Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Offita og skógrækt Í skýrslu frá Manneldisráði er sagtfrá nýrri könnun á matarvenjum Íslendinga sem staðfestir það sem marga grunaði fyrir, sem sé að mikill munur er á matarvenjum ungu kyn- slóðarinnar og þeirra sem eldri eru. Á öðrum barmi þeirrar gjár sem að- skilur kynslóðirnar situr unga fólkið og þambar kókakóla með pitsusneið í hendinni ellegar spænir í sig fransk- ar, en hinum megin gjárinnar er gamla fólkið að elda fisk og kartöfl- ur. HIN ÍTALSKA flatbaka er orðinn þjóðarréttur Íslendinga, og hjónin frú ýsa og herra þorskur eru komin úr tísku. Til marks um það má nefna að íslenskar ungmeyjar borða aðeins um 15 grömm af fiski á dag, en það magn er ívið meira en upp í nös á ketti og heldur minna en einn munn- biti. Drengir á aldrinum 15–19 ára stefna í að verða miklir goskarlar því að þeir sötra heilan lítra af sykruðu gosi á dag. Þannig tekst þeim að inn- byrða 143 grömm af sykri, en það er svipað og einn íþróttaskór vegur. GRÆNMETI og ávextir eru mat- vælategundir sem Íslendingar kynnt- ust fyrst í formi svonefndra „jóla- epla“ á síðastliðinni öld og hafa þessi framandlegu matvæli ekki náð veru- legum vinsældum hér á landi ennþá. Meðaldagskammtur meðaljóns og jónu af grænmeti eru 99 grömm, en ávaxtaskammturinn er aðeins 77 grömm, svo að meltingarfæri þjóðar- innar eiga langt í land með að aðlaga sig að þessum suðrænu fæðutegund- um. RANNSÓKNIR sýna samhliða þessu að Íslendingar eru nú að hlaupa í spik hver í kapp við annan og er það sögulegur viðskilnaður við þá þjóðar- hefð að einungis kaupmenn, sýslu- menn og prófastsekkjur hefðu leyfi til að skarta ístru til aðgreiningar frá sauðsvörtum almúga. Nú kann einhver að spyrja: Hvað hefur breyst? Hvað veldur þessari byltingu í matarvenj- um þjóðarinnar? Því er vandsvarað, en ef rannsakaðar eru ljósmyndir af Íslendingum frá því um og fyrir mið- bik síðustu aldar kemur tvennt í ljós: Annars vegar eru allir grannir á myndunum, og hins vegar sést hvergi tré eða runni. Sem sannar að áður en skógrækt varð útbreidd hér á landi, var holdafar þjóðarinnar til fyrir- myndar. Af þessu geta menn svo dreg- ið sínar ályktanir. ■ R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090 199.0 00.- með stáli að fr aman t li f

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.