Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 10
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 19. oktöbcr 1971 Stórkostleg stefnubreyting ísl. ríkisins í utanríkismálum: Einbeitt og sjálfstæö stefna í stað undanlátssemi „viöreisnar" Framhald af bls. 1. Ég vil nefna aðra meginbreyt ingu. Með málefnasamningnum frá 14. júli er því slegið föstu, að komið skuli á skipulögðum áætlun arbúskap á íslandi, þannig að undirstöðuatvinnuvegimir verði efldir á grundvelli óætlunargerð ar undir forustu ríkisvaldsins. í þessu skyni verður komið á fót Framkvæmdastofnun ríkisins, sem hafa skal á bendi heildar- stjórn fjárfestinganmála og frum kvæði í atvinnumálum, gera áætl anir til langs tíma um þróun þjóðarbúsins og framkvæmdaáætl anir til skemmri tíma og raða fjár- festingarframkvæmdum með tilliti til mikilvægi þeirra fyrir þjóðar búið. í stað handahófsins, sem ein kenndi efnahagsstefnu fyrrver- andi ríkisstjómar, koma nú skipu leg vinnubrögð og áætlunarbúskap ur. f stað þess að láta handahófs leg og skammvinn gróðasjónar- mið ráða forgangi fjárfestingar framkvæmda, verður nú stefnt markvisst að auknum hagvexti, meiri framleiðslu, meiri fram- leiðni og fullri atvinnu fyrir alla með því að skipuleggja efnahags kerfið þannig, að það þjóni bezt (markmiðum ríkissítjórnarinnar um bætt kjör, betra líf og bjart ari framtíð fólksins í landinu. En jafnframt hinum skipulega áætlunarbúskap vill ríkisstjórnin efla frjálst framtak í atvinnu rekstri, bæði einstaklinga og fé- laga, en þar sem frjálst framtak einstaklinga og fólaga dugir ekki til verður hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að koma til og hjálpa við að ryðja framþróun inni braut. Rétt er að taka það fram, að það er langt því frá, að rikisstjórnin stefni að haftabú- skap eða skömmtunarkerfi, þótt tekinn verði upp skipulegur áætl unarbúskapur. Það hefur aldrei komið til greina að stefna að haftabúskap og skömmtunarkerfi. Hins vegar er höfuðmarkmiðið, að skipuleggja ríkisbúskapinn þannig, að fólkið í landinu njóti betra lífs og batnandi kjara án hafta og skömmtunar, en raða fjárfestingairframkvæmdum eftir mikilvægi þeirra fyrir þjóðarbúið og hagsæld þjóðarinnar allrar. Þá vil ég nefna stefnuna í land helgismálinu. í stað þess tómlæt is og sinnuleysis sem lengst af ríkti um landhelgismálið á því tímabili, sem fyrrverandi ríkis- stjóm sat að völdum, hefur nú- verandi ríkisstjórn tekið upp þá stefnu, að segja upp landhelgis samningunum við Breta og Vestur Þjóðverja og færa út fiskveiðilög söguna í 50 sjómílur í síðasta lagi 1. september 1972. Þetta er eitt stærsta og mikilvægasta mál þjóð arinnar í dag og ég segi óhikað að öll þjóðin er nú einhuga um þessa stefnu. Við erum þeirrar skoðunar, að þjóð, sem byggir um 80 — 90% útflutningstekna sinna á fiski og fiskafurðum, eigi rétt til fiskveiðilögsögu sem nær til alls landgrunnsins. Það er greinilegt, að fiskistofnarnir við fsland þola ekki meiri veiði en nú á sér stað. Ef íslendingar ætla að auka fiskveiðar sínar verður það að gerast á þ=nn hátt, að við tökum stærra hlutfall af veið- inni úr sjónum umhverfis landið en við höfum gert fram að þcssu. En útlendingar veiðr nú um helm ing aflans við ísland. Reynslan hefur sýnt, að þeir hirða lítt um fiskvemd-mqr^jónarrnið, cn stunda gjarnan rányrkju á miðunum. Við erum því að vemda lífshagsmuni okkar íslendinga, þegar við fær um út landhelgina í 50 mílur. Enda þótt því hafi verið haldið fram af erlendum aðilum, að við værum að brjóta alþjóðalög með því að færa út fiskveiðilögsöguna, þá hefur þeiim sömu erlendu aðil um vafizt tunga um tönn, þegar þeir hafa verið beðnir að benda á, hvaða alþjóðalög við séum að brjóta með fyrirhugaðri útfærslu. Enda er það sannast sagna, að við brjótum engin alþjóðalög með því að færa út fiskveiðilögsögu okkar í 50 sjómílur, heldur eiga þessar aðgerðir okkar stoð í ákvörð unum margra ríkja, auk þess sem alþjóðalög um landgrunnið eru ótvíræð livað snertir rétt strand ríkja til þess að hagnýta sér efna hagsleg gæði á botni iandgrunns ins. En auðvitað er það í sam ræmi við heilbrigða skynsemi, að rétturinn til botnsins og gæða sjávarins yfir honum fylgist að. En aðalatriðið er þó, áð það er ekki til nein almennt viðurkennd þjóðréttarregla um víðáttu land helgi. Þess vegna er það réttur hvers strandríkis að ákveða fisk veiðilandhelgi sína með einhliða aðgerðum innan sanngjarnra og eðlilegra marka. Núverandi ríkis stjóm hefur mótað trausta og farsæla stefnu í saimræmi við hagsmuni þjóðarinnar og við munum framkvæma þessa stefnu á grundvelli réttlælis og ' sann girni. Það hefur einnig orðið mikil breyting frá því sem var í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hvað sncrtir kynningu á landhelgismál inu og röksemdum okkar í því. Þann stutta tíma, sem núver andi ríkisstjóm hefur setið að völdum, hefur hún gert meira til þc»s að kynna iandhelgismálið heimn og erlendis, heldur en fyrr verandi ríkisstjórn gerði öll þau 12 ár samanlögð, sem hún sat að völdum. Þessu mikla kynningar starfi mun haldið áfram og stefnt að þvi, að sá skilningur skapist sem víðast í heiminum, að ísland eigi fyilsta rétt til þeirrar 50 milna fiskveiðilögsögu, sem ríkis stjórnin liefur ákveðið að skuli taka gildi 1. september n. k. Það getur að sjálfsögðu orðið þungur róður í landhelgismálinu. Vel má vera, að einhverjum detti í hug að beita okkur þvingunaraðgerð um. En i þessu máli verða ís- lendingar ekki kúgaðir. það skal hér sagt í eitt skipti fyrir öll. Það hefur einnig orðið stór- kostleg stefnubreyting í utanrík ismálum. í stað aftaníossaháttar og undanlátssemi, sem allt of oft einkenndi viðhorf fyrrverandi rík- isstjórnar í utanríkismálum, hef- ur vcrið mótuð sjálfstæð og ein- beitt utanríkisstefna, sem miðast við það að tryggja okkur fslend ingum efnahagslegt og stjórnar- farslegt fullveldi og sjálfstæði og losna við varanlega hersetu í land inu. Þeirri stefnu mun núverandi stjórn fylgja fast fram. Varnarmálin Eftir að forsætisráðherra hafði gert grein fyrir stcfnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í utanríkismál- um sagði hann, að eins og tekið væri fram í stefnuyíirlýsingunni, skyldi gefin skýrsla um utanríkis- mál á hverju Alþingi, og væri gprt ráð fvrir. að þar færu fram aimennar umræður um þau. í samræmi við þessa stefnuyfirlýs- ingu myndi utanríkisráðherra gefa Alþingi síðar, og sennilega áður en langt um liði, sérstaka skýrslu um utanríkismál. Forsætisráðherra sagði, að þess vegna væri ekki ústæða til að ræða þau ítarlega að þessu sinni. Síðan sagði hann: En það er sérstaklega eitt ákvæði í þessari utanríkismála- yfirlýsingu, sem hefur gefið til- efni til umræðu. Það er ákvæðið um vamarsamninginn og aðild landsins að NATO. Það ákvæði hefur verið nokkuð afflutt bæði innanlands og utan. Ég ætla því að fara fáeinum orðum um það. f málefnasamningnum segir, að varnarsamningurinn við Banda- ríkin skuli tekinn til endurskoð- unar eða uppsagnar í því skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu. Því hefur verið haldið fram í málgögnum stjórnarandstöðunnar að ósamræmis hafi gætt af hálfu ríkisstjórnarinnar í túlkun á þess- um ákvæðum. Það er alger mis- skiiningur. f málefnasamningnum er eng- in fjöður dregin yfir það, að stjórnarflokkarnir hafa mismun- andi aðstöðu til aðildar fslands að NATO. En þar er sagt, og það höfum Við jafnan aðspurðir síðan sagt, að ísland yrði að óbreytt- um aðstæðum áfram í NATO. Jafnframt höfum við marg undir- strikað, að fsland mundi standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart NATO. En við teljum, að þátttaka okkar í NATO leiði ekki til þess, að við séum skuld- bundnir til að hafa erlendar her- sveitir hér á landi á íriðartím- um. Því til sönnunar bendum við á forsögu málsins og fyrirvara af íslands hálfu við inngöngu í NATO, sem ég ætla ekki að fara að rifja upp hér, nema tilefni gefist til síðar. Ennfremur er það augljóst mál, m.a. af mismunandi gildistíma NATO-samningsins og varnar- samningsins, að þar er um tvö að- skilin mál að ræða. Hefur sú staðreynd verið oftlega undir- strikuð af hálfu forsvarsmanna alira þeirra stjórnmálaflokka, sem stóðu að inngöngu íslands í Atlantshafsb'andalagið. Varnarsamningurinn er því fyrst og fremst málefni milli ís- lands og Bandaríkjanna. Eins og við höfum margsagt munum við eftir áramótin, eða þegar við höf- um kynnt okkur öll málefni varð- andi varnarstöðina nægilega ræki- lega, óska eftir viðræðum við Bandaríkjamenn um endurskoðun varnarsamningsins. En í tíð fyrr- verandi stjórnar var núverandi stjórnarflokkum haldið utan við öll varnarmál, svo að það er ekk- ert óeðlilegt við það, þó að þeir þurfi að kynna sér þau gæmgæfi- lega, áður en þeir ganga til við- ræðna ur.i endurskoðun samnings- ins. Ég vona, að í þessum fyrir- huguðu viðræðum takist að finna þá lausn þcssara mála, sem báðir aðilar geta við unað. Stefnumark okkar er skýrt. Við viljum, að hið ei-lenda varnarlið hverfi úr landinu í áföngum. Við vilium að slfkt geti átt sér stað á kiörtíma- bilinu. Stefnumark okkar er ljóst eins oe ésr saeði: Við vilium að erlent hcrlið sé ekki á íslandi á friðartímum, og er það í sam- ræmi við yfirlýsingar, sem allir flokkar hafa áður gefið. En eins og ég hefi sagt mun- um við láta fram fara rækilega könnun á málum þessum öllum. Við þá könnun hlýtur margt að koma til skoðunar og þá fyrst öryggi okkar sjálfra, og má í því sambandi ekki gleyma þeirri hættu, sem herstöð í landinu kann að skapa. En jafnframt þarf að hafa í huga skyldur okkar gagn- vart bandalagsþjóðum, enda vænt- um við þess, að þær sýni sjónar- miðum okkar fullan skilning þeg- ar þau eru skýrð fyrir þeim. Enn fremur er skylt að hafa í huga stefnuyfirlýsingu stjómarinnar um að stuðla að sáttum og draga úr viðsjám í heiminum. En sam- kvæmt þvf er fslandi skylt að leggja sitt létta lóð á vogarskál- arnar til stuðnings viðleitni þeirra ágætu stjórnmálamanna, sem eru að reyna að draga úr spennu í hciminum. Þá þarf og að athuga, hvernig viðhaldi og vörzlu vamarmannvirkja skuli háttað, eft ir brottför varnarliðs. Ég vil taka það skýrt fram, að stefnuyfirlýsing okkar f vamar- málunum má ekki með neinu móti skoða sem óvináttuvott í garð Bandaríkjanna. Síður en svo. Samskipti okkar við þá voldugu vinaþjóð hafa að mínum dómi verið mjög góð og munum við fyr ir okkar leyti kappkosta, að þau góðu samskipti megi haldast. Til- efnið er ekki heldur neinir sér- stakir árekstrar við varnarliðið umfram það sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða af dvöl herliðs. Og persónulega get ég sagt, að ef og meðan nauðsynlegt er talið að hafa hér erlent varnarlið, þá vil ég enga fremur en Bandaríkja- menn. Stefnan í varnarmálunum byggist einfaldlega á þeirri eðli- legu ósk lítillar þjóðar, sem ný- lega fékk fullveldi, að geta lifað í landi sínu, án þess að erlent herlið hafi þar varanlega setu. Sú ósk er eflaust auðskilin öllum frelsisunnandi lýðræðisþjóðum. Vitaskuld er mér Ijóst, að í sambandi við brottför varnarliðs- ins, geta komið til viss atvinnu- leg vandamál, en þau ætti að vera auðvelt að leysa í hæfilegum um- þóttunartima. Og ég vil segja það, að f þessum efnum geta ekki gerzt neinar breytingar eins og hendi sé veifað. Þær hljóta allar að taka sinn tíma. Þar verður að gera ráð fyrir hæfilegum umþóttunartíma. Það verða menn að gera sér Ijóst, enda eru ákvæði varnarsamnings- ins á því byggð. Landhelgismál FramMld af bls. 1 lenzkra stjórnvalda, og árið 1969 lög um yfirráðarétt ís- lenzka ríkisins yfir landgrunn- inu umhverfis ísland. Á síðustu árum hefur marg- víslegri veiðitækni fleygt fram og ný stórvirk veiðitæki komið til sögunnar. Þetta hefur leitt til ofveiði á ýmsum norðlæg- um fiskimiðum. Sú hætta er yf irvofandi, að sókn aukist mjög á fiskimiðin við ísland á næstu árum og valdi það ofveiði á helztu fiskistofnum. Þá rer og mengunarhætta sívaxandi. Þar sem afkomá íslenzku þjóðarinn- ar byggist öðru fremur á fisk- veiðum, er skynsamleg hagnýt- ing fiskimiðanna við landið og verndun þeirra gegn rányrkju og mengun lífshagsmunamál þjóðarinnar. Af framangreind- um ástæðum felur Alþingi rík- isstjórninni að gera eftirgreind- ar ráðstafanir; 1. Að gera stjórnum Bret- lands og Vestur-Þýzka- lands grein fyrir því, að vegna lífshagsmuna þjóð- arinnar og vegna breyttra aðstæðna geti samningar þeir nm landhelgismál, sem gerðir voru við þessi rfki á árinu 1961, ekki tal- izt bindandi fyrir ísland og verði þeim sagt upp. 2. Að hefjast nú þegar handa um að stækka fiskveiði- landhelgina þannig, að hún verði 50 sjómílur frá grunnlínum allt í kringum landið, og komi stækkun til framkvæmda eigi siðar en 1. september 1972. 3. Að tilkynna öðrum þjóð- um, að AlÞingi hafi ákveð- ið, að íslenzk lögsaga nái 100 síómílur út frá núgild- andi grunnlínum að því er varðar hvers konar ráðstaf anir til að koma í veg fyr- ir hættulega mengun sjáv- arins á því hafsvæði. 4. Að skipa nefnd þingmanna, er í eigi sæti einn maður frá hverjum þingflokki, til að vinna ásamt stjóminni að framkvæmd þessarar þingsályktunar. Þá felur Alþingi rfkisstjórn- inni að hafa á alþjóðlegum vett- vangi sem nánast samstarf við þær þjóðir, sem lengt vilja ganga og miða vilja mörk fisk- veiðilandhelgi við landfræðileg ar, jarðfræðilegar, líffræðileg- ar og félags- og efnahagslegar aðstæður og þarfir íbúa við- komandi strandríkis. Alþingi felur ríkisstjórninni að vinna sem kappsamlegast að því að kynna öðrum þjóðum framangreinda stefnu og fyrir- ætlun íslendinga í landhelgis- málunum.“ FUF Framhald af bls. 2 flutti skýrslu fráfarandi stjórnar, og skýrði ennfremur frá Því, að hann gæfi ekki kost á sér til end- urkjörs- Var Þorsteinn Geirsson, lögfræðingur, kosinn formaður og með honum í stjóm Alfreð Þor- steinsson, Birgir Viðar Halldórs- son, Finnur Karlsson, Ómar Krist- jánsson, Guðbergur Auðunsson, Kristján Þórarinsson, Ásta Bald- vinsdóttir, Bjami Bender og Jó- hannes Gunnarsson. 1 varastjórn voru kjörin Konráð Halldórsson, Guðný Kristjánsdótt- ir, Karl Alvarsson og Kári Jónas- son. Kleppsspítali Framhald af bls. 2 önnur slík heimili era rekin í borginni. Reynslan af þeim hcfur orðið góð og sambýli við nágrann ana tekizt vel. Guðríður Jónsdótt ir fyrrverandi forstöðukona við Kleppsspítalann hefur heimili fyr ir 8—9 manns við Reynimel, og þá rekur Hjálpræðisherinn heim- ili fyrir 14 manns að Bjargi á Seltjamarnesi. Læknar Klepps- spítalans sinna báðúm þessum heimilum. Húsið við Laugarásveg er einn ig keypt í þeim tilgangi að takast megi að rýma gamla Kleppsspítal ann, sem tæpast er hægt að telja til mannabústaða lengur, en er þó fullskipaður enn vegna húsnæðis skorts sjúkrahússins. Sums staðar erlendis hefur bor- ið á því að fólk í íbúðahverfum hefur verið því andvígt, að hús í nágrenninu væra keypt til af- nota fyrir iryrkja, eins og kalla má sjúklinga þessa, unz þeir geta tekið fullkomlega þátt í venju ’egu lífi. Ótti þessa fólks hefur alls staðar reyhzt ástæðulaus, og sjúklingarn ir hafa cngin áhrif haft á um- hverfið önnur en þá til góðs. En að sjálfsögðu er fjarstæða að nokkrum manni detti í lmg að vera slíí:u mali andvígur hér á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.