Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 36 Sjónvarp 40 LAUGARDAGUR SÖNGVAKEPPNI SAMFÉS Árleg söngvakeppni Samfés fer fram í Laugar- dalshöll í dag, en hún hefst klukkan 16 og stendur fram á kvöld. Auk keppenda taka þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Kalli Bjarni Idol-stjarna lagið. DAGURINN Í DAG 24. janúar 2004 – 23. tölublað – 4. árgangur SEGIR UPPSAGNIR ÓLÖGLEGAR Forsvarsmenn Bandalags háskólamanna segja uppsagnir á Landspítalanum ótíma- bærar og ólöglegar. Þeir krefjast þess að stjórnendur spítalans dragi uppsagnirnar og aðrar aðgerðir skriflega aftur. Sjá síðu 2 GAGNRÝNIR SKIMUN Yfirlæknir á dönsku sjúkrahúsi gagnrýndi hvernig staðið er að skimun við brjóstakrabbameini hér- lendis. Hann segir þetta leiða til sjúk- dómsvæðingar. Sjá síðu 4 ÓTTAST ATVINNULEYSI Nemar í læknis- og hjúkrunarfræði óttast að sparn- aðaraðgerðir á Landspítala-háskólasjúkra- húsi verði til þess að erfiðara verði fyrir þá að fá vinnu að námi loknu. Sjá síðu 6 ENGU SVARAÐ Samninganefnd ríkisins hefur enn ekki svarað kröfum Starfsgreina- sambandsins um jöfnun lífeyrisréttar í tengslum við kjarasamninga. Starfsgreina- sambandið segir þetta eina af meginkröf- um sínum. Sjá síðu 8 Hvaða Íslendingar munu slá í gegn úti í hinum stóra heimi á árinu? Margir eru kallaðir en aðeins fáir slá í gegn. SÍÐA 20 ▲ Heimsfrægir Íslendingar: Poppið er okkar best geymda leyndarmál FASTEIGNASÖLUR Lögreglan í Reykjavík rannsakar tvær fast- eignasölur, Frón og Óðal, með það fyrir augum hvort stórfelld svik hafi átt sér stað. Í tilviki Fast- eignasölunnar Fróns er um að ræða stórfelldan fjárdrátt, upp á tugi milljóna. Finnbogi Kristjáns- son fasteignasali kveðst hafa lagt allt kapp á að upplýsa málið. Í viðtali við Fréttablaðið viður- kennir hann að hafa gert mistök og segist þegar hafa leiðrétt að hluta gagnvart viðskiptavinum sínum og vonast til að geta forð- ast að skaða aðra fjárhagslega. „Ég hef leiðrétt heilan helling og tryggt það sem hægt er af eftir- stöðvunum,“ segir Finnbogi. Fasteignasalan er hætt rekstri og Finnbogi skilaði inn leyfi sínu í nóvember síðastliðnum. Mál sem snerta fasteignasöluna Óðal, sem einnig er hætt rekstri, þykja öllu alvarlegri. Kærur á hendur Helga Hermannssyni, lög- giltum fasteignasala, sem missti leyfi sitt í fyrra, snúa að skjala- falsi og fjárdrætti þótt upphæðir séu mun lægri en í tilviki Fróns. Meðal mála á hendur Helga eru meint svik hans vegna húsbréfa þar sem hann hafði fengið greidd- ar 2,7 milljónir króna sem áttu að ganga til þess að aflétta veði af íbúð. Ríkisútvarpið sagði frá því að þar væri um að ræða 75 prósent öryrkja og eiginkonu hans sem hefðu uppgötvað í september í fyrra að lánið hefði ekki verið greitt upp. Sjálfur segist Helgi vera saklaus en þarna sé uppi mis- munandi túlkun um það hvernig uppgjörum skuli háttað. Þá sé í einhverjum tilvikum búið að draga kærur til baka. „Þetta snýst um mismunandi meiningar á því hvað á að gera og hvað ekki. Ég er saklaus og tíminn mun leiða það í ljós,“ segir Helgi. Hann vildi ekkert tjá sig um mál öryrkjans sem kærði hann. Þessi tvö mál nú koma til við- bótar stórfelldum fjársvikum eig- anda fasteignasölunnar Holts í Kópavogi sem nýverið var dæmd- ur fyrir fjársvik langt á annað hundrað milljónir króna. Viðskiptavinir fasteignasala eru ekki tryggðir gegn fjársvikum en til er sjóður sem tryggir viðskipta- vini gegn áföllum þar sem svik koma ekki við sögu. Frumvarp um fasteignasölur er í smíðum hjá dómsmálaráðherra og hefur Félag fasteignasala lagt á það áherslu að þar verði gert að skilyrði að löggilt- ir fasteignasalar leggi fram banka- tryggingu upp á nokkrar milljónir króna sem verði til tryggingar ef upp komi svikamál. rt@frettabladid.is samkvæmt vali Rásar 2 Jón Ólafsson: ▲ SÍÐA 41 Kynþokka- fyllstur 35 ára í dag Hilmir Snær: ▲ SÍÐA 14 Verður í hesthúsinu tekur við vöku-helgafelli Dröfn Þórisdóttir: ▲ SÍÐA 42 Les bækur í vinnunni annað tapið í röð EM í handbolta: ▲ SÍÐA 36 Þriggja marka tap fyrir Ungverjum Aldarfjórðungur er liðinn síðan Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson steig sín fyrstu skref í poppbransanum. ▲ SÍÐA 16 Tveir fasteignasalar í lögreglurannsókn Fasteignasalar Fróns og Óðals í Reykjavík sæta lögreglurannsókn vegna meintra fjársvika. Rann- sakað er hvort tugir milljóna hafi verið hafðir af viðskiptavinum. Báðir hafa skilað inn leyfum sínum. Eigandi Fróns leggur áherslu á að endurgreiða en eigandi Óðals segist saklaus. Vonarstjörnur Íslands Mannbjörg er báti hvolfdi: Frækileg björgun SJÓSLYS Mannbjörg varð er bátnum Sigurvini GK hvolfdi í Grinda- víkurhöfn í gær. Haugasjór var í innsiglingunni þegar slysið varð. Tveir menn voru um borð og fóru þeir báðir í ískaldan sjóinn og velktust þar um í nokkurn tíma; annar þeirra í um tuttugu mínút- ur. Meðlimir í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík björguðu mönnunum um borð í slöngubát. Mennirnir voru fluttir á sjúkra- hús í Reykjavík til aðhlynningar og fór annar þeirra heim síðdegis í gær. Vakthafandi læknir á gæsludeild á Landspítala bjóst í gærkvöldi við því að hinn maður- inn yrði yfir nóttina á sjúkrahúsi. Sjá síðu 4 Fulltrúar SÞ til Íraks: Kanna aðstæður ÍRAK Tveir fulltrúar Sameinuðu þjóðanna komu til Bagdad í gær til þess að meta hvort mögulegt sé að senda þangað lið til starfa. Áður hafði Ayatollah Ali al- Sistani, æðsti klerkur sjía- múslima í Írak, hvatt fylgjendur sína til þess að hætta fjöldamót- mælum gegn áætlunum Banda- ríkjamanna um valdaframsalið í landinu, meðan Sameinuðu þjóð- irnar skoðuðu málið. Sistani hefur einnig gefið í skyn að málamiðlun komi til greina, sendi Sameinuðu þjóðirn- ar sendinefnd til landsins til þess að kanna hvort mögulegt sé að flýta almennum kosningum. ■ Evrópskt geimfar sendir myndir af árfarvegi: Frosið vatn á yfirborði Mars VÍSINDI Evrópskt geimfar á spor- baug um Mars hefur fundið greinileg merki um ís á yfirborði rauðu plánetunnar. Evrópska geimvísindastofnunin segir að þetta sé fyrsta staðfestingin á því að vatn sé að finna á Mars en Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hafði áður leitt að því lík- um að frosið vatn væri í jarðvegi reikistjörnunnar. Vatn er eitt af frumskilyrðunum fyrir því að líf geti þrifist á Mars. Ísinn sást á myndum sem geim- farið Mars Express tók af suður- pól reikistjörnunnar. Könnunar- farið hefur einnig sent frá sér myndir sem eru taldar sýna vatnssorfna dali og setlög á botni gamalla árfarvega. Á myndunum má einnig sjá hugsanleg merki um jökulrof. „Ég held að við getum fullyrt að vatn hafi runnið um yf- irborð Mars,“ segir þýski vísinda- maðurinn Gerhard Neukum. Að sögn vísindamanna hjá Evr- ópsku geimvísindastofnuninni hefur geimfarið Mars Express þegar myndað yfir tvær milljónir ferkílómetra af yfirborði Mars. ■ SIGURVIN Á STRANDSTAÐ Tveir sjómenn björguðust þegar Sigurvini GK hvolfdi í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn laust fyrir hádegi í gær. VEÐRIÐ Í DAG VEÐRIÐ EINNA BEST Í BORGINNI Því þar rofar smám saman til og vindur verður hvað skaplegastur. Á Norðaustur- landi eru horfur á snjókomu og skafrenn- ingi. Kólnandi veður. Sjá síðu 6. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.