hor og það á að taka á þeim.“ Þórhildur Ásgeirsdóttir, eigandi Vídeospólunnar, um sjoppuræningja, DV 19. janúar. Á kafi í keytunni „Og nú svamlar fræðimaðurinn ákaflega í safnþró sinni. En á bakka hlandforarinnar standa björgunarsveinar Aðalritara, Jón háyfirdómari og Jakob sagnfræð- ingur og hæla hundasundinu.“ Sverrir Hermannsson um orðaskak vegna ævi- sögu Laxness, Morgunblaðið 19. janúar. Orðrétt Kæru Samherja vegna Félagsdóms vísað frá í Hæstarétti: Kærði degi of seint DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað frá dómi Félagsdóms í máli Sam- herja gegn Vélstjórafélagi Ís- lands. Í Félagsdómi var Samherji dæmdur til greiðslu rúmlega 340 þúsund króna sektar í félagssjóð Vélstjórafélagsins fyrir brot á ákvæðum kjarasamninga. Sam- herji tryggði ekki vélstjórum á frystitogaranum Baldvini Þor- steinssyni EA-10 frí við löndun í júní síðastliðnum, líkt og samn- ingar kveða á um. Samherji mótmælti því að ákvæði kjarasamninga hefðu ver- ið brotin, enda hafi áhöfnin tekið að sér löndun gegn greiðslu sam- kvæmt eigin ákvörðun, án fyrir- mæla útgerðar þar um, en það hafi skipverjum verið fyllilega heimilt. Þá hafi enginn vélstjór- anna unnið við umrædda löndun. Félagsdómur taldi að ákvæði samninga hefðu verið brotin og dæmdi útgerðina til greiðslu sektar. Samherji kærði dóm Félagsdóms en Hæstiréttur vís- aði málinu frá þar sem kæran barst degi eftir að viku kæru- frestur rann út. ■ Spennan að aukast Samskipti ólíkra hópa hafa á síðustu árum í vaxandi mæli einkennst af spennu, segir lektor í sögu Mið-Austurlanda. FÉLAGSMÁL Víða í Evrópu telja menn sig hafa orðið vara við aukna spennu milli þeirra sem eru ólíkrar trúar. Nefnt er að íkveikj- um í moskum múslima, bænahús- um gyðinga og kirkjum kristinna manna fari fjölgandi og eins hafa hugmyndir um að banna nem- endum að bera trúarleg tákn í skólum valdið deilum í Frakk- landi. „Þetta er hluti af þessari neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað síðustu fimm árin,“ seg- ir Magnús Þor- kell Bernharðs- son, lektor í sögu Mið-Aust- urlanda við Williams College í Bandaríkjunum, sem heldur á næstunni námskeið hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands um viðhorf múslima til Vesturlanda. „Spennan er sífellt að aukast, bæði hjá múslimum og þeim sem eru ekki múslimar. Þeir eru að skipta heiminum upp í tvö lið og gera því árásir, hvort sem er líkamlega eða í orðum eða riti. Yfirleitt er þetta byggt á fáfræði eða misskilningi. Stundum eru þetta pólitísk sjónarmið, stundum rasísk og stundum trúarleg.“ Því segir hann mikilvægt að fólk fræðist um það sem að baki býr. Margt veldur því að spennan eykst núna, að sögn Magnúsar; átök Ísraela og Palestínumanna og hugmyndir um nýja Evrópu, stærra Evrópusamband, svo dæmi séu tekin. Magnús segir viðhorf múslima til Vesturlanda afar misjöfn. „Sumir líta á vestræna menningu sem einhvers konar sjúkdóm sem kemur til með að veikja líkama múslima. Eina ráðið við því er að fá sér meðal. Það meðal er íslam. Aðrir líta ekki á þetta sem sjúk- dóm heldur eðlilegan hlut, eitt- hvað sem hægt er að velja úr og hafna, rétt eins og við Íslendingar veljum úr því sem okkur býðst frá útlöndum.“ Þannig búi fjöldi mús- lima í mörgum löndum í góðu samkomulagi við fólk af öðrum trúarbrögðum meðan aðrir telji sína túlkun á Kóraninum hina einu réttu. Þrátt fyrir þetta hafa hópar bókstafstrúarmanna sótt í sig veðrið. „Slíkir hópar ná kannski frekar að dafna á tímum ófriðar og bágs efnahagslífs,“ segir Magnús og telur að hófsamari trú- menn kunni þá að eiga erfiðara uppdráttar. brynjolfur@frettabladid.is Kona fæddi sexbura: Tíu dagar á milli barna MICHIGAN Bandarísk kona á þrí- tugsaldri var tæpa tíu sólar- hringa að fæða sexbura. Börnin, fjórir drengir og tvær stúlkur, fæddust þremur mánuðum fyrir tímann á sjúkrahúsi í Michigan. Fyrsta barnið kom í heiminn 7. janúar en hin fimm létu ekki sjá sig fyrr en 16. og 17. janúar. Börnin eru öll talin í lífshættu en læknar segjast þó bjartsýnir á að þau muni lifa af. Móðirin, Amy Van Houten, er við ágæta heilsu. Van Houten hafði tekið inn frjósemislyf til að auka líkurnar á því að hún yrði þunguð. ■ Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. - Kvöld og helgarnámskeið hefst 26. janúar. - Lengd: 36 stundir - Stgr.verð: 30.400 Ert þú einn af þeim sem átt stafræna upptökuvél og langar til að læra að vinna efnið sem þú tekur upp í þínu eigin „stúdíói“? NÁMSGREINAR: - klipping - hljóðsetning - Textavinnsla - Tökutækni - Effectar - Verkefnavinna NTV býður nú spennandi tveggja anna námsbrautir. Skemmtilegt og krefjandi nám fyrir alla sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. gHeiti brautar Stundir St r. verð Skrifstofu- og rekstrarnám 462 357.200 Skrifstofunám og hönnun 414 304.950 Sölunám og hönnun 420 304.950 Sölu-, markaðs- og rekstrarnám 396 282.150 NORÐUR-KÓRESKUR BÓNDI Landbúnaður er mjög frumstæður í Norður-Kóreu. Matvælaáætlun SÞ: Milljónir án matar PEKING, AP Matvælaáætlun Samein- uðu þjóðanna hefur neyðst til að hætta við aðstoð við 2,7 milljónir Norður-Kóreumanna vegna skorts á erlendum framlögum. Flestir skjólstæðinga Matvælaáætlunar- innar eru börn, konur og gamal- menni. Í desember vöruðu forsvars- menn Matvælaáætlunarinnar við því að hungursneyð væri yfirvof- andi í Norður-Kóreu. Bandaríkin, Evrópusambandið og Ástralía hétu því að auka framlög sín en að sögn talsmanna Matvælaáætlunarinnar geta liðið allt að þrír mánuðir þar til matarbirgðirnar berast til landsins. Norður-Kóreumenn hafa verið háðir erlendri matvælaaðstoð síð- an landbúnaðarkerfi þeirra hrundi um miðjan tíunda áratuginn. ■ MAGNÚS ÞORKELL BERNHARÐSSON „Á tímum hnattvæðingar er ekki óeðlilegt að endurskoða hvað sé átt við með þjóð og þjóðerni,“ segir lektor í sögu Mið-Austurlanda. „Sumir líta á vestræna menningu sem einhvers konar sjúk- dóm sem komi til með að veikja lík- ama músl- ima. BALDVIN ÞORSTEINSSON EA-10 Vélstjórafélagið taldi að Samherji hefði brotið ákvæði kjarasamninga með því að tryggja ekki vélstjórum frí við löndun. Fé- lagsdómur var sammála Vélstjórafélaginu. Fjögur togskip í flota Húsvíkinga: Aldey til heimahafnar SJÁVARÚTVEGUR Fyrsta togskipið af fjórum sem flytjast til Húsavíkur í kjölfar stofnunar rækjurisans Íshafs hf. kom til heimahafnar í gær. Það var Aldey, sem áður hét Votaberg SU. Stofnendur Íshafs eru Vísir hf. í Grindavík, Eskja hf. á Eskifirði og Húsavíkurbær. Íshaf á tæp 18 prósent af úthafsrækjukvótanum við landið og auk þess 30 prósenta hlut í innfjarðarækju á Skjálfanda og 4 prósent af rækjukvóta á Flæmingjagrunni. Hin skipin þrjú sem flytjast norður fara þangað á næstu vik- um. Flatey, sem áður hét Gissur ÁR, lætur úr höfn í Reykjavík í dag og er væntanleg til Húsavíkur á morgun. Þriðja skipið, Seley, sem áður hét Guðrún Þorkelsdótt- ir SU, er væntanleg norður til Húsavíkur í lok mánaðarins. Fjórða togskipið, Húsey, sem áður hét Hólmanes SU, fer svo norður í febrúar. Hin nýju nöfn skipanna eru öll þekkt örnefni fyrir norðan. Raun- ar stóð til að láta Guðrúnu Þor- kelsdóttur heita Eskey en nafnið var bundið einkaleyfi og því varð Seley fyrir valinu. Búið er að ráða mannskap á öll skipin fjögur og heldur Aldey til veiða í dag. ■ FLATEY ÞH Á LEIÐ NORÐUR Votaberg, sem nú heitir Aldey, kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík í gær. Aldey er fyrsta skip- ið af fjórum sem flytjast norður eftir stofnun rækjurisans Íshafs hf. Flatey, sem áður hét Gissur ÁR, leggur úr höfn í Reykjavík í dag en Seley og Húsey eru væntanlegar á næstu vikum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.