Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 12
12 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir FLUGSAMGÖNGUR LAMAÐAR Starfsmenn ítalska flugfélagsins Alitalia fóru í verkfall í gær. Það var ekki glatt á hjalla á Fiumicino-flugvellinum í útjaðri Rómar. Heilahimnubólgan í álverinu: Annar mannanna enn á sjúkrahúsi HEILBRIGÐISMÁL Engin ný heila- himnubólgutilfelli hafa greinst í álverinu í Straumsvík. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir litlar líkur á að fleiri smitist. Engin önnur heilahimnu- bólgutilfelli hafa verið tilkynnt til Landlæknisembættisins. „Við reiknum með að unga fólkið, nítján ára og yngra, sem þegar hefur verið bólusett, sé varið gegn heilahimnubólgu af C-stofni.“ Tveir starfsmenn álvers Alc- an í Straumsvík urðu alvarlega veikir í byrjun mánaðarins og greindust með heilahimnubólgu C. Allt starfsfólk álversins, um fimm hundruð manns, var bólu- sett í kjölfarið að tilstuðlan Landlæknisembættisins. Menn- irnir sem veiktust eru vinnu- félagar og vinna á sama verk- stæði. Annar hefur verið út- skrifaður af smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hinn liggur enn á sjúkrahúsi og að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis er hann til meðferðar vegna eftir- stöðva sjúkdómsins. ■ Prófessor, súkkulaði og kex fyrir fjöreggið 80 störf sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði Akureyringum árið 1996 eru að mestu horfin. Loforðin reyndust loftkennd og nú hafa Akureyringar misst ÚA ofan á annað. Sala sjávarútvegsfyrirtækjaeða tilfærsla á viðskiptum, þar sem loforð eru tengd um að halda uppi rekstri, hafa í gegnum tíðina reynst haldlítil. Á tíunda áratugn- um var hatrömm barátta á milli íslensku fisksölurisanna, Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Ís- lenskra sjávar- afurða, um við- skipti frystihúsa allt í kringum landið. Annar risinn, ÍS, var kenndur við Smokkfiskinn og var í eigu eftirstöðva Sam- bandsfyrirtækjanna og hinn, SH, var í blokk Kolkrabbans. Um ára- bil hafði skipting kökunnar verið í föstum skorðum og þegjandi sam- komulag var um að risarnir þvældust inni á umráðasvæði hvors annars. Á tíunda áratugnum tóku hins vegar að skjóta upp koll- inum smáskærur þegar Íslenskar sjávarafurðir tóku að bera víurn- ar í einstök frystihús sem eyrna- merkt voru Sölumiðstöðinni. Skærurnar urðu að stríði árið 1994 þegar ÍS gerði tilraun til að ná til sín Útgerðarfélagi Akureyr- ar, einum af burðarásunum í SH- sölukeðjunni, sem þá var í meiri- hlutaeign bæjarins. Gengi þetta eftir þýddi það að Sölumiðstöðin myndi missa viðskiptin við ÚA, sem var ekki aðeins í viðskiptum við SH heldur stóreigandi að sölu- keðjunni með rúmlega 12 pró- senta eignarhlut. Sprengjan féll þegar fram- sóknarmaðurinn Jakob Björns- son, bæjarstjóri á Akureyri, kynnti bæjarráði í nóvember 1994 þá hugmynd að Íslenskar sjávar- afurðir færðu höfuðstöðvar sínar frá Reykjavík til Akureyrar gegn því að fá ÚA í viðskipti. Ástæður þess að ÍS taldi sér fært að flytja höfuðstöðvar frá Reykjavík var sögð sú að á þessum tíma blasti við að fyrirtækið þyrfti að flytja úr fyrrum höfuðstöðvum Sam- bandsins á Kirkjusandi, en það hús var til sölu. Stjórnendur ÍS sáu sér leik á borði að flytja til Akureyrar, ná ÚA og styrkja enn frekar stöðu sína á Norðurlandi, þar sem þeir áttu viðskiptafyrir- tæki á Dalvík, Húsavík, Sauðár- króki og Þórshöfn. Jakob bæjar- stjóri var þessu hlynntur og sá í hendi sér að mikill fengur yrði af því fyrir Akureyringa að fá höfuð- stöðvar fisksölurisans í bæinn. En hann átti þar við ramman reip að draga því Sjálfstæðisflokkurinn snerist til varnar og meirihluti ÚA var andvígur því að færa fyrirtækið undan SH vegna gríð- arlegra hagsmuna. KEA og Sam- herji óskuðu eftir viðræðum um kaup á meirihluta bæjarins og SH lýsti sömu ósk og vildi ná saman hópi fjárfesta til að kaupa hlut bæjarins. Mál þetta var gríðar- lega umdeilt meðal bæjabúa enda var verið að stíga það stóra skref að breyta félaginu úr bæjarútgerð í einkafyrirtæki. Þetta vakti þeg- ar mikla athygli fjölmiðla haustið 1994 og þess var ekki langt að bíða að Kolkrabbinn léki næsta leik í þeirri refskák sem hafin var um Útgerðarfélag Akureyringa. Tilboð Kolkrabbans Í janúar 1995, þremur mánuð- um eftir að ÍS bauðst til að flytja norður, sendi stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna bæjar- stjórn Akureyrar bréf sem fól í sér tilboð til bæjarins gegn því að halda áfram viðskiptum með af- urðir félagsins. Tilboðið var ekk- ert smáræði þótt það fæli ekki í sér að færa höfuðstöðvarnar norður. Útspil Kolkrabbans í stríðinu um Akureyri var vegið á allt að 150 milljónir króna og fól í sér að leggja til 80 störf í bænum. Í bréfi Sölumiðstöðvarinnar var fast að orði kveðið um víðtæk áform fyrirtækisins til eflingar atvinnulífi Akureyringa: „...SH hefur lagt allt kapp á að þær til- lögur sem fram eru hér settar byggi á traustum grunni og að ekki verði tjaldað til einnar næt- ur, enda má af þeim sjá að SH ger- ir ráð fyrir að taka virkan þátt í atvinnustarfsemi Akureyrar á mörgum sviðum.“ Fjölmiðlar sögðu á þessum tíma frá bréfinu, sem hlaðið var gylltum loforðum um að flytja einn þriðja af rekstri SH norður yfir heiðar. Þá var því lýst að SH myndi koma að rekstri starfandi fyrirtækja með því að efla þau og aukinheldur flytja fyrirtæki norð- ur og gerast hluthafar í öðrum. Niðurstaðan varð sú að samið var við SH og Kolkrabbinn fagnaði sigri. Bæjarstjórnin lofaði að hætta hugleiðingum um að skipta um sölukeðju, SH hóf starfsemi á Akureyri á seinni hluta ársins 1995 og í framhaldinu hófust for- svarsmenn fyrirtækisins handa við að uppfylla loforð sín. Sölu- miðstöðin kom inn í rekstur Akóplasts með tilstilli Plastprents í Reykjavík. Þá var sælgætisverk- smiðja flutt norður og Sölumið- stöðin gerðist hluthafi í nýrri kex- verksmiðju, Kexsmiðjunni. Lokswww.lv.is Bjarnarflagsvirkjun og Bjarnarflagslína 1 Kynning á mati á umhverfisáhrifum í M‡vatnssveit Landsvirkjun kynnir sk‡rslu um mat á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 í opnu húsi á Hótel Reynihlí› mi›vikudaginn 21. janúar frá klukkan 14.00 til 18.00. Á kynningarfundinum ver›a ni›urstö›ur mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar kynntar. Einnig gefst tækifæri til a› ræ›a vi› fulltrúa Landsvirkjunar og rá›gjafa fyrirtækisins. Sk‡rslur um mat á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 eru a›gengilegar á heimasí›u Landsvirkjunar www.lv.is. FIMMTÁN INNBROT Í REYKJAVÍK Fimmtán innbrot voru kærð í Reykjavík um helgina og tuttugu og tveir þjófnaðir. Þá voru tíu ökumenn teknir grunaðir um ölv- un við akstur og níu fyrir hrað- akstur. Tilkynnt var um fjörutíu og átta umferðaróhöpp þar sem eignatjón átti sér stað og níu óku gegn rauðu ljósi. ÓK Á UMFERÐARLJÓS Bíl var ekið á umferðarljós á Suður- landsbraut síðdegis á sunnudag. Ökumaður missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og hafn- aði á ljósunum. Við áreksturinn rifnaði framhjól undan bílnum, sem hélt stjórnlaust áfram og hafnaði að lokum norðan götunn- ar. Ökumaður var einn í bílnum og fór sjálfur á slysadeild. RANN ÚT AF Bíll fór út af Suður- landsvegi austan við Hvolsvöll klukkan níu í gærmorgun. Tveir útlendingar voru í bílnum og var ökumaður fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur vegna bakmeiðsla. Að sögn lögreglu var gífurleg hálka á vegum. Ökumaður missti stjórn á bílnum, rann út af vegin- um, lenti yfir ræsi og skall harka- lega niður. Bíllinn er óökufær. ÓK Í SLEÐABREKKU Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning á sunnudagskvöld um ökumann á jeppa sem ók í brekku í Grafar- vogi þar sem krakkar voru að leika sér á sleðum. Jeppinn var farinn þegar lögreglan á kom á staðinn. Skemmtanalíf í Reykjavík: Vildu ekki heim LÖGREGLUMÁL Starfsmaður veit- ingahúss í Reykjavík óskaði eftir aðstoð lögreglu um miðnætti á laugardag. Á staðnum var ofurölvi maður sem búið var að vísa út. Maðurinn fór hvergi heldur stóð fyrir utan. Aftakaveður var og maðurinn orðinn blár af kulda. Að lokum aumkuðu starfsmenn sig yfir hann og hleyptu honum aftur inn. Þegar lögreglan kom gat mað- urinn enga grein gert fyrir sjálfum sér sökum ölvunar og var vistaður í fangageymslu. Síðar um nóttina þurfti lögregl- an aftur að koma á staðinn, í þetta sinn til að fjarlægja síðasta gest kvöldsins, sem neitaði að fara út. ■ BÓLUSETNING Í STRAUMSVÍK Búið er að útskrifa annan starfsmanninn sem veiktist í álverinu í Straumsvík. Hinn liggur enn á sjúkrahúsi. HÖFUÐSTÖÐVAR SH Baráttan um sjávarútvegsfyrirtækin var grimm um miðjan tíunda áratuginn þegar Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn bitust um frystihúsin. Eigendur SH buðu Akureyringum gull og græna skóga fyrir Útgerðarfélag Akureyringa og fengu. Nú er allt horfið, meira að segja ÚA. JAKOB BJÖRNSSON Bæjarstjórinn vildi fá höfuðstöðvar Íslenskra sjávarafurða norður. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um eignabreytingar í sjávar- útvegi og loforð þeim tengd. „Nú bíða Akureyringar með hendur í skauti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.