Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 18
Eitt af því sem athygli vekur ásýningu Borgarleikhússins á Chicago er glæsilegur vöxtur Jó- hönnu Vigdísar Arnardóttur, sem leikur eitt af veigamestu hlut- verkunum af snilld. Greinilegt er að kílóin hafa fokið af henni en hvernig fór hún að þessu? „Ég vil þakka það einkaþjálfaranum mínum í Betrunarhúsinu, henni Önnu Borg. Ég byrjaði í ræktinni í júní og hef stundað hana sex sinnum í viku síðan. Um miðjan ágúst tók ég upp nýtt matar- æði og þá fór allt að ger- ast,“ svarar Jó- hanna Vigdís. Átján kíló hafa horfið af líkama leikkonunnar þótt hún hafi komið sér upp stinnum vöðvum. Hún telur mataræðið eiga 70% hlut í árangrinum og hreyfinguna 30%. Á matseðlin- um segir hún einkum vera magurt kjöt, eggjahvítu, grænmeti og feitan fisk (omega 3-fitusýrurnar í honum nýtast vel í vöðvaupp- byggingu) en á nammideginum einu sinni í viku kveðst hún neita sér um epli því þau séu of holl! ■ heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is VÍTAMÍNBÆTT MATAROLÍA Nú er að koma á markaðinn D-vítamínbætt matar- olía. Það er franski matarolíuframleiðandinn Le- sieur, sem framleiðir meðal annars ISIO-4 heilsu- olíuna, sem stendur að þessari nýjung og hlutföllin eru þannig að í 100 grömmum af ISIO-4 olíunni eru 5 míkrógrömm af D-vítamíni. Þetta er gert til að mæta þeim skorti á D-vítamíni í fæðu nútímafólks sem kannanir sýna að sé vaxandi vandamál og af- leiðing breyttra lífshátta. ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM Skóverslunin - iljaskinn Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300 Orsakir háþrýstings: Erfða- og umhverfis- þættir Í mörgum tilfellum eru orsakirof hás blóðþrýstings óþekktar en talið er að þær séu blanda af erfðaþáttum og umverfisþáttum. Vitað er þó að lífsstíll er afger- andi þáttur og að kaffi, áfengi og reykingar eru meðal þess sem hefur áhrif á þrýstinginn. Lang- tímaneysla áfengis hefur hættu á háþrýstingi í för með sér og reyk- ingar einnig. Nikótín orsakar ferli í líkamanum sem hækkar þrýst- inginn og auk þess er hærra magn af blýi og kadmíum í reykinga- fólki en báðir þessir þungmálmar tengjast dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. ■ Nýjar vörur sem vinna á vöðva-bólgu, liðverkjum og stífleika eru komnar á markað hér á landi. Þetta eru gelpúðar með frönskum rennilási sem settar eru annað hvort í örbylgjuofn eða kæli/frysti áður en þær eru lagðar á aumu svæðin í 20-40 mínútur í senn. Púðarnir gefa smá þrýsting en það er fyrst og fremst hið jafna hitastig sem áhrifin byggjast á. Vörurnar eru með merkinu Elasto-Gel TM Therapy en sú sem veit allt um þær heitir Elísabet Gunnarsdóttir og er íþróttakennari. „Upphaf lega ætlaði ég bara að kaupa eitt stykki handa sjálfri mér. Ég er með alvar- leg íþróttameiðsl og fann hnéhlíf á Netinu sem ég pantaði mér. Ég varð svo hrifin að ég tók að panta fleiri vörur, svo s e m m í g r e n i - grímur og kraga, og leyfa fólki að prófa. Allir voru svo ánægðir að ég ákvað að stofna fyrirtæki og hefja innflutning. Þetta er bandarísk vara en hún er þekkt um alla Evrópu, nema í Hollandi, Færeyjum og hér. Nú hafa nokkr- ir sjúkraþjálfarar tekið hana til notkunar og hún er kynnt á ís- lensku heimasíðunni www.elasto- gel.is. Elísabet sýnir okkur gelkraga sem hún segir að gagnist vel gegn vöðvabólgu, sem orsaki oft höfuðverk. Hún kveðst hafa skrifað framleiðendunum og gert tillögu um að púð- inn yrði látinn ganga lengra út á herðarnar, og hún fékk bréf til baka. „Þeir sögðust vera búnir að prófa þetta. Yfirleitt ættu upptök vöðvabólgu í öxlum sér stað nærri hálsinum og þeir teldu þetta vera bestu hönn- unina. Ég er á því að svo sé. Þetta er undrakragi.“ Fyrir utan k r a g a n a , m í g r e n i g r í m - urnar og hnjáhlífarnar nefnir El- ísabet mjóbaksbelti og ökklahlíf- ar sem gefið hafi góða raun við eymslum. „Einn af kostum þess- ara púða er sá að þægilegt er að festa þá á sig með franska rennilásnum og þó að gat komi þá gerist ekkert því gelið er fast. Þannig að þetta er vel hönnuð vara,“ segir hún. Aðspurð segir Elísabet púðana fást í Heilsuhús- inu en dreifing í lyfjabúðir sé að hefjast. gun@frettabladid.is UNDRAKRAGINN Vinnur á vöðvabólg- unni. Gelpúðar gegn verkjum: Þetta er undrakragi ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR Keypti sér hnéhlíf á Netinu og heillaðist. Átján kílóum léttari: Neitar sér um epli á nammidögum JÓHANNA VIGDÍS Fór í líkamsræktarátak í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.