Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 8
8 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Afríka Fyrsta ballið á Bessastöðum „Þetta var frábært. Forsetinn sagði að nú hefði verið brotið blað í sögu forsetaembættisins með því að leika tækjamúsík í veislu á Bessastöðum.“ Viðar Hákon Gíslason, meðlimur Trabant, sem sló upp balli á Bessastöðum, DV 23. janúar. Komið að skuldadögum „Nú er hægt að leysa ÚA upp og selja það fyrir sex milljörðum meira en Brim seldi það á. Þá gætum við fengið kvótann til baka en Akureyringar gætu sótt um byggðakvóta.“ Kristinn Pétursson á Bakkafirði, Fréttablaðið 23. janúar. Að eilífu amen „Þó að Össurar væri mátturinn sem formanns flokksins er ljóst að frá upphafi var dýrðin í Ráð- húsi Reykjavíkur.“ Birgir Hermannsson um innviði Samfylkingar- innar, Morgunblaðið 23. janúar. Orðrétt Þorrinn hafinn og reynt að endurskapa fyrri stemningu: Gestir fá trogið á borðið ÞORRINN Þorrinn hófst formlega í gær. Löng hefð er fyrir að fólk gæði sér á séríslenskum þorramat sem samanstendur meðal annars af súrum hrútspungum, lifrar- pylsu, lundarbagga og hákarli. Gissur Guðmundsson, mat- reiðslumaður og rekstrarstjóri Naustsins, segir að haldið verði upp á þorrann á mun hefðbundn- ari hátt í ár en áður. „Þeir sem koma til okkar í þorramat fá nú trogið á borðið í staðinn fyrir hlaðborð. Þetta var alltaf gert hér á árum áður og við viljum gjarna endurskapa gömlu stemninguna.“ Hann segir aðaláhersluna vera að koma Naustinu í sitt upprunalega horf og að litið verði á staðinn sem séríslenskan veitingastað. Upphafsmaður þorrablóta í Reykjavík var Halldór S. Gröndal, þáverandi veitingahúsamaður í Naustinu. Árið 1956 kynnti hann þessa fornu matargerð fyrir borg- arbúum og framreiddi í trogum. Í viðtali sem tekið var við Halldór í blaðinu í gær var ranghermt að Naustið væri lokað en það fagnar hálfrar aldar afmæli nú í haust. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar í eldhúsi Naustsins. Gissur segir að tækjakostur hafi allur verið endurnýjaður ásamt því að veggir, gólf og loftræsting voru tekin í gegn. „Við hreyfum að sjálfsögðu ekki við salnum sem er í sínu upprunalegu horfi.“ ■ Þögn um jöfnun lífeyrisréttinda Samninganefnd ríkisins hefur enn engu svarað um jöfnun lífeyris- réttinda launafólks. Starfsgreinasambandið segir það ásamt jöfnun annarra kjara, meginkröfuna í viðræðum við ríkið. KJARAMÁL Samninganefnd ríkisins hefur enn engu svarað um jöfnun lífeyrisréttinda launafólks á al- mennum markaði við lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna. Jöfnun lífeyrisréttinda er ein meginkrafa Starfsgreinasambandsins í viðræð- um við ríkið. Kjaraviðræður Starfsgreina- sambandsins fyrir hönd 31 aðildar- félags eru þrískiptar, í fyrsta lagi við Samtök atvinnulífsins, í öðru lagi við ríkið og loks við Landsvirk- un vegna samnings um virkjunar- framkvæmdir. Kjarasamningarnir við Samtök atvinnulífsins og ríkið voru lausir um áramót, en virkjunarsamningur- inn rennur út 29. febrúar. Starfsgreina- sambandið vísaði kjaradeilu sinni við ríkið til ríkis- s á t t a s e m j a r a skömmu fyrir jól en viðræður sem staðið höfðu frá í nóvember, skil- iðu litlu. S a m n i n g a - nefndirnar hafa hist á sex formleg- um fundum, auk þess sem unnið hefur verið í vinnuhópum um ein- stök málefni. Meginkröfur Starfsgreinasam- bandsins gagnvart ríkinu varða jöfnun réttinda og kjara félags- manna aðildarfélaganna sem starfa hjá ríkinu í ýmsum starfsgreinum, miðað við réttindi og kjör opinberra starfsmanna. Ætlunin er að samræma 14 kjarasamninga í einn og hefur nokkuð þokast. Ríkið lagði fram drög að samræmdum samningi í vikunni en Starfsgreinasambandið segir þau samningsdrög ekki ganga eins langt og tillögur sambandsins gerðu ráð fyrir. Forsenda samræmds samnings er meðal annars að launamunur milli launafólks á almennum mark- aði og opinberra starfsmanna verði leiðréttur og hefur jöfnun launa- taxta lítillega verið rædd. Þá krefst Starfsgreinasamband- ið þess einnig að tekin verði upp ný launatafla og virðist það mál í höfn, þótt vinna við röðun í launaflokka samkvæmt nýrri töflu sé á byrjun- arreit. Góður gangur er í viðræðum Starfsgreinasambandsins og Sam- taka atvinnulífsins en samninga- nefndir þinga næstkomandi mánu- dag, fara yfir árangurinn hingað til og ákveða framhald viðræðna. Viðræður stéttarfélaga við Landsvirkjun um virkjunarsamn- inga eru skemmra á veg komnar en aðeins einn viðræðufundur hefur verið haldinn. the@frettabladid.is BATNANDI ÁSTAND Háttsettur foringi í Bandaríkjaher, segir að ástandið í landinu verði væntanlega komið í eðlilegt horf innan sex mánaða. Stuðningsmenn Saddams: Komnir á hnén ÍRAK Raymond Odierno, háttsettur foringi í Bandaríkjaher, segir að stuðningsmenn Saddams Hussein í Írak séu komnir á hnén og að ástandið í landinu verði væntanlega komið í eðlilegt horf innan sex mán- aða. „Handtaka Saddams var mjög mikill sálfræðilegur sigur fyrir okkur og áfall fyrir óvininn,“ sagði Odierno sem fer með stjórn banda- ríska hersins á svæðinu norður frá Bagdad allt til olíusvæðanna í ná- grenni Kirkuk og meðfram írönsku landamærunum. „Handtakan hefur haft þau áhrif að okkur berast nú nákvæmari og áreiðanlegri upplýsingar um óvin- inn frá íröskum borgurum sem áður óttuðust hefnd Saddams,“ sagði Odi- erno. ■ Kjötmarkaður: Aukin sala lambakjöts KJÖTMARKAÐUR Sala á lambakjöti jókst um 1,1% á síðasta ári þrátt fyrir harða samkeppni við aðrar kjöttegundir, samkvæmt frétta- tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Mikil samkeppni hefur verið á kjötmarkaði síðastliðin tvö ár og hefur kjötverð verið í sögulegu lág- marki vegna offramboðs. Birgðir af lambakjöti drógust saman um 6,3% á sama tíma. Sauð- fjárbændum þykir þetta tvennt, aukin sala og minnkandi birgðir mjög jákvæð þróun fyrir sauðfjár- bændur og kjötmarkaðinn í heild sinni. ■ HLAUT 17 ÁRA DÓM Herréttur á Fílabeinsströndinni hefur dæmt lögreglumann í sautján ára fang- elsi fyrir morðið á franska út- varpsmanninn Jean Hélène í október á síðasta ári. Lögreglu- maðurinn, sem heitir Theodore Seri, neitar að hafa myrt útvarps- manninn og hrópaði þegar dóm- urinn var kveðinn upp: „Ég er saklaus, ég er saklaus“. LAUNIN TVÖFÖLDUÐ Laun yfir- manna lögreglunnar í Kenýa hafa verið tvöfölduð með það að mark- miði að ná tökum á spillingu inn- an lögreglunnar, sem leitt hefur til aukinna glæpa í landinu. Glæpir hafa sérstaklega aukist í höfuðborginni Nairobi, sem af sumum er kölluð „Nairobbery“, og er átakið liður í því að bæta ímyndina og byggja upp ferða- mannaiðnaðinn. FYRRUM RÁÐHERRA DÆMDUR Jean de Dieu Kamuhanda, fyrr- um menntamálaráðherra Rúanda, var á fimmtudaginn dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa ver- ið fundinn sekur um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Hann var sakaður um að hafa sjálfur stjórnað hermönnum sem stóðu að morðum á allt að 800.000 tútsí- og hútúmönnum árið 1994. HEILSUGÆSLAN Fulltrúar heilsugæslustöðvarinnar hafa átt í óformlegum viðræðum við Seltjarnarnes- bæ um mögulega stækkun. Heilsugæslan á Seltjarnarnesi: Viðræður um stækkun HEILBRIGÐISMÁL Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarnarnes- bæjar, hefur óskað eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um stækkun heilsugæslustöðvarinnar. Í vetur hafa fulltrúar heilsu- gæslustöðvarinnar átt í óformleg- um viðræðum við Seltjarnarnesbæ um mögulega stækkun á húsnæði stöðvarinnar og breytingu á eignar- haldi núverandi húsnæðis. Í tilkynn- ingu frá Seltjarnarnesbæ segir að með flutningi bókasafnsins á Eiðis- torg hafi skapast svigrúm fyrir heilsugæsluna til að mæta þörf fyrir aukið húsrými og þar með efl- ingu þjónustu í vesturbæ Reykja- víkur og á Seltjarnarnesi. ■ STÁLU TÓBAKI Brotist var inn í söluturn í Grafarvogi í fyrrinótt og tóbaki stolið. Til að komast inn spennti þjófurinn upp hurðina. Þjófavarnarkerfi verslunarinnar fór í gang og var innbrotið til- kynnt til lögreglu klukkan 2.24. Enginn hefur verið handtekinn. Berlusconi ræddi við blaðamenn: Hló að Gróusögunum ÍTALÍA Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, henti gaman að sögusögnum um að hann hefði farið í andlitslyftingu þeg- ar hann kom fram opinberlega í fyrsta sinn í rúman mánuð. Ítalskir fréttamenn gáfu sig á tal við forsætisráðherrann á götu í miðborg Rómar. Berlusconi sagðist hafa ákveðið að gefa sér tíma til að grennast og byggja sig upp eftir erfiðan tíma í forsæti Evrópu- sambandsins. Hann viðurkenndi að hafa fastað en vísaði á bug fregnum af því að hann hefði farið í lýtaaðgerð í Sviss og drukkið geitamjólk. Berlusconi hafði ekki látið sjá sig opinberlega síðan 20. desember og dvalið að mestu leyti á eynni Sardiníu. ■ GÆDDU SÉR Á ÞORRAMAT Í NAUSTINU Naustið á sína fastagesti. Þessir herramenn gæddu sér á gómsætum þorramat og virtust ánægðir að fá trogið á borðið. Þá má geta þess að súr hvalur er nú á boðstólum í Naustinu. BERLUSCONI Ítalski forsætisráðherrann svaraði spurn- ingum fréttamanna sem gáfu sig á tal við hann á götu í miðborg Rómar. „Ætlunin er að samræma 14 kjarasamn- inga í einn og hefur nokkuð þokast. BÍÐA SVARA Nokkuð hefur þokast í viðræðum Starfsgreinasambandsins og ríkisins. Enn fást þó ekki svör frá ríkinu við kröfunni um jöfnun lífeyrisréttinda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.