Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 24.01.2004, Qupperneq 12
Gætir þú hugsað þér að tengda-barnið þitt yrði svart á hör- und? Að þessu spurði þáttastjórn- andi í útvarpi einn viðmælenda sinna. Verið var að ræða í síma- tíma fjölgun útlendinga hér á landi og viðhorf fólks til þeirra. Langflestir fundu því allt til for- áttu að fólk af erlendu þjóðerni flytti hingað til lands og kysi að búa á Íslandi. Með ólíkindum var að hlusta, og fullyrðingar og skoð- anir margra hverra nánast meiddu. Þeir fáu sem voru annarrar skoðunar, sem sögðust ekkert hafa á móti því fólki sem hingað kemur og jafnvel fagnaði því, voru í minnihluta. Það fólk nefndi ágæt dæmi máli sínu til stuðnings. Einn hafði búið í Noregi og þar í landi var það litið hornauga þegar börn- in hans léku sér við börn sem ætt- uð voru frá Egyptalandi. Annar spurði hvort þeir sem opinberuðu kynþáttafordóma sína héldu að þeir Íslendingar sem fluttu til Kanada hafi orðið sérstakt vanda- mál þar í landi og skaðað Kanada- menn um aldur og ævi. Auðvitað var það ekki svo, frekar en að aðfluttir skaði okkur sem hér erum fædd. Því fer fjarri. Sjálf erum við mikið háð öðrum þjóðum, ekki bara í beinum við- skiptum. Til að halda samfélaginu gangandi þarf fólk að veljast til ólíkra starfa. Sumra starfanna sem eru okkur mjög nauðsynleg er ekki hægt að menntast til hér. Þess vegna þarf að leita til ann- arra þjóða og það gerum við án þess að finnast við vera að búa til vandamál hvar sem við komum. Okkur þykir sjálfsagt að búa í öðr- um löndum og að sama skapi er sjálfsagt að fólk flytjist hingað og búi með okkur. Er það kannski svo að um- burðarlyndið, þar sem það þá er, nái ekki lengra en að eigin fjöl- skyldu? Erum við kannski mörg hver svo herpt innst inni að við getum ekki séð eigin fjölskyldur blandast? Eflaust er nokkuð um það, en þá er líka mikið óunnið. Sem hluti af heimsbyggðinni verðum við að eiga samskipti við fólk hvaðan sem það kemur og hver sem húðlitur þess er. Áhyggjur af því hversu mörgum gengur illa að læra íslensku eru eðlilegar og það er verðugt verk- efni að bæta þar úr eins og kost- ur er. Vandinn er minni fyrir þjóðfélagið en það fólk sem á erfitt með að læra málið. Nauð- syn er að hafa það í huga. Það er erfitt að vísa veginn í málum sem þessum. Presti ein- um mistókst það klaufalega þegar hann hvatti til að við Ís- lendingar opnuðum faðminn og sýndum væntumþykju. Til að leggja áherslu á orð sín sagði hann: „Við megum ekki haga okkur eins og Eskimóar“. ■ Davíð Þór Björgvinsson pró-fessor í lögum vakti máls á því í Morgunblaðinu fyrir skemmstu að Hæstiréttur Íslands hefur í auknum mæli úrskurðað lög frá Alþingi ógild þar eð þau stæðust ekki stjórnarskrána. Dró Davíð Þór sérstaklega fram að þessa gætti meira á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Þetta er merkilegur saman- burður sem þarfnast skýringa við. Davíð Þór teflir fram fjórum skýringum og án efa eiga aukin al- þjóðleg áhrif, sterkari mannrétt- indaákvæði í stjórnarskrá og gagnrýnin umræða um eldri dóma Hæstaréttar hlut að máli. Fjórða skýring hans er þó nær- tækust; óvönduð lagasetning og stjórnlyndir stjórnmálamenn. Fagmennsku við undirbúning lagasetningar hér og annars stað- ar á Norðurlöndum er ekki saman að jafna. Víðast hafa þjóðþingin jafnframt á að skipa sérfræðing- um til að meta frumvörp út frá stjórnskipun og stjórnarskrá. Ekki hér. Stjórnlyndir stjórnmála- menn Umgengni stjórnmálamanna um stjórnarskrána er svo sér kapítuli út af fyrir sig. Þar sem Hæstiréttur hefur vikið lögum frá Alþingi til hliðar með hliðsjón af stjórnarskránni er hending ef þingheimur hefur ekki áður heyrt varnaðarorð þess efnis við af- greiðslu laganna. Í svipinn man ég aðeins eftir tveimur dæmum þar sem brugðist var við með lög- fræðilegri skoðun. Önnur leiddi til breytinga. Hin fór fyrir lítið. Annars staðar: „einbeittur brota- vilji“, eins og einhver komst að orði. Ég er því hjartanlega ósam- mála þeirri útleggingu Davíðs Þórs að samanburðurinn við Norðurlönd sé sérstaklega óheppilegur fyrir Hæstarétt og grafi undan því trausti sem „nauð- synlegt er að hann hafi í huga stjórnmálamanna og almenn- ings“. Löggildingarstofa valdsins? Hæstiréttur hefur ekki valið sér það hlutskipti að standa „í miðju pólitískra átaka“ síðustu ára. Hæstiréttur hefur einfald- lega ekki val um hvort hann virði stjórnarskrána. Engu breytir í því efni þótt meirihluti Alþingis eða jafnvel meirihluti þjóðarinnar sé tilbúinn að fórna stjórnarskrár- vörðum réttindum fárra fyrir áhugamál margra. Lög víkja fyrir stjórnarskrá. Hæstiréttur á að standa vörð um hana. Hæstaréttur á því virðingu sína miklu frekar undir því að dómar hans séu vandaðir í rök- stuðningi og að samkvæmni felist í túlkun hans á lögum og stjórnar- skrá. Það er hinn raunverulegi prófsteinn á traust Hæstaréttar. Og vissulega á þróun réttarfars mikið undir því að gagnrýnin um- ræða um slíka mælikvarða sé opin og lifandi. Krafan um að Hæstiréttur dæmi alltaf í samræmi við vilja meirihluta Alþingis, hvað sem ákvæðum stjórnarskrárinnar líður, er allt annars eðlis. Hún er krafa um að Hæstiréttur verði Löggildingarstofa þeirra sem valdið hafa. Og stjórnarskráin merkingarlaust stofustáss. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um kynþáttafordóma. 12 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Sjómannaafsláttur hefur veriðhluti af kjörum sjómanna í hálfa öld og er fyrir löngu orðinn fastur liður í launum sjómanna. Um afsláttinn hefur margoft verið gert samkomulag við ríkis- valdið á hverjum tíma sem síðan hefur verið staðfest með sam- þykki Alþingis á lögum þar um. Sams konar fyrirkomulag er í nágrannalöndum okkar, sjómenn greiða einnig lægri skatta þar en aðrir þegnar. Þar er sami háttur hafður á, að beinn frádráttur er frá launum sjómanna áður en skattlagt er. ESB hefur engar at- hugasemdir gert við þetta fyrir- komulag á skattgreiðslum sjó- manna. Þvert á móti hefur sam- bandið verið með ábendingar um algjört afnám skatta til þess að vernda störf á sjó og koma þannig í veg fyrir að sjómanna- störfin færist úr landi. Á Norð- urlöndum er skattgreiðslum af launum farmanna ekki skilað til ríkisins en virka sem niður- greiðsla til fjölgunar í sjómanns- störfum. Ríkið nýtur í staðinn margfeldisáhrifa af eyðslu þegnanna, sem annars væru er- lent láglaunavinnuafl sem litlu eða engu eyðir í viðkomandi ríki. Hvítflibbarnir ættu að átta sig á því að með nútímatækni má einnig auðveldlega færa þeirra störf úr landi, eins og annarra, inn á láglaunasvæði heimsins. Framboð á ódýru vinnuafli hefur þó lengst ógnað sjómannsstörf- um. Við því hafa nágrannar okk- ar í Svíþjóð t.d. brugðist með góðum árangri og fjölgað störf- um á ný, en við Íslendingar erum á öfugri leið við alla aðra með sömu ríkisstjórn, kvóta- framsal og einkabankaauð fárra. Launajöfnun sjómanna Sá sem þetta ritar tók oft þátt í kjarasamningum sjómanna og samdi m.a. um það við þáverandi fjármálaráðherra árið 1985 að skattaafsláttur sjómanna hækk- aði úr 10% í 12% af tekjum og næði til allra sjómanna. Það var síðan sameiginleg ákvörðun sjó- mannasamtakanna að gera af- sláttinn að jafnlaunatæki innan sjómannastéttarinnar við upp- töku staðgreiðslukerfis skatta 1988. Breytt var yfir í fasta krónutöluupphæð fyrir hvern starfsdag úr 12% af launum sem áður var gert samkomulag um við ríkisvaldið. Þegar stað- greiðslukerfið var tekið upp 1988 var samið um það við ríkis- valdið að allir sjómenn fengju fastan krónutölufrádrátt, (nú kr. 746.-) sömu upphæð fyrir hvern dag, og þar með varð frádráttur- inn verðmætari þeim sem lægri tekjurnar höfðu, en skipstjórar og aðrir yfirmenn með hærri tekjur lækkuðu í nettólaunum og greiddu hærri skatta en áður. Samningsbundin kjör Sjómannaafslátturinn hefur því æ síðan staðgreiðslukerfið var tekið upp virkað bæði sem skattaafsláttur og til launajöfn- unar meðal sjómanna og komið þeim best sem lægstar hafa tekjurnar. Það eru því meira en lítil öfugmæli hjá fjármálaráð- herra að sjómönnum verði bætt- ur skaðinn með þeirri forgangs- röðun í skattamálum ríkis- stjórnarinnar að eina tekju- skattalækkunin á þessu ári, lækkun hátekjuskattsins, komi sjómönnum sérstaklega til góða. Margar sjómanns- konur eru heima- vinnandi eða þá í lágt launuðu hlutastarfi vegna fjarveru eigin- manns/sambýlis- manns við sjó- mannsstörf. Lík- legt er að meðal- tekjur sjómanna á sl. ári séu um eða rétt rúmar 4 millj- ónir króna miðað við eðlilegt frí frá starfi. Hátekju- skattur leggst á tekjur sem eru yfir kr. 682 þús. á mánuði hjá hjónum eða sam- býlisfólki. Það eru ekki mjög margir í þeim hópi þar sem sam- anlagðar árstekjur fólks eru yfir 8,2 milljónir króna, sem er upphæðin sem þarf til þess að njóta í einhverju lækkunar há- tekjuskatts. Sjómannaafsláttinn eiga sjómenn að verja með öll- um ráðum, hann er fyrir löngu orðinn hluti af samningsbundn- um kjörum sjómanna sem nýtist öllum, en í stétt sjómanna er hann mjög verðmætur og kemur þeim best sem lægstar hafa tekjurnar. Aðför ráðherra Það lýsir vel áherslum og furðulegu hugarfari ríkisstjórn- arinnar að vilja beita sér fyrir auknum álögum á landsmenn með ýmsum álögum eins og bens- íngjaldi og þungaskatti, hærri sjúklingagjöldum, lækkun vaxta- bóta, fækkun á greiddum at- vinnuleysisdögum og nú aðför að sjómannaafslætti sem samið var um við ríkisvaldið á sínum tíma. Geir, hinn harði fjármálaráð- herra, telur sig hafa fundið breiðu bökin. Ég lýsi algjörri andstöðu við forgangsröðun rík- isstjórnarinnar í skattamálum. Forgangsröðun Frjálslynda flokksins í skattamálum var al- veg á hinum kantinum. Við vild- um lækka skatta á barnafólki sér- staklega og ná fram hækkun á persónuafslætti einstaklinga. ■ Er dómskerfið blint á öðru auganu? Lesandi skrifar: Í Fréttablaðinu föstudaginn 16.janúar sl. var frétt þess efnis að Hæstiréttur hefði staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 15 ára dreng sem fundinn var sekur um að hafa nauðgað 15 ára gamalli stúlku. Í fréttinni segir að stúlkan hafi borið fyrir rétti að hún hefði verið drukkin og full vanlíðanar og því ekki komið vörnum við gegn piltin- um. Að sjálfsögðu er ekki nema eðlilegt að dæma drenginn fyrir svo alvarlegt brot sem hér um ræðir en spurning mín er þessi: Fékk stúlkan engan dóm eða ámæli frá Hæstarétti fyrir að játa á sig brot gegn áfengislög- gjöfinni? Það væri fróðlegt að fá vitneskju um það. ■ Um daginnog veginn GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON ■ formaður Frjálslynda flokksins skrifar um sjómannaafsláttinn. Sjómenn, verjið afsláttinn ■ Bréf til blaðsins HÆSTIRÉTTUR Krafan um að Hæstiréttur dæmi alltaf í samræmi við vilja meirihluta Alþingis, hvað sem ákvæðum stjórnarskrárinnar líður, er krafa um að Hæstiréttur verði Löggildingarstofa þeirra sem valdið hafa. Og stjórnarskráin merkingarlaust stofustáss. Ekki eins og Eskimóar Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um Hæstarétt og stjórnarskrána. Hæstiréttur og stjórnarskráin Í Fréttablaðinu í gær á bls. 12 var rætt við Örn Steinsson. Örn var rangfeðraður og er beðist vel- virðingar á mistökunum. ■ Það eru ekki mjög margir í þeim hópi þar sem saman- lagðar árstekj- ur fólks eru yfir 8,2 milljónir króna, sem er upphæðin sem þarf til þess að njóta í ein- hverju lækkun- ar hátekju- skatts. Súluglæpir „Undanfarið hafa fjölmiðlar greint frá áhuga bifhjólasamtak- anna Vítisengla og Bandidos á Íslandi. Sagt hefur verið frá því hvernig lögregluyfirvöld á Ís- landi hafa lagt sig fram um að koma í veg fyrir að meðlimir þessara alræmdu glæpasam- taka nái fótfestu hérlendis. Áhugi þeirra á landi og þjóð þykir ekki boða gott enda standa þau fyrir skipulagðri glæpastarfsemi víðsvegar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Evrópu. Athygli vekur að umfjöllun fjöl- miðla hefur lítið beinst að því hvers vegna alþjóðleg glæpa- samtök eru farin að sýna Ís- landi áhuga. Ef litið er til þróun- ar undanfarinna ára virðist ástæðan liggja í augum uppi: Nektardansstaðir hafa skapað skilyrði fyrir starfsemi þeirra. Skipulögð glæpastarfsemi snýst um viðskipti með ólögleg fíkni- efni, vopnasölu, vændi, smygl og mansal. Ísland er eftirsóknar- verður staður fyrir alþjóðleg glæpasamtök til að koma sér upp bækistöð vegna legu lands- ins á milli tveggja heimsálfa. Það gefur þó auga leið að það er erfitt fyrir glæpasamtök að at- hafna sig ef þau hafa ekki að- gang að löglegri starfsemi til að hylma yfir þá ólöglegu, sem ger- ir þeim m.a. kleift að stunda peningaþvætti og afmá þannig slóð sína. Nektardansstaðir þjóna þessum tilgangi víðsvegar um heim með beinum eða óbein- um hætti.“ MAGNEA MARINÓSDÓTTIR Á WWW.KREML.IS ■ Af Netinu ■ Leiðrétting

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.