Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 39
35FIMMTUDAGUR 22. janúar 2004 HANDBOLTI Evrópukeppni í hand- knattleik hefst í dag með átta leikjum. Keppt er í fjórum riðlum og fer A-riðill, með Rússum, Svisslendingum. Svíum og Úkra- ínumönnum fram í Velenje, B-rið- ill með Spánverjum, Króötum, Dönum og Portúgölum, er spilað- ur í Ljubljana, höfuðborg Slóven- íu, C-riðill með heimamönnum, okkur Íslendingum, Ungverjum og Tékkum er spilaður í Celje og D-riðillinn, þar sem Frakkar, Þjóðverjar, Serbar/Svartfellingar og Pólverjar eru, fer fram í Koper. Þrjú lið fara áfram í milliriðil úr hverjum riðli en liðin í A- og B- riðli leika saman í milliriðli og lið- in úr C- og D-riðli leika saman. Í A-riðli ættu Svíar og Rússar að vera nokkuð öryggir í milli- riðil. Líklegt er að Úkraínumenn fylgi þeim en eins og Svisslend- ingar sýndu hér á Íslandi á dögun- um þá geta þeir á góðum degi gert öðrum liðum skráveifu. Svíar hafa spilað vel í undirbúningnum fyrir keppnina og virðast vera til alls líklegir. Rússar eru að koma upp með nýtt lið og verða meðal annars án línumannsins snjalla Dmitri Torgovanov. Úkraínumenn höfnuðu í öðru sæti á móti í Ung- verjalandi á dögunum en sjálfs- traust Svisslendinga er kannski ekki mikið eftir fjóra tapleiki í röð fyrir EM, tveimur gegn Íslandi og tveimur gegn Spáni. B-riðillinn verður gífurlega spennandi og nær ómögulegt að spá til um það hvaða þrjú lið fara áfram. Fyrirfram er líklegast að heimsmeistarar Króata, Spán- verjar og Danir fari áfram en Portúgalar geta þó sett strik í reikninginn. Spánverjar verða án leikstjórnanda síns, Talents Dus- hebajev, og munar um minna en Danir hafa ekki verið sannfær- andi í undirbúninginum fyrir keppnina. Þeir vonast þó eftir því að liðið nái að sýna sínar bestu hliðar keppninni enda er liðið gíf- urlega vel mannað. Íslendingar eiga erfitt verk- efni fyrir höndum í C-riðli. Gest- gjafarnir Slóvenar eru gríðarlega sterkir á heimavelli, Ungverjar komu verulega á óvart á síðasta heimsmeistaramóti og Íslending- ar hafa alltaf átt í erfiðleikum með Tékka. Ungverjar verða þó án sinnar helstu stórskyttu, Car- losar Perez, sem er meiddur. Það verður að teljast afar lík- legt að Frakkar og Þjóðverjar fari áfram í milliriðil úr D-riðli. Serbar og Pólverjar berjast um þriðja sætið og þar eru Serbar fyrirfram sterkari. Þjóðverjum hefur gengið allt í mót í undirbún- ingnum fyrir keppnina og verða án hins frábæra Stefnas Kretzschmar sem er meiddur. Frakkar eru alltaf sterkir á stór- mótum en Pólverjar eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru með margar frábærar skyttur og gætu hæglega strítt hinum liðunum í riðlinum ef þeir ná sér á strik í keppninni. ■ LEIKIR Í UNDANRIÐLUM Á EM A-riðill Rússland-Sviss í kvöld kl. 17 Svíþjóð-Úkraína í kvöld kl. 19.30 Sviss-Svíþjóð lau. kl. 15 Úkraína-Rússland lau. kl. 17 Úkraína-Sviss sun. kl. 15 Svíþjóð-Rússland sun. kl. 17 B-riðill Spánn-Króatía í kvöld kl. 17 Danmörk-Portúgal í kvöld kl. 19.30 Portúgal-Spánn lau. kl. 17 Króatía-Danmörk lau. kl. 19 Portúgal-Króatía sun. kl. 17 Danmörk-Spánn sun. kl. 19 C-riðill Tékkland-Ungverjaland í kvöld kl. 17 Ísland-Slóvenía í kvöld kl. 19.30 Ungverjal.-Ísland á morgun kl.17.30 Slóvenía-Tékkland á morgun kl. 19.30 Ísland-Tékkland sun. kl. 17.30 Slóvenía-Ungverjaland sun. kl. 19.30 D-riðill Frakkland-Pólland í kvöld kl. 18 Þýskaland-Serbía/Svartfj.í kvöld kl. 19.30 Serbía/Svartfj.-Frakkl. á morgunkl.17.30 Pólland-Þýskaland á morgun kl. 19.30 Þýskaland-Frakkland sun. kl. 17.30 Serbía/Svartfj.-Pólland sun kl. 19.30 SVÍAR FAGNA EVRÓPUTITLINUM Svíar báru sigur úr býtum á síðasta Evrópumóti sem fram fór á þeirra heimavelli eftir sigur á Þjóðverjum í æsispennandi úrslitleik. EM hefst í dag Flautað til leiks í Evrópukeppninni í Slóveníu í kvöld. HANDBOLTI Íslenska landsliðið tek- ur þátt í sínu 20. stórmóti frá upp- hafi þegar liðið spilar á Evrópu- mótinu í Slóveníu. Þegar töl- fræði hinna stórmótanna nítján er skoðuð kemur í ljós að örvhentir leikmenn liðsins hafa verið þar afar atkvæða- miklir. Það eru til dæmis lið- in 14 ár síðan rétthentur leik- maður varð markhæstur í ís- lenska liðinu á stórmóti og örvhentir leikmenn hafa ver- ið markahæstir á síðustu átta keppnum. Alfreð Gíslason skoraði mest á HM í Tékkóslóvakíu (32 mörk) en síðan hefur rétthentur leikmaður ekki náð að vera markahæstur hjá strákunum okkar. Allar götur síð- an á HM í Sviss 1986 þegar Krist- ján Arason varð fyrsti örvhenti leikmaðurinn til að verða markahæstur í íslenska lið- inu á stórmóti hafa örvhentir leikmenn verið markahæstir á 10 af 11 keppnum. Fyrir þann tíma höfðu rétthentir leikmenn skorað mest á fyrstu átta stórmótunum sem íslenska landsliðið tók þátt í. Kristján Arason varð einnig markakóngur á Ólympíuleikunum 1988 en frá þeim tíma hafa bæði Valdimar Grímsson og Ólafur Stefánsson náð því að verða markahæstu leikmenn liðsins í þrígang hvor fyrir sig. Ólafur hef- ur verið aðalmaður liðsins á þremur síðustu stórmótum og alls skorað 148 mörk á þeim, þar af 58 á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum en Ólafur varð þá fyrsti og eini Íslendingurinn til að verða markakóngur á stórkeppni. Ólafur skoraði þá 7,3 mörk að meðaltali í leik og einu marki meira en heimamaðurinn Stefan Lövgren. Nú er að sjá hvort örv- hentir leikmenn haldi taki sínu á markakóngstign landsliðsins á Evrópumótinu í Slóveníu. ■ MARKAHÆSTU MENN ÍSLANDS Á SÍÐUSTU 11 STÓRMÓTUM HM 1986 Kristján Arason 41 Örvhentur ÓL 1988 Kristján Arason 33 Örvhentur HM 1990 Alfreð Gíslason 32 Rétthentur ÓL 1992 Valdimar Grímsson 35 Örvhentur HM 1993 Sigurður Valur Sveinsson 37 Örvhentur HM 1995 Valdimar Grímsson 34 Örvhentur HM 1997 Valdimar Grímsson 52 Örvhentur EM 2000 Valdimar Grímsson 41 Örvhentur HM 2001 Ólafur Stefánsson 32 Örvhentur EM 2002 Ólafur Stefánsson 58 Örvhentur Hm 2003 Ólafur Stefánsson 58 Örvhentur Örvhentir markahæstir átta stórmót í röð ÓLAFUR STEFÁNSSON Hann hefur verið marka- hæstur í ís- lenska lands- liðinu á þrem- ur síðustu stór- mótum og þar með haldið taki örvhentra leikmanna á markakóngstitli landsliðsins. Enska úrvalsdeildarliðið Leeds: Seljið okkur frekar FÓTBOLTI Leikmenn Leeds eru að- eins tilbúnir til þess að lækka í launum þegar forráðamenn félagsins hafa leitað allra annarra leiða til að skapa tekjur fyrir fé- lagið. Með þessu eru þeir beinlín- is að krefjast þess að einn eða fleiri af leikmannahópnum verði seldur. Varaformaður samtaka atvinnuknattspyrnumanna, Mick McGuire, sagði að ekkert sam- komulag hefði náðst þrátt fyrir stíf fundahöld á milli Trevors Birch, samtakanna og leikmanna í gær. Leeds hefur frest fram á mánudag til að finna peninga til bjargar félaginu en Birch náði að búa þannig um hnútana að félagið á möguleika á tveggja vikna fresti til viðbótar ef á þarf að halda. Líklegast þykir nú að Leeds reyni að selja Mark Viduka enda er kappinn með 65 þúsund pund á viku. ■ MARK VIDUKA Laun Mark Viduka, sem þénar um 65 þúsund pund á viku, eru að sliga Leeds.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.