Fréttablaðið - 24.01.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 24.01.2004, Síða 11
11LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 Gildir til 28. janúar eða á meðan birgðir endast. Flíspeysa margir litir st. s-xlRúllukragabolur margir litir st. s-xl Stuttermabolur margir litir st. s-xl Stuttermabolur margir litir st. s-xl Frábært verð á nýjum vörum 2.999kr verð áður 3.499- 1.699kr999kr verð áður 1.999- 1.999kr 3.999kr 1.299kr Bolur margir litir st. s-xl 1.999kr Flíspeysa margir litir st. s-xl Gallabuxur ljósbláar, dökkbláar st. 27-35 3.999kr Gallabuxur bláar, svarbláar st. 27-35 XHAMBORG, AP Saksóknurum í máli Marokkóans Abdelghani Mzoudi tókst á síðustu stundu að fá dómara í Hamborg til að framlengja réttar- höldin til að gefa þeim færi á að leggja fram ný sönnunargögn. Mzoudi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Fyrrum með- leigjendur hans hafa einnig verið ákærðir en einn þeirra hefur full- yrt að Mzoudi hafi ekki átt neina að- ild að árásunum.Búst var við því að Mzoudi yrði sýknaður af öllum ákærum en nú hefur dómsúrskurð- inum verið frestað til að gefa sak- sóknurum tíma til að kanna trú- verðugleika nýs vitnis sem segist hafa starfað hjá írönsku leyniþjón- ustunni og fullyrðir að Mzoudi hafi tekið beinan þátt í að skipuleggja árásirnar. Vitnið segist ennfremur hafa varað bandarísk stjórnvöld við því í júlí 2001 að „eitthvað myndi gerast“ í kringum 10. september. Mzoudi á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann fundinn sekur um aðild að hryðju- verkasamtökum og samsæri um að myrða yfir 3000 manns. Aðeins einn annar maður hefur verið sótt- ur til saka í tengslum við árásirnar 11. september. ■ WORLD TRADE CENTER Nýtt vitni fullyrðir að Abdelghani Mzoudi hafi tekið beinan þátt í að skipuleggja hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Dómsúrskurði frestað á síðustu stundu: Leyniþjónustumaður vitnar gegn Mzoudi Áhöfn TF-LÍF: Sótti veikan sjómann SJÚKRAFLUG Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti veikan mann um borð í togbátinn Kristinn Frið- riksson rétt fyrir klukkan ellefu á fimmtudagskvöld. Vont veður var á þessum slóð- um og ekki reyndist hægt að hífa manninn um borð í þyrluna. Ákveðið var að sigla bátnum til Vestmannaeyja og var hann kominn þangað rétt fyrir klukk- an hálf þrjú um nóttina. Þaðan var maðurinn fluttur með þyrl- unni til Reykjavíkurflugvallar þar sem sjúkrabíll beið og flutti hann á Landspítalann við Hring- braut. ■ ÓSLÓ, AP Nýfæddri dóttur norska krónprinsins Hákonar og eigin- konu hans Mette-Marit hefur verið nefnd Ingiríður Alex- andra, í höfuðið á langafa sínum og langömmu. Kjeld Magne Bondevik forsætisráðherra fékk þann heiður að tilkynna nafnið að loknum ríkisráðsfundi í fyrradag. Ingiríður Alexandra fæddist á Ríkisspítalanum í Ósló á mið- vikudagsmorgun klukkan 9.14 að staðartíma. Hún var 51 sentí- metri á lengd og vó tæpar fjórt- án merkur. Móður og dóttur heilsast vel og voru þær báðar fluttar heim í sjúkrabíl í fyrra- dag, aðeins fáeinum klukku- stundum eftir fæðinguna. Nafnið Ingiríður á sér langa sögu í Noregi og líkt og nafnið Alexandra hefur það unnið sér hefð hjá norsku konungs- fjölskyldunni. Langafi litlu krónprinsessunnar, Ólafur, fað- ir Haraldar Noregskonungs, var skírður Alexander, í höfuðið á móðurömmu sinni Alexöndru. Föðuramma Mette-Marit hét Ingiríður og sömuleiðis móðir Margrétar Danadrottningar en Margrét og Haraldur Noregs- konungur eru þremenningar. Litla prinsessan er næst á eftir föður sínum til ríkiserfða og gæti því orðið fyrsta konan sem gegnir hlutverki þjóðhöfð- ingja í Noregi í nær sex aldir. ■ STOLTUR FAÐIR „Hún er fallegasta og yndislegasta stúlku- barn í öllum heiminum,“ sagði Hákon krónprins um dóttur sína. Hann var sjálfur viðstaddur fæðinguna og klippti á naflastrenginn. Norsku krónprinsessunni gefið nafn: Ingiríður Alexandra WELLINGTON, AP Fíll sem slapp út úr dýragarðinum í Auckland á Nýja- Sjálandi olli umferðartöfum á há- annatíma í borginni. Asíufíllinn Burma, sem er 21 árs og vegur 2,5 tonn, braut rafmagns- girðinguna utan um búrið sitt með því að kasta á hana trjábol. Því næsti þrammaði hún sem leið lá út úr dýragarðinum og lyfti upp stóru hliði til að geta gætt sér á fersku laufi og grasi í nálægum almenn- ingsgarði. Lögregla og slökkvilið lokuðu vegum í nágrenni dýra- garðsins með þeim afleiðingum að umferðaröngþveiti myndaðist á hraðbraut norðvestan við borgina. Um 25 mínútum síðar hafði starfs- mönnum dýragarðsins tekist að lokka Burma aftur inn í búrið sitt. ■ Fíll slapp úr dýragarði: Olli umferðartöfum HEIMA ER BEST Dýragarðsstarfsmenn í Auckland segja að fylgst verði grannt með Burma næstu daga og vikur til að koma í veg fyrir að hún geri aðra tilraun til að fara í skoðunarferð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.