Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Allt að 80%veðsetningarhlutfall af verðmæti fasteignar A B X 9 0 3 0 3 7 5 Biðraðir forgangsins Það er svo mikilvægt að forgangs-raða rétt. Maður gætir þess til dæmis yfirleitt að fjölskyldan sé í fyrirrúmi, svo verður að sinna sjálf- um sér og umhverfinu, starfinu og áhugamálunum, svo eitthvað sé nefnt. Það er líka þessi forgangsröð sem kemur í veg fyrir að maður æði án fyrirvara til Dóminíska lýðveldis- ins á dansnámskeið, kafi eftir sjald- gæfum perlum í Eyjahafinu eða fari á teppasaumsnámskeið í Túrkmen- istan. Fæstir eru með þannig for- gangsröð, en eru þó til. Í HVÍTU HÚSI vestur í Washington býr karl sem lætur drauma sína ræt- ast og forgangsraðar á óhefðbundinn hátt. Nú hefur hann til dæmis ákveð- ið að heimsækja plánetuna Mars fyr- ir árið 2015. Að auki stundar hann landvinninga í fjarlægum heimsálf- um til að koma höndum yfir gullið svarta og heldur í höndina á stríðs- glæpamanni í Ísrael. Miklu neðar á hans forgangslista er að undirrita Kyoto-bókunina og taka þannig þátt í að draga úr áhrifum gróðurhúsaloft- tegunda – sem hann og hans lið ber þó að minnsta kosti 36 prósent ábyrgð á. ENNÞÁ NEÐAR á listanum er að vinna að heimsfriði með friðsamleg- um hætti, enda er það ósköp van- þakklátt og vonlaust verkefni. Stríðshrjáðar og fátækar þjóðir standa aftast í biðröð forgangsins fyrir utan húsið hvíta, en vopnasalar og geimskutlusmiðir eru komnir inn fyrir dyr. Það sýnir sig líka að borg- arar í vestri kunna vel að meta frumlega forgangsröðina þar sem tveir þriðju bandarísku þjóðarinnar telja kappann hafa öll þau mannlegu gæði til að bera til að leiða þá til Mars og út yfir endimörk alheimsins á næsta kjörtímabili. Kannski er inn- rásin á Mars liður í leitinni að byggi- legri stað þegar plánetan jörð er orð- in eitt loftlaust gróðurhús. TVÖHUNDRUÐ áttatíu og sjö dag- ar eru þar til kjördagur rennur upp í hinu villta vestri og demókratar keppa nú í forvali um það hver fær að glíma við keisarann í hvíta hús- inu. Hvaða máli skiptir það hér á norðurhjara hver valsar um í hvítu húsi vestur í Washington? Heilmiklu, þar sem stubbarnir á stjórnarheimili frónverja mála sína heimsmynd al- farið eftir því hvar ofurvaldið ákveð- ur að sólin skuli skína á morgun. ■ www. .is Taktu þátt í spjallinu á ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.