Fréttablaðið - 24.01.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 24.01.2004, Síða 16
16 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Idol-stjörnuleitinni lauk fyrirviku og útslitin eru flestum ljós. Keppnin naut gríðarlegrar athygli enda form hennar bæði lifandi og spennandi. Nokkuð mæddi á dóm- nefndinni, ekki síst formanninum Þorvaldi Bjarna sem hafði gaman af starfinu þrátt fyrir miklar ann- ir í fyrstu. „Fyrstu helgarnar mættum við klukkan sjö á morgn- ana og hlustuðum á fólk syngja til miðnættis,“ segir Þorvaldur og bætir við að það hafi tekið svolítið á og reynt á eyrun. Við sitjum í upptökusalnum í Stúdíói Sýrlandi þar sem margar af bestu hljóm- plötum poppsögunnar voru teknar upp. Þorvaldur kann vel við sig í hljóðverum enda hafa þau verið hans helsti vinnustaður mörg und- anfarin ár. En áfram með Idolið: „Sjálfsagt reyndi þetta samt mest á mann vegna þess að dómnefnd- arstörfunum fylgdi mikil ábyrgð. Sigurvegarinn átti útgáfusamning við Skífuna vísan og það var ákveðið að ég ætti að vinna plöt- una með honum þannig að mér stóð svo sannarlega ekki á sama um hver færi með sigur af hólmi. Svo voru þátttakendurnir flestir ungir og óharðnaðir, margir með stóra framtíðardrauma og því nauðsynlegt að nálgast þá af var- kárni,“ segir Þorvaldur og viður- kennir að margir hafi gengið sár- ir af velli. „Já, það kom fyrir. Fólk var stundum mjög þrjóskt og þeg- ar maður ætlaði að sleppa því kurteisislega út úr þessu þá mót- mælti það og sagði bara nei, ég á að komast áfram. Þá þurfti maður að orða sannleikann með hvassari hætti en ella og stundum var enn mótmælt. Þá var ekki annað að gera en að segja: Heyrðu, fyrir- gefðu en þú átt ekkert erindi hing- að. Þá varð fólk sárt.“ Þorvaldur viðurkennir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að taka á þessum málum og stundum hafi hann þurft að setjast niður og fara virkilega vel yfir hvort hann hafi gert rétt. Engu að síður segir hann að þetta hafi verið skemmtileg vinna. „Þetta var ferlega gaman, útlendingarnir sem eiga keppnina sögðu okkur að margir þeirra sem setið hafa í dómnefndum segðu þetta það skemmtilegasta sem þeir hefðu gert um ævina. Ég geng nú ekki svo langt, en þetta var gaman. Ég kynntist fullt af fólki, við Bubbi kynntumst til dæmis upp á nýtt. Við höfðum þekkst lengi úr bransanum en nú erum við perluvinir og það var mjög gaman að kynnast honum svona náið. Siggu þekkti ég vel fyrir og það var gaman að vinna með henni. Að auki get ég nefnt að ég hafði aldrei unnið í sjónvarpi áður þannig að það var algjörlega ný reynsla fyrir mig.“ Mikið hringt Idol-stjörnuleitarþættirnir nutu mikilla vinsælda. Áhorfið var mikið og umræðurnar í sam- félaginu í takt við það. Bjóst Þor- valdur Bjarni við þessu? „Ég bjóst alltaf við að þetta yrði vinsælt en ekki svona rosalega. Þetta er nátt- úrlega pottþétt formúla; ungt fólk, með drauma um að slá í gegn, syngur án undirleiks. Þú veist aldrei hvort því gengur vel eða illa og spennan því mikil. Þetta eru líka aðstæður sem allir geta sett sig inn í, að standa á sviðinu fyrir framan dómnefnd og jafnvel alþjóð. Við höfum haft Eurovision í mörg ár sem enginn viðurkennir að horfa á þrátt fyrir að áhorfið mælist mikið. Fólk við- urkenndi hinsvegar fúslega að það fylgdist með Ídolinu og ræddi það fram og til baka við næsta mann.“ En sumum nægði ekki að rabba um þættina, frammistöðu einstakra keppenda eða fram- göngu dómaranna við matarborð- ið eða á kaffistofunum. Þeir voru nefnilega nokkrir sem höfðu þörf fyrir að tjá sig við formann dóm- nefndarinnar. „Síminn stoppaði ekki hjá mér eftir fyrstu þættina. Margir hringdu til að hneykslast á Bubba og báðu mig sem formann um að tala við manninn og reyna að fá hann til að dempa sig gagn- vart þessum saklausu viðkvæmu sálum sem komu þarna til að syn- gja. Svo hringdu foreldrar sumra þátttakendanna og spjölluðu svo- lítið og sumir báðu um góð ráð fyrir börnin sín. Ég varð nú ekki fyrir neinu aðkasti vegna þessa en áreitið var talsvert.“ Kalli Bjarni er efni í stjörnu Því var haldið fram fullum fet- um að verið væri að leita að næstu poppstjörnu Íslands. Er Kalli Bjarni efni í slíka stjörnu? „Ég held að hann hafi að minnsta kosti allt til að bera til að verða skær ís- lensk poppstjarna. Hann hefur þessa skemmtilegu karlmannlegu jarðtengingu sem ég held að ís- lenskir áheyrendur hafi gaman af, hann hefur reynsluheim sem margir þekkja, er bæði sjómaður og faðir og svo hefur hann reynslu af tónlist, hefur spilað talsvert og er með ferlega flotta rödd. Þá er framkoma hans skemmtileg og hann virkar mjög öruggur og traustur. Ég er því ekki í vafa um að hann er efni í poppstjörnu á Ís- landi. Það er hinsvegar önnur spurning hvort hans séríslensku sérkenni virki á alþjóðlegum markaði. Því get ég bara ekki svarað. Raddlega gæti hann það þó, ekki nokkur spurning. Við sáum hinn norska Kurt, hann var nú ekki líklegur til stórræðanna en fór þetta á framkomunni og röddinni þannig að út frá því ætti Kalli alveg eins að geta það.“ Fólk hefur slegið í gegn bæði hér á landi og úti í hinum stóra heimi á mismunandi forsendum, er Þor- valdur þeirrar skoðunar að hægt sé að búa til stjörnur? „Já og nei. Margur hæfileikamaðurinn hefur týnst eða jafnvel aldrei upp- götvast því það er í eðli margra listamanna að vera inn í sig og jafnvel óframfærinn. Ég þekki marga frábæra lagasmiði sem líð- ur best inn í herbergi í einhverju grúski. Þeir hinir sömu þurfa mjög á því að halda að verða upp- götvaðir og fá hvatningu frá um- hverfinu. Hið sama má segja um söngvara. Það þarf að búa þeim umhverfi þar sem þeir geta æft sig, þróast og þroskast. Sé það gert og úr rætist má segja að hægt sé að búa til poppstjörnu. Hinsvegar hefur svona lagað ver- ið misnotað, mér finnast sum þessara stráka- og stelpnabanda hálf hallærisleg þó þau hafi stund- um alið eitthvað gott af sér eins og Robbie Williams. Og auðvitað skilur maður þessa krakka sem fá himinhá laun og heimsfrægð og erfitt fyrir mann sem ekki hefur náð árangri í útlöndum að gagn- rýna þetta og segja svona lagað lélegt og hallærislegt. En það er hægt að stuðla að sköpun popp- stjörnu með réttu aðferðunum, ef vissir þættir eru til staðar, ekki spurning.“ Gaman að vinna með ungu fólki Það verður spennandi að fylgj- ast með Kalla Bjarna fóta sig á poppsviðinu og víst að kastljós fjölmiðlanna mun beinast að hon- um. Eins og áður kom fram munu þeir Þorvaldur vinna saman að plötu og hafa þegar sest niður til að ræða um samstarfið. Kalli Bjarni hefur samið nokkur lög sem Þorvaldur á eftir að hlusta á en enn er óvíst hversu mörg þeirra rata á plötuna eða hverjir aðrir verða fengnir til að semja Svo voru þátttak- endurnir flestir ungir og óharðnaðir, margir með stóra framtíðardrauma og því nauðsynlegt að nálgast þá af varkárni ... ef honum dettur í hug að gera stelpulega diskóplötu þá mun ég benda honum vinsamlega á að gera eitt- hvað annað. ,, Aldarfjórðungur er liðinn síðan Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson steig sín fyrstu skref í poppbransanum. Hann kom fyrst fram í Stundinni okkar ásamt hljómsveitinni Exodus en meðal félaga hans þar voru Björk Guðmundsdóttir, Geiri Sæm og Skúli Sverrisson. Nú hefur hann nýlokið störfum við annan vinsælan þátt, Idol - stjörnuleit, en framundan er plötugerð með sigurvegaranum Kalla Bjarna. Poppið er okkar best geymda leyndarmál ÞORVALDUR BJARNI Annað sætið í Evróvisjón árið 1999 er meðal hápunktanna á ferlinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.