Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 4
4 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Hvernig mun ganga hjá Íslending- um á EM í handknattleik? Spurning dagsins í dag: Hver kemur best út úr dómi Hæsta- réttar í máli Leikfélags Akureyrar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 44,9% 18,6% Verðum í 5.-8. sæti 31,6%Komumst ekki í milliriðil Verðum í 2.-4. sæti 4,9%Verðum meistarar Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Deilt um ágæti brjóstakrabbameinsskimunar: Sjúkdómsvæðing sem þvingar konur HEILBRIGÐISMÁL „Nýjar rannsóknir draga ávinning af brjóstakrabba- meinsskimun í efa. Konur fá hvorki upplýsingar um kosti slíkr- ar skoðunar né um hugsanlegan skaða sem af henni gæti hlotist og geta því ekki veitt upplýst sam- þykki fyrir meðferð. Skimunin hefur leitt til sjúkdómsvæðingar því tilfellum hefur fjölgað. Rann- sóknir sýna að fyrir hverja eina konu sem er bjargað frá því að deyja úr brjóstakrabbameini verða fimm heilbrigðar konur sjúklingar á krabbameinslyfjum,“ sagði Dr. Peter C. Götzsche, yfir- læknir á Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn, í erindi á Læknadög- um á Nordica hóteli í gær. Hann gagnrýndi bréfasendingar Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins til kvenna eldri en 40 ára þar sem þær voru hvattar til þess að fara í skimun. „Það er verið að þrýsta á og þvinga konur með tilboðum sem í augum þeirra eru í raun ekkert annað en opinber skylda. Konur eiga sjálfar að ráða hvort þær fara eða ekki. Allt of margar missa brjóst að óþörfu,“ segir Götzsche. Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags- ins, benti á rannsóknir sem sýndu að brjóstakrabbameinsskimun hefði dregið verulega úr dauðs- föllum kvenna á aldrinum 50-69 ára, um 25%. „Það er skoðun heilbrigðisyfir- valda víða um heim að æskilegt sé fyrir konur í þessum aldurshópi að fara í skimun. Það er vissulega mælt með því,“ sagði Baldur. ■ Frækileg björgun í brimi og ólagi Tveimur skipverjum Sigurvins GK var bjargað eftir að bátnum hvolfdi í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn í gær. Annar mannanna var rúmar tuttugu mínútur í sjónum. BJÖRGUN „Ég tók allt í einu eftir bát sem var að koma inn á milli brimskaflana og segi við konuna, þessi fær brot á sig. Með það sama fór hann á fulla ferð fram fyrir sig, niður með stefnið og upp með rassinn og hvolfdist,“ segir Sigurður Garðar Steinþórsson, sem varð vitni að sjó- slysi þegar Sigur- vini GK-61, með tveimur mönnum innanborðs, hvolfdi við innsigl- inguna í Grindavíkurhöfn, rétt fyrir hádegi í gær. Sigurður segir þau strax hafa hringt í Neyðarlínuna og hafnar- vogina. Hann sagði við þann sem svaraði hjá Neyðarlínunni að þeir þyrftu að setja allan viðbúnað af stað og það strax, líklega væru þrír menn um borð. Eftir að hann hafði látið þá hjá höfninni vita rauk hann af stað eins nálægt slysstað og hann komst. Á leiðinni mætti hann lögreglunni og gerði viðvart. „Ég keyrði þarna út eftir og hljóp í átt að mönnunum, ætl- aði að reyna að gera eitthvað en gat ekkert gert. Ég sá annan á floti og hinn var enn um borð í bátnum, hann stökk af bátnum og í gúmmíbátinn en fljótlega eftir það hvolfdi gúmmíbátnum líka og hann lenti líka í sjónum.“ „Við fórum strax út með báða björgunarbátana, Odd Gíslason og slöngubátinn Hjalta Frey. Þegar við komum út fyrir garðana sáum við mann á floti sem hékk í björg- unarbát í miklu brimi og ólagi,“ segir Agnar Smári Agnarsson, skipstjóri á björgunarbátnum Oddi Gíslasyni. Agnar segir björgunarmennina á slöngubátnum hafa þurft að sæta lagi til að ná manninum úr sjónum. Fyrst hafi þeir náð hon- um á síðu bátsins en þurft að sigla með hann þannig í lygnari sjó til að ná honum um borð. Á meðan farið var með hann í sjúkrabílinn, um fimm mínútum eftir að fyrri maðurinn fannst, fengu skipverj- ar á Oddi Gíslasyni tilkynningu frá lóðsbátnum um að björgunar- menn hefðu séð annan mann á floti en kæmust ekki að honum sökum brims. „Við reyndum að sigla eins nálægt honum og hægt var en komumst ekki alla leið vegna grynninga. Þá kölluðum við í slöngubátinn, sem fór inn í brim- ið og sótti manninn.“ Agnar segir mennina hafa ver- ið ansi kalda og þrekaða en gletti- lega vel á sig komna miðað við þann tíma sem þeir höfðu verið í sjónum. Hann segir annan hafa verið í sjónum í um tíu mínútur en hinn sennilega rúmlega tuttugu mínútur. Þeir voru einungis í björgunarvestum. Sigurður Garðar, sem sjálfur er sjómaður, segist hafa verið á sjó með öðrum mannanna fyrir um tveimur árum. „Ég hugsaði bara um að komast niður í fjöruna og reyna að ná til þeirra, gera eitthvað.“ hrs@frettabladid.is Höfuðborgarsvæðið: Olís hækkar bensínverð NEYTENDUR Olís hefur hækkað bensínverð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu á olíustöðvum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Verðið hækkaði í gær og nemur þremur krónum og tuttugu aurum á lítrann. Bensínlítrinn kostar því 96,90 krónur. Þá hækkaði Olís dísilverð og kostar lítrinn í sjálfs- afgreiðslu 41,80 krónur. Hvorki Esso né Skeljungur hækkuðu bensínverðið á þjónustu- stöðvum sínum. Bensínlítrinn kostar því áfram 93,7 krónur. Óbreytt verð er á sjálfsafgreiðslu- stöðvum. Ódýrasti bensínlítrinn er sem fyrr hjá Orkunni. ■ Uppgjör Nýherja: Hagnaður minnkar VIÐSKIPTI Upplýsingatæknifyrir- tækið Nýherji skilaði 70 milljóna króna hagnaði á árinu 2003. Þetta er verri afkoma en árið á undan en þá var hagnaður 107 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Þar kemur einnig fram að eft- irspurn eftir þjónustu og vörum tengdum upplýsingatækni hafi verið minni í fyrra en vonir hafi staðið til en bundnar séu vonir við að upplýsingatæknimarkaðurinn „verði líflegri“ á síðari hluta þessa árs. ■ Rafmagnslaust í miðborginni: Óttuðust að missa af landsleik ■ Ég hugsaði bara að komast niður í fjöruna og reyna að ná til þeirra, gera eitthvað. SIGURVIN GK 61 Mennirnir voru kaldir og þrekaðir eftir að hafa aðeins verið í björgunarvestum í sjónum. SIGURÐUR GARÐAR STEINÞÓRSSON Sigurður horfði á bátinn koma á milli brimskaflanna og sá þegar honum hvolfdi. BENSÍNVERÐ Á SJÁLFS- AFGREIÐSLUSTÖÐUM Bensín Dísilolía Atlantsolía Uppselt 35,00 Esso Express 92,50 34,90 Orkan 92,40 34,80 ÓB 92,50 34,90 Esso 93,70 35,90 Olís 96,90 41,80 Shell 93,70 35,90 BILUN Rafmagnslaust varð í mið- borg Reykjavíkur í fyrrakvöld í rúmar 40 mínútur. Bilun varð í há- spennustreng á horni Bergþóru- götu og Vitastígs, sem olli því að fimm dreifistöðvar duttu út frá klukkan 19.55 til 20.37. Rafmagns- laust varð á Grettisgötu, Vitastíg, Lindargötu og hluta af Laugavegi. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni var mikið hringt og hafði fólk mestar áhyggjur af því að missa af seinni hálfleik í lands- leik Íslands og Slóveníu í hand- knattleik sem sýndur var í beinni útsendingu. Benedikt Einarsson hjá Orku- veitunni segir að vegna aukinna framfara í tæknibúnaði hafi verið mögulegt að koma rafmagninu á aftur á skömmum tíma. Að öðrum kosti hefði fólk þurft að bíða í mar- gar klukkustundir á meðan viðgerð færi fram. ■ RAFMAGNSLAUST Í MIÐBÆNUM Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur unnu við lagfæringar á háspennustreng í gær. DR. PETER C. GÖTZSCHE Yfirlæknirinn á Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn gagnrýndi bréfasendingar Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem hvöttu konur eldri en 40 ára til þess að fara í skimun, sagði verið að þvinga þær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.