Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 40
36 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ANDRE AGASSI Agassi í leik gegn Tékkanum Tomas Ber- dych á opna ástralska meistaramótinu í Melbourne. Agassi vann 6-0, 6-2 og 6-4. Tennis Evrópukeppnin í handbolta: Forföll hjá stjörnunum HANDBOLTI Rússneski línumaður- inn Dmitri Torgovanov leikur ekki á EM. Hann meiddist í leik við Dani í síðustu viku og er óttast að liðþófi sé skaddaður. Ágætar líkur voru á því að Torgovanov gæti leikið með Rússum í lokakafla EM en hann ákvað að draga sig út úr hópnum. Torgovanov bætist í hóp þekktra leikmanna sem verða ekki með af ýmsum ástæðum. Þýski hornamaðurinn Stefan Kretzschmar hefur ekki náð sér eftir uppskurð á nára. Kretzschmar puttabrotnaði um þetta leyti í fyrra og missti af HM í Portúgal. Heiner Brand, þjálfari þýska liðsins sagðist hafa beðið í lengstu lög með að afskrifa Kretzschmar en búist er við að Torsten Jansen, hjá Hamburg, og Heiko Grimm, leikmaður Grosswallstadt, fái fleiri tækifæri í vinstra hornin í fjarveru Kretzschmar. Þjóðverjar verða einnig án fyr- irliða síns Franks von Behren. „Þegar ég tek þátt í leikjum er það til að gera eitthvað sem skiptir máli. Mér finnst ég ekki geta það nú um stundir,“ sagði von Behren. Daniel Stephan, leikmaður Lemgo, verður fyrirliði Þjóðverja í keppninni. Jackson Richardson, leikmað- ur spænska félagsins Portland San Antonio, var ekki valinn í franska landsliðið. Richardson hefur leikið með landsliðinu frá 1989 og varð heimsmeistari þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 1995. ■ Erum á réttri leið Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir sína menn vera klára í slaginn fyrir leikinn gegn Slóvenum í kvöld. HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var brattur þegar Fréttablaðið tók hann tali eftir fyrri æfingu landsliðsins í höll- inni í Celje í gærmorgun. Ís- lenska liðið mætir því slóvenska í kvöld í fyrsta leik sínum á EM en Guðmundur sagði að þó leik- urinn væri mikilvægur þá væri hann ekkert mikilvægari heldur en hinir leikirnir tveir í riðlin- um. „Það er að sjálfsögðu alltaf mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrsta leik en það eru allir leik- ir í riðlinum jafnmikilvægir. Það sem skiptir máli er að við tökum eitt skref í einu, einbeitum okk- ur að einum leik og reynum að gera okkar besta í þeim leik. Leikurinn gegn Slóvenum verð- ur gífurlega erfiður. Þeir eru með mjög gott lið, eru á heima- velli en ég vil meina að við séum vel í stakk búnir til að mæta þeim þar sem við höfum spilað erfiða útileiki, bæði gegn Dön- um og Svíum, á undanförnum dögum. Þetta verður gríðarlega erfitt og ögrandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við,“ sagði Guðmundur. Hann sagði aðspurður að hon- um fyndist liðið vera á réttri leið, sérstaklega eftir mótið í Danmörku og Svíþjóð um helg- ina. „Því er ekki að leyna ða við byrjuðum undirbúninginn illa með stórtapi gegn Sviss í fyrsta leik en síðan hefur þetta verið upp á við og leikirnir þrír um helgina voru prófraun á liðið sem mér fannst það standast. Við erum á réttri leið og vonandi beygjum við ekki út af henni þegar alvaran byrjar.“ Guðmundur sagði að hann hefði ekki átt annan kost en að taka Dag Sigurðsson með til Sló- veníu. „Hann er gífurlega mikil- vægur fyrir liðið og í ljósi þess að hann komst heill frá leiknum á mánudaginn þá er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn með hann. Það eru smávægileg meiðsli í hópnum eins og er. Rún- ar Sigtryggsson, Patrekur og Snorri Steinn ganga ekki alveg heilir til skógar en þeir verða klárir fyrir leikinn á morgun,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær. ■ STEFAN KRETZSCHMAR Leikur ekki með Þjóðverjum á EM. Norður Írland: Sanchez þjálfar FÓTBOLTI Lawrie Sanchez hefur ver- ið ráðinn þjálfari norður írska landsliðsins. Hann var ráðinn til tveggja ára eða fram yfir und- ankeppni heimsmeistarakeppninn- ar. Sanchez tekur við af Sammy McIlroy sem hætti eftir und- ankeppni Evrópumeistarakeppn- innar í haust. Lawrie Sanchez fæddist í Lamb- eth í suðurhluta London árið 1959 en lék engu að síður þrjá landsleiki með Norður Írum á árunum 1986 til 1989. Hann var framkvæmdastjóri írska félagsins Sligo Rovers 1994– 1995 og Wycombe Wanderers á ár- unum 1999–2003. ■ STEFAN LÖVGREN Einn tíu leikmanna THW Kiel sem keppa á Evrópumótinu. Evrópukeppnin í handbolta: Tíu frá Kiel HANDBOLTI Tíu leikmenn þýska félagsins THW Kiel keppa á Evr- ópumótinu í Slóveníu sem og fimm fyrrum leikmenn félagsins. Henning Fritz, Klaus-Dieter Pet- ersen og Christian Zeitz leika með Þýskalandi, Stefan Lövgren, Johan Pettersson, Martin Boquist og Marcus Ahlm með Svíum, Demetrio Lozano með Spánverj- um, Roman Pungartnik með Sló- venum og Piotr Przybecki með Pólverjum. Svíarnir Magnus Wislander, Staffan Olsson og Jonas Ernelind eru allir fyrrum leikmenn Kiel, einnig Daninn Morten Bjerre og Króatinn Davor Dominikovic. Á mótinu keppa ennfremur Svisslendingurinn Manuel Liniger og Svíinn Jonas Larholm en Kiel mun hafa áhuga á að fá þá í sínar raðir. ■ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Guðmundsson býst við erfiðum leik gegn Slóvenum en sér samt ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn. Gummi fær sigur í afmælisgjöf Sigfúsi Sigurðssyni er farið að kitla í lófana af löngun til að spila. HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson vakti mikla athygli á fyrstu æfingu landsliðsins í gær enda maður mikill að vexti og skal engan undra að maðurinn hafi verið kallaður Rússajeppinn, Steypubíllinn og nú síðast Óslóarferjan. Sigfús tók vel á því á æfingunni þrátt fyrir að vera aumur í baki og slæmur á þumli. Það verður virkilega gaman að mæta heimamönnum hérna í fyr- sta leik, sagði Sigfús aðspurður um það hvernig hann haldi að það verði þegar bekkirnir verði orðnir fullskipaðir af áhorfendum. „Þetta er voða svipað og að spila á sterk- um útivelli í Þýskalandi. Þetta er svipað og hjá Kiel nema þar kom- ast fleiri áhorfendur fyrir. Sigfús líst vel á mótið sem er fram undan og neitar því ekki að menn sé farið að langa að spila ansi mikið. Þetta mót leggst þrælvel í mig. Mönnum er farið að kitla að spila eins og kannski sást á æfingunni enda var vel tekið á því. Stemn- ingin í hópnum er alveg frábær og eitt það skemmtilegasta sem maður gerir er að koma og spila fyrir Ísland á stórmóti. Ég hlakk- a virkilega til þegar það er farið að styttast í mót með landsliðinu. Guðmundur Hrafnkelsson heldur upp á afmælið milli stanganna í kvöld og Sigfús segir að strákarn- ir ætli að færa honum sigur í af- mælisgjöf. Gummi er alveg frá- bær markmaður sem og karakter og það er virkilega gaman að því að hann sé enn með okkur í þessu. Hann hefur, hugsanlega ómeðvit- að, verið mikill leiðtogi innan hópsins þessi ár sem ég hef verið með landsliðinu. Ætli við verðum ekki að taka sigur fyrir kallinn, sagði Fúsi og brosti breitt enda jákvæður maður með afbrigðum. ■ SIGFÚS SIGURÐSSON Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson vonast til að geta gefið Guðmundi Hrafnkelssyni, markverði íslenska liðsins, góða afmælisgjöf í dag en Guðmundur verður 39 ára. Celje, Slóveníu HENRY BIRGIR GUNNARSSON ■ skrifar um EM í handbolta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.