Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mæðgurnar Ruth Reginalds ogRíkey Ingimundardóttir deildu hart á síðum Fréttablaðsins fyrir jól eftir að Ruth sakaði for- eldra sína í ævisögu sinni um að hafa haft af henni allt það fé sem hún aflaði sem barnastjarna. Þá sagði hún Ríkey vera alkóhólista en Ríkey sat ekki þegjandi undir þessu og svaraði dóttur sinni full- um hálsi. Sirrý tekur ævisögur almennt og mál mæðgnanna fyrir á mið- vikudag í þætti sínum Fólki og ætlar að kanna hvort möguleikar séu á sáttum. „Í þættinum munu koma fram rithöfundar og fólk frá bókaforlögunum og við munum ræða um þessar viðtalsbækur, um fólkið sem skrifar og opnar hjarta sitt. Við munum reyna að komast að því hvernig því líður í janúar þegar bækurnar hafa selst eða ekki selst og jólatörnin er búin,“ segir Sirrý. Þá munum við ræða það hvort viðtalsbækur séu til gagns eða hvort þær bara særi og sundri. Í því framhaldi munum við athuga hvort það sé einhver möguleiki á því að þær sættist.“ Mæðgurnar munu þó ekki mætast í sjónvarpssal þar sem viðtalið við Ríkey hefur þegar verið tekið upp og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst munu þær síður en svo sáttar og hafa vart haft samband síðan þær deildu í blaðinu. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að eftirmálum vegna bókarin- ar sé síður en svo lokið þar sem fleira fólk sem þar kemur við sögu hyggst svara fyrir sig og hrekja það sem Ruth hefur um það að segja. ■ Mæðgur RUTH OG RÍKEY ■ deildu hart fyrir jól í kjölfar ævisögu Ruthar. Sirrý ætlar að leita sátta á miðvikudaginn. ... fær séra Þórhallur Heimisson fyrir að fara hringinn í kringum landið og reyna að bjarga hjóna- böndum. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Deilum vegna ævisögu ekki lokið í dag Hvað kostaði myndin hans Hrafns? Ikea-stúlkan fær vinnu Lögðu hendur á myndlistarmann Þegar kemur að því að skrifaumdeildar blaðagreinar hef- ur enginn hælana þar sem Jak- ob F. Ásgeirsson er með tærnar. Frægt er hvernig hann sló nið- ur sjálfstæðiskonur sem slæðu- konur sem næðu aldrei langt í pólitík með því að raða stólum og baka kökur. Hann hefur tal- að um Svanhildi Hólm sem tál- kvendið mikla og um Pál Björnsson sem sagnfræðinginn fúllynda þar sem þau fóru ekki nægjanlega lofsverðum orðum um bók hans um Valtý og Moggann. Í sömu grein sagði Jakob aðhverjir þeir er fjalli um bæk- ur séu misheppnaðir rithöfund- ar eða fræðimenn sem „er með öllu fyrirmunað að skrifa bæk- ur sem almenningur vill lesa“. Heyrst hefur að sumir fræði- menn telji Jak- ob þar vera að kasta grjóti úr glerhúsi og líta megi á hann sem fræði- manninn mis- heppnaða sem gerði tilraun til að skrifa doktorsritgerð í stjórnmálafræði við háskólann í Oxford sem var hafnað af þar- lendum fræðimönnum. Þetta viðhorf hans til fræðamanna lýsi því öfund á þeim sem tókst það sem honum tókst ekki. Hannesar sögu Hólmsteinsvirðist ekki vera lokið innan Eddu útgáfu. Heyrst hefur að Pétur Már Ólafsson, forstöðu- maður útgáfu og útgáfustjóri Vöku Helga- fells, hafi ekki orðið kátur þegar hann sá nafns síns getið í varnargrein Hannesar og því haldið fram að hann hafi lesið handritið að bókinni fyrir hönd fjölskyldu Laxness. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun réttara vera að Pétur hafi skoðað ófullburða handrit að verkinu og ekki talið það upp á marga fiska. Eins hefur sá orðrómur heyrstinnan frá Eddu að menn þar á bæ, hugsanlega þeir sömu og voru fyrir það fyrsta ósáttir við að bók Hannes- ar væri gefin út, krefðust þess að endur- skoðaður yrði samningur út- gáfunnar við Hannes með það í huga að hún verði ekki bundin útgáfu á öðru og þriðja bindinu um nóbels- skáldið. Benda þeir á að fyrsta bindi hafi einungis selst í tæplega þrjú þúsund eintökum og sam- kvæmt formúlunni um sölu á síð- ari bindum muni sala minnka eft- ir því sem á líður og þriðja bindi muni samkvæmt því tæpast selj- ast í 1.500 eintökum. Það séu því hreinlega ekki viðskiptalegar for- sendur fyrir því að gefa út bindin Kiljan og Laxness. Einnig hefur heyrst að menn innan Eddu hafi krafist þess að gefin verði út formleg afsökunarbeiðni á því að fyrsta bindið hafi verið gefið út með þeim göllum sem komið hafa fram. Ólíklegt verður þó að teljast aðþetta gangi eftir þar sem það myndi þýða álitshnekki fyrir Eddu að standa ekki með þeim rithöfundum sem forlagið hefur ákveðið að gefa út. Einnig telja þeir sem til þekkja ólíklegt að hætt verði við útgáfu á síðari tveim bindum ævisögunnar, þar sem salan sé í samræmi við væntingar útgáfustjóra, þó svo að væntingar Hannesar hafi kannski staðið hærra. Lögreglumál á FM957 Nokkrar hræringar eru í gangiá poppstöðinni FM957. Eins og margir vita hefur Pétur Jóhann Sigfússon bæst í hóp rugludall- anna á PoppTíví og ákvað hann í kjölfarið að segja skilið við út- varpið. Áralöngu samstarfi hans og Dodda litla er því lokið, að minnsta kosti í bili. „Það byrjar nýr þáttur sem heitir Lögreglumál á föstudaginn klukkan 6.59 á föstudaginn,“ segir Þröstur 3000. „Honum stjórna undirritaður og Birgir Nielsen. Þetta verður sprell og grín. Léttur og skemmtilegur morgunþáttur sem fjallar um daginn og veginn og það sem er að gerast í þjóðfé- laginu. Þetta er ekki dægurmála- þáttur, bara grín og glens.“ Birgir hefur verið trommari Lands & sona nánast frá upphafi og stóð sig einnig prýðilega í tón- listarþættinum Poppi & kóki, sem var á dagskrá Skjás eins. Þröstur 3000 hefur unnið á FM, mikið á bak við tjöldin, til langs tíma. Þröstur segir þá félaga ætla að vera með leikna örþætti. Birgir hefur þá ekki svo langt að sækja, enda hefur hann átt það til að bregða sér í hlutverk þýska klám- myndatónlistargúrúsins Mika Fruri. Þröstur efast ekki um að Mika láti eitthvað á sér kveða í þættinum. „Svo verður sitt lítið af hverju, landsbyggðarfulltrúar og fólk úr hinum ýmsu þjóðhornum sem verður tekið tali,“ segir Þröstur að lokum. Þeir eru eflaust ófáir sem koma til með að sakna morgunþáttarins Ding Dong. Og hvað verður eigin- lega um hann Dodda litla? „Ég er bara að fara að vinna á Granda í fiski,“ segir Doddi litli í gamni en þrátt fyrir ótímabært andlát Ding Dong er Doddi ekki að kveðja útvarpið. „Ég fer inn í ein- hver störf á X-inu, verð með kvöldin og Tvíhöfða.“ ■ Útvarp FM 957 ■ Eftir að Pétur stökk yfir á PoppTívi leystist Ding Dong upp. Nýr morgunþátt- ur hefur göngu sína á föstudag. LÖGREGLUMÁL Þeir Þröstur 3000 og Birgir Nielsen ætla að vera með léttan morgun- þátt á FM957 frá og með föstudeginum. RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR Kemur við sögu í Fólki með Sirrý á mið- vikudagskvöld. Hún mun þó ekki mæta dóttur sinni í beinni og líkur á því að þær nái sáttum eru ekki miklar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.