Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 24
24 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKÍÐAFIMI Ástralinn Lydia Ierodiaconou í keppni í skíðafimi í Lake Placid á sunnudag. Skíði FÓTBOLTI „Já, það er rétt að við erum að velta fyrir okkur öllum hliðum og þeim möguleika að einhvern tímann verði lóðin nýtt með öðrum hætti,“ sagði Trevor Birch, stjórnarformaður Leeds United. „Við þurfum nýjan leik- vang, hvort sem það verður á El- land Road eða annars staðar, til þess að fá þær tekjur sem við þurfum til að geta keppt meðal þeirra bestu. Þetta er einföld stað- reynd lífsins í úrvalsdeildinni.“ „Bygging leikvangs verður markmiðið en það er langt þangað til. Ég held að það verði að veru- leika,“ sagði Birch. „Elland Road er á atvinnusvæði og væri hentug lóð fyrir verslunarmiðstöð. Hún er mjög mikils virði.“ ■ Ungverjar án lykilmanna Ungverjar keppa á EM án Carlos Perez, markahæsta leikmanns HM í fyrra. HANDBOLTI Íslendingar mæta Ung- verjum á föstudag í lokakeppni EM í handbolta. Ungverjarnir taka þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn síðan 1998. Þeir léku við Makedóníumenn í undankeppn- inni og unnu 33-29 á heimavelli en töpuðu 33-31 á útivelli. Ungverjar komu mjög á óvart á HM í Portú- gal í fyrra þegar þeir náðu sjötta sæti og tryggðu sér sæti á Ólympuleikunum í Aþenu í sumar. Ungverski hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila með ungverskum félögum. Fimm þeirra leika með meistara- liðinu Fotex Veszprem. Þrír leika með erlendum félögum, risinn Lászlo Nagy, sem leikur með Barcelona, Tamas Mocsai, sem leikur með Suhr í Sviss, og Arpad Mohacsi, sem leikur með gríska félaginu Athinaikos. Auk þeirra má telja Istvan Pasztor til lykil- manna liðsins en hann hefur leik- ið með landsliðinu frá 1992 og er leikreyndasti maður hópsins. Ungverjar hafa orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu. Car- los Perez, markahæsti maður HM í Portúgal í fyrra, handarbrotnaði í leik Fotex Veszprem og FC Barcelona í Meistaradeildinni í desember og í síðustu viku hand- arbrotnaði Peter Lendvay, leik- maður spánska félagsins Octavio Vigo. Gabor Csaszar hjá Dunaferr tók sæti hans í hópnum. Ungverjar hafa tekið þátt í tveimur undirbúningsmótum eftir áramót, einu á Spáni og einu á heimavelli. Ungverjar urðu í öðru sæti á mótinu á Spáni á eftir heimamönnum en léku þó án Car- los Perez og Laszlo Nagy. Þeir unnu Úkraínumenn 29-28 í fyrsta leiknum og var Tamas Mocsai markahæstur Ungverja með sex mörk. Arpad Mohacsi skoraði átta mörk þegar Ungverjar unnu Pól- verja 31-26 í öðrum leiknum en í þriðja leiknum gerðu Ungverjar 28-28 jafntefli við heimamenn og unnu upp fjögurra marka forskot Spánverja á lokakaflanum. Ivo Diaz skoraði sex mörk. Ungverjar sigruðu í öllum leikjum sínum á mótinu í Ung- verjalandi með nokkrum mun, Úkraínumenn 32-25, Túnisbúa 37- 26 eftir jafna stöðu í leikhléi og Sádi-Araba 29-24. Ungverjarnir keyrðu yfir Sádana með sínu sterkasta liði en létu síðan vara- mennina um að klára leikinn. ■ LEIKIR  19.30 ÍS og Grindavík keppa í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í 1. deild kvenna í körfubolta. SJÓNVARP  17.20 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  17.50 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.50 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.40 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá fyrri leik Arsenal og Midd- lesbrough í undanúrslitum deildabikar- keppninnar.  22.00 Olíssport Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíða- manna á heimsbikarmótum.  23.00 Supercross (Bank One Ball- park) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi. FÓTBOLTI Dómaranefnd FIFA hef- ur staðfest nöfn íslenskra milli- ríkjadómara í knattspyrnu fyrir árið 2004. Tvær breytingar voru gerðar á listanum frá því í fyrra. Akureyringurinn Jóhannes Val- geirsson kemur í stað sveitunga síns Braga Bergmann, sem náði hámarksaldri FIFA-dómara á síð- astliðnu ári. Ingvar Guðfinnsson tekur sæti Einars Guðmundsson- ar en hann náði einnig hámarks- aldri FIFA-aðstoðardómara á síð- astliðnu ári. FIFA-dómarar Íslands verða fjórir sem fyrr; Egill Már Mark- ússon, Gylfi Þór Orrason, Jóhann- es Valgeirsson og Kristinn Jak- obsson. FIFA-aðstoðardómararnir verða sjö; Einar Sigurðsson, Eyjólfur Finnsson, Guðmundur H. Jónsson, Gunnar Gylfason, Ingv- ar Guðfinnsson, Pjetur Sigurðs- son og Sigurður Þór Þórsson. ■ Íslenskir FIFA-dómarar: Tveir nýir Núpalind 1 Kópavogi • Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði 899 999 VERÐSPRENGJA Núna næstu daga getur þú sótt til okkar ljúffengar Pizzur á frábæru verði Stór Pizza með 2 áleggstegundum á kr. Stór Pizza með 4 áleggstegundum á kr. 59 12345Opið frá kl. 16-22Alla daga vikunnar LI TL A PR EN T eh f. LEEDS UNITED Forráðamenn félagsins hugleiða hvort tímabært sé að byggja nýjan leikvang. Leeds United: Á leið frá Elland Road? LÁSZLO NAGY Einn lykilmanna Ungverja, sem leikur með Barcelona. GYLFI ÞÓR ORRASON Hefur verið FIFA-dómari frá 1992. UNGVERSKI HÓPURINN Á EM Markverðir Janos Szathmari (Tatabanya) Nandor Fazekas (Fotex) Aðrir leikmenn Balazs Kertesz (Dunaferr) Laszlo Nagy (Barcelona) Tamas Mocsai (Suhr) Daniel Buday (Fotex) Gabor Csaszar (Dunaferr) Balazs Laluska (Pick) Ivo Diaz (Fotex) Arpad Mohacsi (Athinaikos) Ferenc Ilyes (Pick) Istvan Pasztor (Fotex) Gergo Ivancsik (Fotex) Richard Mezei (Pick) Miklos Rosta (Dunaferr) Gyula Gal (Veszprem) hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 JANÚAR Þriðjudagur Intersport-deildin í körfubolta: Fimm nýir leikmenn í sigri Stól- anna KÖRFUBOLTI Tindastóll vann 16 stiga sigur á KFÍ, 111-95, í Inter- sport-deildinni í körfubolta í gær en leiknum hafði verið frestað í tvígang. Bæði lið mættu með mik- ið breytt lið og fimm leikmenn stigu sín fyrstu spor í þessum lið- um í vetur. Tindastóll hafði frum- kvæðið allan tímann og leiddi 58- 44 í hálfleik. Nick Boyd skoraði 32 stig og tók 9 fráköst fyrir Stól- anna og nýju mennirnir, Svavar Birgisson og David Sanders, gerðu báðir ágæta hluti, Svavar var með 19 stig og 7 fráköst á 22 mínútum og Sanders bætti við 18 stigum. KFÍ tefldi fram þremur nýjum Bandaríkjamönnum í leiknum en stigahæstur hjá liðinu var þó Pétur Már Sigurðsson með 26 stig. Troy Wiley var með 22 stig og 13 fráköst í sínum fyrsta leik, Bethuel Fletcher var áber- andi með 24 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna og sá þriðji sem lék í fyrsta sinn í KFÍ-bún- ingnum, JaJa Bey, var með 14 stig og 11 fráköst. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.