Fréttablaðið - 24.01.2004, Page 10

Fréttablaðið - 24.01.2004, Page 10
10 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Verslanir sameinast gegn ræningjum og þjófum: Tapa fjórum milljörðum á ári VERSLANIR „Rán hafa aukist stöðugt og þau eru mun grófari en áður,“ segir Emil B. Karls- son, verkefnastjóri hjá Samtök- um verslunar og þjónustu. Hann segir kostnað verslana vegna aukinna rána, þjófnaða eða óþekktrar rýrnunar nema fjór- um milljörðum króna á ári. „Kostnaðurinn samsvarar því að öllum vörum væri algerlega stolið af neðri hæð Hagkaupa í Kringlunni 67 sinnum á ári. Fyrir verslanir þýðir þessi rýrnum 2% af veltu. Það er til mikils að vinna að sporna gegn þessu en upphæðina væri annað hvort hægt að nota til að lækka vöruverð til neytenda eða hækka laun til starfsfólks,“ segir Emil. Samtök verslunar og þjón- ustu hafa nýlega komið á fót faghópi sem í eru öryggisstjórar allra stærstu verslanakeðja á Ís- landi, í þeim tilgangi að minnka rýrnum sem verður af völdum þjófnaða og svikastarfsemi. Emil segir að til standi að funda með dómsmálayfirvöldum og ræða samskipti við lögreglu. Þá sé búið að semja við Securitas hf. sem tekur að sér fræðslu í verkefninu Varnir gegn vágest- um og rekið er í samstarfi við lögregluna í Reykjavík. ■ Forsetakosningar: Daðrari í framboð AUSTURRÍKI Eigandi eldheitrar síma- daðurþjónustu í Austurríki hefur ákveðið að bjóða sig fram til for- seta þar sem hann sé með það á hreinu hvað landar hans raunveru- lega vilji. Maðurinn, sem er 43 ára og heitir Wolfgang Pöltl, er bjart- sýnn á góðan árangur og segist búast við því að fá allt að 20% fylgi í kosningunum 20. apríl. Poeltl, sem einnig hefur starfað sem barpíanisti, uppistandari og plötusnúður, segist ólíkt öðrum frambjóðendum alltaf vera tilbúinn við tólið, en þessa dagana vinnur hann að því að safna 6.000 undir- skriftum meðmælenda. ■ VARNIR GEGN VÁGESTUM Fimmtíu verslanir, bensínstöðvar og sölu- turnar eru vottuð með merki verkefnisins Varnir gegn vágestum. Verkefnið er þrí- þætt: Verslanir koma upp seðlageymslum, starfsmenn fara á öryggisnámkeið og að lokum vottar lögreglan að viðkomandi verslun hafi tekið þátt í verkefninu. REYÐARFJÖRÐUR Í afgreiðslustöðinni eru fjórir sementsgeymar. Austurland: Ný sements- birgðastöð FRAMKVÆMDIR Norcem á Íslandi ehf. hefur opnað sementsbirgðastöð á Reyðarfirði. Miklar byggingaframkvæmdir eru framundan á Austurlandi og er sementsafgreiðslunni ætlað að mæta aukinni þörf fyrir sement á svæðinu. Afgreiðslustöðin verður starfrækt í fimm ár í byrjun, en ekki hefur verið ákveðið hvernig rekstr- inum verður háttað eftir þann tíma. Sementsverksmiðjan ehf. sér um rekstur birgðastöðvarinnar. Norcem á Íslandi er alfarið í eigu Norcem A.S. í Noregi. ■ Atvinnu- og dvalarleyfi: Sömu reglur gilda áfram EES Stjórnvöld hafa ákveðið að eft- ir stækkun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins 1. maí muni núverandi reglur um dvalar- og atvinnu- leyfi til handa rík- isborgurum hinna nýju aðildarríkja gilda áfram í allt að tvö ár. Í maí verða tíu ný lönd aðilar að samningnum um Evrópska efna- h a g s s v æ ð i ð . Stjórnvöldum þeir- ra ríkja sem þegar eru aðilar að samn- ingnum er heimilt að beita sér- stökum aðlögunarákvæðum að því er varðar frjálsa för launa- fólks frá hinum nýju ríkjum, öðr- um en Möltu og Kýpur, í allt að sjö ár eftir stækkun Evrópusam- bandsins. Þau lönd sem hyggjast nota allan aðlögunartímann verða að sýna fram á að frjáls för launa- fólks frá framantöldum ríkjum valdi alvarlegri röskun á vinnu- markaði sínum. ■ KJÓSA NÝJAN FORMANN Ung vinstri græn hafa boðað til auka- aðalfundar 7. febrúar næstkom- andi. Þar verður kosinn nýr for- maður samtakanna en Katrín Jakobsdóttir, núverandi formað- ur, var kjörin varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á síðasta landsfundi flokksins. GENGI DOLLARANS Í KRÓNUM 23. janúar 2004 68,12 23. desember 2003 72,39 24. nóvember 2003 75,29 23. október 2003 76,01 23. september 2003 77,21 22. ágúst 2003 81,67 23. júlí 2003 77,31 23. júní 2003 75,14 23. maí 2003 71,43 23. apríl 2003 75,82 24. mars 2003 79,51 24. febrúar 2003 78,40 23. janúar 2003 78,92 Heimild: Seðlabankinn Svonaerum við ■ Stjórnmál LÖND SEM GANGA Í ESB 1. MAÍ Eistland Lettland Litháen Kýpur Malta Pólland Slóvakía Slóvenía Tékkland Ungverjaland

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.